Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2016 15:53 Guðni vonar að atvik eins og það sem varð í Laugarneskirkju aðfaranótt þriðjudags endurtaki sig ekki. vísir Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altaris í Laugarneskirkju þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm um morguninn í kirkjun en þá höfðu um þrjátíu manns beðið með þeim í kirkjunni í um klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndir og myndbönd sem birst hafa í fjölmiðlum af því þegar mennirnir eru dregnir út úr kirkjunni eru sláandi enda hafa þær vakið mikla athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mál hælisleitenda hér á landi komast í heimsfréttirnar en Al Jazeera fjallaði til dæmis um mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor fyrr í mánuðinum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvort að nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson vildi tjá sig um mál þeirra Alí og Majed, ekki kannski síst í ljósi þess að honum var tíðrætt um mannúðina í kosningabaráttu sinni til forseta. Guðni segir að honum finnist ekki við hæfi að nýkjörinn forseti tjái sig beinlínis um einstök atvik. „En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“ Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altaris í Laugarneskirkju þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm um morguninn í kirkjun en þá höfðu um þrjátíu manns beðið með þeim í kirkjunni í um klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndir og myndbönd sem birst hafa í fjölmiðlum af því þegar mennirnir eru dregnir út úr kirkjunni eru sláandi enda hafa þær vakið mikla athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mál hælisleitenda hér á landi komast í heimsfréttirnar en Al Jazeera fjallaði til dæmis um mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor fyrr í mánuðinum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvort að nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson vildi tjá sig um mál þeirra Alí og Majed, ekki kannski síst í ljósi þess að honum var tíðrætt um mannúðina í kosningabaráttu sinni til forseta. Guðni segir að honum finnist ekki við hæfi að nýkjörinn forseti tjái sig beinlínis um einstök atvik. „En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“
Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07