Stebbi Hilmars slær á putta Gumma Ben Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2016 11:45 Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá frægð og þann frama sem Guðmundur Benediktsson, aka Gummi Ben., hefur öðlast með lýsingum sýnum á viðureignum íslenska karlalandsliðsins á EM. Hann lifir sig algerlega inní leikinn svo mjög að það hefur vakið heimsathygli, mörgum til mikillar ánægju.Sjá hér fjallað um lýsingu Gumma Ben á lokamínútum leiksins við England. En, þeir eru þó til sem telja Gumma Ben fara yfir strikið. Þannig ritar Stefán Hilmarsson færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann slær á putta hetjunnar. Hann tengir við frétt The Guardian, þar sem einmitt er sagt af frammistöðu lýsandans æsta og segir: „Það er kannski óvinsælt að segja það, en mér finnst að hinn bráðsnjalli Gummi Ben mætti tempra sig örlítið, bara ca. 10-15%, það yrði skaðlítið.“Skortir verulega á háttvísinaOg Stefán heldur áfram og telur að það megi skrúfa eilítið niður í ofsafengnum lýsingum. Hann telur þennan æsing Íslendingum hreint ekki til sóma: „Eins e.t.v. að vanda orðavalið í mesta ofsanum, þótt það geti vissulega verið erfitt. Ég hjó eftir því þegar hann hreytti þessu í Englendingana í gær og fannst nokkuð hranalegt, á meðan þeir lágu beygðir og búnir í grasinu. Allt í lagi að æsa sig, en reyna þó að vera háttvís og halda yfirvegun. Einkum eftir að heimspressan er farin að pikka lýsingarnar upp.“ Stefán sá það fyrir að þessar ábendingar væru ekki líklegar til að falla í kramið þó ýmsir lýsi sig sammála því að það skorti nokkuð uppá tilhlýðilega háttvísi í lýsingum Gumma Ben. En, Logi Bergmann sjónvarpsmaður bendir á að það sé nú nákvæmlega þessi innlifun sem geri Gumma Ben að Gumma Ben.Stefán sjálfur rifbeinsbraut sig í fögnuðinumOg tæknistjóri Bylgjunnar, Þráinn Steinsson, kemur með snjallan hælkrók á poppstjörnuna þegar hann vitnar í eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Önnu Björk Birgisdóttur: „Í alvöru??? Það verða nú fleiri æstir í hita leiksins, sbr þetta „Það er svo mikið bíó að fylgjast með Stebba horfa á leiki. Hann sprettur úr láréttri sófastöðu í það að klína nefinu á skjáinn (sem er ekki lítill), frussar allt út; VIÐ eigum þennan bolta dómari!!!!!!! BROT! BROT! BROT! DÓMARI!!!!!! Þess ber að geta að hann rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátunum yfir marki Birkis í fyrsta leiknum, hahaha. Getur ekki splað golf og þá er nú mikið sagt.“ Við þessum snjalla leik Þráins á Stefán fá svör. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá frægð og þann frama sem Guðmundur Benediktsson, aka Gummi Ben., hefur öðlast með lýsingum sýnum á viðureignum íslenska karlalandsliðsins á EM. Hann lifir sig algerlega inní leikinn svo mjög að það hefur vakið heimsathygli, mörgum til mikillar ánægju.Sjá hér fjallað um lýsingu Gumma Ben á lokamínútum leiksins við England. En, þeir eru þó til sem telja Gumma Ben fara yfir strikið. Þannig ritar Stefán Hilmarsson færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann slær á putta hetjunnar. Hann tengir við frétt The Guardian, þar sem einmitt er sagt af frammistöðu lýsandans æsta og segir: „Það er kannski óvinsælt að segja það, en mér finnst að hinn bráðsnjalli Gummi Ben mætti tempra sig örlítið, bara ca. 10-15%, það yrði skaðlítið.“Skortir verulega á háttvísinaOg Stefán heldur áfram og telur að það megi skrúfa eilítið niður í ofsafengnum lýsingum. Hann telur þennan æsing Íslendingum hreint ekki til sóma: „Eins e.t.v. að vanda orðavalið í mesta ofsanum, þótt það geti vissulega verið erfitt. Ég hjó eftir því þegar hann hreytti þessu í Englendingana í gær og fannst nokkuð hranalegt, á meðan þeir lágu beygðir og búnir í grasinu. Allt í lagi að æsa sig, en reyna þó að vera háttvís og halda yfirvegun. Einkum eftir að heimspressan er farin að pikka lýsingarnar upp.“ Stefán sá það fyrir að þessar ábendingar væru ekki líklegar til að falla í kramið þó ýmsir lýsi sig sammála því að það skorti nokkuð uppá tilhlýðilega háttvísi í lýsingum Gumma Ben. En, Logi Bergmann sjónvarpsmaður bendir á að það sé nú nákvæmlega þessi innlifun sem geri Gumma Ben að Gumma Ben.Stefán sjálfur rifbeinsbraut sig í fögnuðinumOg tæknistjóri Bylgjunnar, Þráinn Steinsson, kemur með snjallan hælkrók á poppstjörnuna þegar hann vitnar í eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Önnu Björk Birgisdóttur: „Í alvöru??? Það verða nú fleiri æstir í hita leiksins, sbr þetta „Það er svo mikið bíó að fylgjast með Stebba horfa á leiki. Hann sprettur úr láréttri sófastöðu í það að klína nefinu á skjáinn (sem er ekki lítill), frussar allt út; VIÐ eigum þennan bolta dómari!!!!!!! BROT! BROT! BROT! DÓMARI!!!!!! Þess ber að geta að hann rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátunum yfir marki Birkis í fyrsta leiknum, hahaha. Getur ekki splað golf og þá er nú mikið sagt.“ Við þessum snjalla leik Þráins á Stefán fá svör.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira