Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 06:00 Didier Deschamps van HM 1998 og EM 2000 og er nú þjálfari Frakka. vísir/getty Klukkan 19.00 í kvöld mun ungverski dómarinn Viktor Kassai flauta til leiks í opnunarleik EM 2016 þar sem Frakkland og Rúmenía mætast á Stade de France. Frakkar höfðu betur í baráttu við Tyrkland og Ítalíu þegar gestgjafar fyrir þetta fyrsta 24 þjóða Evrópumót voru valdir. Vegna þessara átta viðbótarþjóða fjölgar leikjunum úr 31 í 51 en þeir fara fram á tíu leikvöngum víðsvegar um Frakkland. Samkvæmt veðbönkum eru Frakkar líklegastir til að verða Evrópumeistarar en fyrirfram er talið að baráttan um Henry Delaunay bikarinn standi á milli Frakklands, heimsmeistara Þýskalands og Evrópumeistara Spánar. Sagan er allavega að hluta til með Frökkum í liði. Á síðustu 18 heims- og Evrópumeistaramótum hafa gestgjafarnir aðeins unnið tvisvar. Og í bæði skiptin voru það Frakkar, á EM 1984 og HM 1998. „Ég var mjög ungur en ég man eftir úrslitaleiknum; mörkunum tveimur frá [Zinedine] Zidane og einu frá [Emmanuel] Petit. Þetta eru dásamlegar minningar og vonandi get ég búið til svipaðar minningar fyrir krakkana í dag,“ sagði Paul Pogba, skærasta stjarna franska liðsins, nýlega í viðtali. Pogba var fimm ára þegar Didier Deschamps lyfti heimsmeistarabikarnum árið 1998. Nú 18 árum síðar er Deschamps þjálfari Pogba og félaga hans í franska landsliðinu.vísir/graphic newsDeschamps var einnig fyrirliði Frakka þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2000 og er mikill sigurvegari. Og hann virðist vera á réttri leið með franska liðið sem hefur litið afar vel út í aðdraganda mótsins og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Eina tapið var gegn Englandi, nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í París í fyrra. Bjartsýnin heima fyrir er mikil þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er í banni frá landsliðinu vegna fjárkúgunarmálsins fræga, Mamadou Sakho átti að hafa fallið á lyfjaprófi og þá eru Lassana Diarra, Raphaël Varane, Jérémy Mathieu og Kurt Zouma allir meiddir. Frakkar eru með mikla breidd og góða blöndu yngri og eldri leikmanna. Leikmenn eins og Antoine Griezmann, Dimitri Payet og N’Golo Kanté áttu frábært tímabil og Anthony Martial og Kingsley Coman eru tveir af mest spennandi ungu leikmönnunum í bransanum. Og svo er Pogba alltaf að verða betri. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur miðjumaðurinn öflugi fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus, spilað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og verið valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2014. En hann vill verða enn betri. „Draumur minn er að verða goðsögn,“ sagði Pogba sem viðurkennir þó að hann eigi enn langt í land. „Mér finnst ég ekki vera frábær. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég hef unnið deildartitla en ég hef ekki unnið Meistaradeildina, HM eða EM. Það væri ekki slæmt að vinna EM á heimavelli.“ Pogba er á hraðri leið á toppinn og hann dreymir um að endurtaka leik Michels Platini frá 1984 og Deschamps og félaga frá 1998 og leiða Frakka til sigurs á stórmóti á heimavelli. Núna er sviðið hans. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Klukkan 19.00 í kvöld mun ungverski dómarinn Viktor Kassai flauta til leiks í opnunarleik EM 2016 þar sem Frakkland og Rúmenía mætast á Stade de France. Frakkar höfðu betur í baráttu við Tyrkland og Ítalíu þegar gestgjafar fyrir þetta fyrsta 24 þjóða Evrópumót voru valdir. Vegna þessara átta viðbótarþjóða fjölgar leikjunum úr 31 í 51 en þeir fara fram á tíu leikvöngum víðsvegar um Frakkland. Samkvæmt veðbönkum eru Frakkar líklegastir til að verða Evrópumeistarar en fyrirfram er talið að baráttan um Henry Delaunay bikarinn standi á milli Frakklands, heimsmeistara Þýskalands og Evrópumeistara Spánar. Sagan er allavega að hluta til með Frökkum í liði. Á síðustu 18 heims- og Evrópumeistaramótum hafa gestgjafarnir aðeins unnið tvisvar. Og í bæði skiptin voru það Frakkar, á EM 1984 og HM 1998. „Ég var mjög ungur en ég man eftir úrslitaleiknum; mörkunum tveimur frá [Zinedine] Zidane og einu frá [Emmanuel] Petit. Þetta eru dásamlegar minningar og vonandi get ég búið til svipaðar minningar fyrir krakkana í dag,“ sagði Paul Pogba, skærasta stjarna franska liðsins, nýlega í viðtali. Pogba var fimm ára þegar Didier Deschamps lyfti heimsmeistarabikarnum árið 1998. Nú 18 árum síðar er Deschamps þjálfari Pogba og félaga hans í franska landsliðinu.vísir/graphic newsDeschamps var einnig fyrirliði Frakka þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2000 og er mikill sigurvegari. Og hann virðist vera á réttri leið með franska liðið sem hefur litið afar vel út í aðdraganda mótsins og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Eina tapið var gegn Englandi, nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í París í fyrra. Bjartsýnin heima fyrir er mikil þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er í banni frá landsliðinu vegna fjárkúgunarmálsins fræga, Mamadou Sakho átti að hafa fallið á lyfjaprófi og þá eru Lassana Diarra, Raphaël Varane, Jérémy Mathieu og Kurt Zouma allir meiddir. Frakkar eru með mikla breidd og góða blöndu yngri og eldri leikmanna. Leikmenn eins og Antoine Griezmann, Dimitri Payet og N’Golo Kanté áttu frábært tímabil og Anthony Martial og Kingsley Coman eru tveir af mest spennandi ungu leikmönnunum í bransanum. Og svo er Pogba alltaf að verða betri. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur miðjumaðurinn öflugi fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus, spilað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og verið valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2014. En hann vill verða enn betri. „Draumur minn er að verða goðsögn,“ sagði Pogba sem viðurkennir þó að hann eigi enn langt í land. „Mér finnst ég ekki vera frábær. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég hef unnið deildartitla en ég hef ekki unnið Meistaradeildina, HM eða EM. Það væri ekki slæmt að vinna EM á heimavelli.“ Pogba er á hraðri leið á toppinn og hann dreymir um að endurtaka leik Michels Platini frá 1984 og Deschamps og félaga frá 1998 og leiða Frakka til sigurs á stórmóti á heimavelli. Núna er sviðið hans.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti