Stebbi Hilmars slær á putta Gumma Ben Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2016 11:45 Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá frægð og þann frama sem Guðmundur Benediktsson, aka Gummi Ben., hefur öðlast með lýsingum sýnum á viðureignum íslenska karlalandsliðsins á EM. Hann lifir sig algerlega inní leikinn svo mjög að það hefur vakið heimsathygli, mörgum til mikillar ánægju.Sjá hér fjallað um lýsingu Gumma Ben á lokamínútum leiksins við England. En, þeir eru þó til sem telja Gumma Ben fara yfir strikið. Þannig ritar Stefán Hilmarsson færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann slær á putta hetjunnar. Hann tengir við frétt The Guardian, þar sem einmitt er sagt af frammistöðu lýsandans æsta og segir: „Það er kannski óvinsælt að segja það, en mér finnst að hinn bráðsnjalli Gummi Ben mætti tempra sig örlítið, bara ca. 10-15%, það yrði skaðlítið.“Skortir verulega á háttvísinaOg Stefán heldur áfram og telur að það megi skrúfa eilítið niður í ofsafengnum lýsingum. Hann telur þennan æsing Íslendingum hreint ekki til sóma: „Eins e.t.v. að vanda orðavalið í mesta ofsanum, þótt það geti vissulega verið erfitt. Ég hjó eftir því þegar hann hreytti þessu í Englendingana í gær og fannst nokkuð hranalegt, á meðan þeir lágu beygðir og búnir í grasinu. Allt í lagi að æsa sig, en reyna þó að vera háttvís og halda yfirvegun. Einkum eftir að heimspressan er farin að pikka lýsingarnar upp.“ Stefán sá það fyrir að þessar ábendingar væru ekki líklegar til að falla í kramið þó ýmsir lýsi sig sammála því að það skorti nokkuð uppá tilhlýðilega háttvísi í lýsingum Gumma Ben. En, Logi Bergmann sjónvarpsmaður bendir á að það sé nú nákvæmlega þessi innlifun sem geri Gumma Ben að Gumma Ben.Stefán sjálfur rifbeinsbraut sig í fögnuðinumOg tæknistjóri Bylgjunnar, Þráinn Steinsson, kemur með snjallan hælkrók á poppstjörnuna þegar hann vitnar í eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Önnu Björk Birgisdóttur: „Í alvöru??? Það verða nú fleiri æstir í hita leiksins, sbr þetta „Það er svo mikið bíó að fylgjast með Stebba horfa á leiki. Hann sprettur úr láréttri sófastöðu í það að klína nefinu á skjáinn (sem er ekki lítill), frussar allt út; VIÐ eigum þennan bolta dómari!!!!!!! BROT! BROT! BROT! DÓMARI!!!!!! Þess ber að geta að hann rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátunum yfir marki Birkis í fyrsta leiknum, hahaha. Getur ekki splað golf og þá er nú mikið sagt.“ Við þessum snjalla leik Þráins á Stefán fá svör. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá frægð og þann frama sem Guðmundur Benediktsson, aka Gummi Ben., hefur öðlast með lýsingum sýnum á viðureignum íslenska karlalandsliðsins á EM. Hann lifir sig algerlega inní leikinn svo mjög að það hefur vakið heimsathygli, mörgum til mikillar ánægju.Sjá hér fjallað um lýsingu Gumma Ben á lokamínútum leiksins við England. En, þeir eru þó til sem telja Gumma Ben fara yfir strikið. Þannig ritar Stefán Hilmarsson færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann slær á putta hetjunnar. Hann tengir við frétt The Guardian, þar sem einmitt er sagt af frammistöðu lýsandans æsta og segir: „Það er kannski óvinsælt að segja það, en mér finnst að hinn bráðsnjalli Gummi Ben mætti tempra sig örlítið, bara ca. 10-15%, það yrði skaðlítið.“Skortir verulega á háttvísinaOg Stefán heldur áfram og telur að það megi skrúfa eilítið niður í ofsafengnum lýsingum. Hann telur þennan æsing Íslendingum hreint ekki til sóma: „Eins e.t.v. að vanda orðavalið í mesta ofsanum, þótt það geti vissulega verið erfitt. Ég hjó eftir því þegar hann hreytti þessu í Englendingana í gær og fannst nokkuð hranalegt, á meðan þeir lágu beygðir og búnir í grasinu. Allt í lagi að æsa sig, en reyna þó að vera háttvís og halda yfirvegun. Einkum eftir að heimspressan er farin að pikka lýsingarnar upp.“ Stefán sá það fyrir að þessar ábendingar væru ekki líklegar til að falla í kramið þó ýmsir lýsi sig sammála því að það skorti nokkuð uppá tilhlýðilega háttvísi í lýsingum Gumma Ben. En, Logi Bergmann sjónvarpsmaður bendir á að það sé nú nákvæmlega þessi innlifun sem geri Gumma Ben að Gumma Ben.Stefán sjálfur rifbeinsbraut sig í fögnuðinumOg tæknistjóri Bylgjunnar, Þráinn Steinsson, kemur með snjallan hælkrók á poppstjörnuna þegar hann vitnar í eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Önnu Björk Birgisdóttur: „Í alvöru??? Það verða nú fleiri æstir í hita leiksins, sbr þetta „Það er svo mikið bíó að fylgjast með Stebba horfa á leiki. Hann sprettur úr láréttri sófastöðu í það að klína nefinu á skjáinn (sem er ekki lítill), frussar allt út; VIÐ eigum þennan bolta dómari!!!!!!! BROT! BROT! BROT! DÓMARI!!!!!! Þess ber að geta að hann rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátunum yfir marki Birkis í fyrsta leiknum, hahaha. Getur ekki splað golf og þá er nú mikið sagt.“ Við þessum snjalla leik Þráins á Stefán fá svör.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira