Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 12:15 Jóhann Berg fagnar jöfnunarmarkinu í Bern í undankeppni HM 2014. Vísir/Valli Íris Gunnarsdóttir, móðir landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar, segir misjafnt hvernig hún sé stemmd á leikdag. Stundum sé hún róleg en annars með í maganum. Íris ræddi við strákana í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún hefur fylgst grannt með stráknum sínum í Frakklandi eins og öll fjölskyldan. „Stundum er maður á bak við hurð, uppi á stól eða jafnvel með smá magapínu. En oft á tíðum er ég bara róleg,“ segir Íris. Það fari gjarnan eftir mikilvægi leiksins en ekki síður hvernig hljóðið sé í syninum sem hún ræðir gjarnan við á leikdag. Íris upplýsir að Jóhann hafi stigið sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum í appelsínugulum búningi Fylkis. „Hann var þar eitt ár, eitt tímabil. Sex eða sjö ára,“ segir Íris en eins og kunnugt er spilaði Jóhann með Breiðabliki upp yngri flokka þar sem hann hélt á vit ævintýranna hjá AZ Alkmaar í Hollandi. „Hann var mjög efnilegur, alveg frá upphafi. Hann var mjög snöggur og hafði mikinn metnað. Lífið var bara fótbolti frá því hann byrjaði að tala.“ Fótboltabakterían segir Íris að megi að einhverju leyti rekja til föður síns, afa Jóhanns. Hún hafi sjálf horft með honum á enska boltann í gamla daga, þá aðallega leik Manchester United sem Gunnar studdi. Jóhann hafi oftar en ekki bæst í hópinn. Jóhann Berg, Gylfi Þór, Aron Einar og Hannes Þór.Vísir/Vilhelm Fyrsta matarboðið hjá tengdó Minningarnar af ferli Jóhanns eru vafalítið margar hjá fjölskyldunni. Upp úr stendur þó líklega 4-4 jafnteflið gegn Sviss í Bern þar sem Jóhann skoraði einhverja fallegustu þrennu sem sést hefur. Mörkin hvert öðru glæsilegra í leik þar sem okkar menn sneru við 4-1 stöðu í 4-4 jafntefli. Jóhann tryggði stigið með langskoti í blálokin og hefur stundum verið kallaður Jóhann Bern í staðinn fyrir Jóhann Berg síðan. „Við misstum okkar algjörlega þar,“ segir Íris sem hafði boðið í mat þetta sama kvöld „Tengdasonur minn tilvonandi var í fyrsta skipti í mat. Þetta átti að vera mjög rólegt og skemmtilegt kvöld,“ segir Íris. „Svo vorum við fjölskyldan komin upp á stól. Það fór ekkert fyrir eldamennsku og hann fékk ekkert að borða greyið,“ bætir hún við hlæjandi. Vel hafi þó verið hugsað um hann síðan. Sár eftir skotið í skeytin Ekki munaði miklu að Jóhann skoraði enn eitt draumamarkið þegar boltinn small í samskeytunum snemma leiks gegn Austurríki. Nokkrir sentimetrar og við værum að tala um eitt af mörkum Evrópumótsins. „Hann var náttúrulega mjög sár yfir því að hafa ekki getað sett hann. Heppni var ekki með honum. Þetta var frábært skot og hefði verið mark leiksins, og þó víðar væri leitað,“ segir Íris. Fjölskyldan sá leikinn í Nice og stefndi heim en hætti við. „Það var spurningin hvort við ættum að fara eða vera,“ segir Íris. Síðar um daginn hafi komið í ljós að hve erfitt yrði að komast aftur út til Parísar fyrir Frakklandsleikinn á sunnudaginn. „Ég hef sennilega ekki getað fyrirgefið mér hefði ég ekki komist á næsta leik.“ Jóhann Berg fagnar á Stade de France á mánudagskvöldið.Vísir/Vilhelm Í lyfjapróf eftir Englandsleikinn Íris upplýsir að hún sé bjartsýn fyrir Frakklandsleikinn líkt og fyrir Englandsleikinn. „Ég var einhvern veginn sallaróleg fyrir þann leik. Ég veit og heyri á strákunum hve vel stemmdir þeir eru fyrir þetta verkefni. Þetta hefur verið draumur í langan tíma hjá þessum strákum. Þeir eru með toppstykkið í lagi,“ segir Íris. Nú sé fókusinn á næsta leik. Ísland muni spila sinn bolta eins og gegn Englandi þar sem auðvitað allt hafi gengið upp. „Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir næsta leik.“ Íris ræddi við Jóhann eftir sigurinn í Nice. Þá var kantmaðurinn að bíða eftir því að fara í lyfjapróf. Lyfjaeftirlit tekur leikmenn af handhófi úr liðunum að leikjum loknum. „Hann sat rólegur og beið. Ég spyr eins og alltaf hvernig honum líði og það er alltaf stutt og gott svar. Mér líður bara vel,“ segir Íris. Eftir sturtuna séu strákarnir okkar komnir niður á jörðina. Hún sé hins vegar að átta sig á því, eftir því sem á dvölina í Frakklandi hefur liðið, hversu miklar hetjur strákarnir eru. „Þeir eru ekki bara að hlaupa. Þeir þurfa líka að hugsa, sparka og hafa lítinn tíma. Þetta eru þvílíkar hetjur. Frábærir afreksmenn.“Að neðan má sjá viðtal við Jóhann Berg eftir þrennuna í Bern haustið 2013. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 EM í dag: Lars er maðurinn fyrir England og hvíldardagur í Annecy Allir eru mættir "heim“ til Annecy. 29. júní 2016 09:45 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Íris Gunnarsdóttir, móðir landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar, segir misjafnt hvernig hún sé stemmd á leikdag. Stundum sé hún róleg en annars með í maganum. Íris ræddi við strákana í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún hefur fylgst grannt með stráknum sínum í Frakklandi eins og öll fjölskyldan. „Stundum er maður á bak við hurð, uppi á stól eða jafnvel með smá magapínu. En oft á tíðum er ég bara róleg,“ segir Íris. Það fari gjarnan eftir mikilvægi leiksins en ekki síður hvernig hljóðið sé í syninum sem hún ræðir gjarnan við á leikdag. Íris upplýsir að Jóhann hafi stigið sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum í appelsínugulum búningi Fylkis. „Hann var þar eitt ár, eitt tímabil. Sex eða sjö ára,“ segir Íris en eins og kunnugt er spilaði Jóhann með Breiðabliki upp yngri flokka þar sem hann hélt á vit ævintýranna hjá AZ Alkmaar í Hollandi. „Hann var mjög efnilegur, alveg frá upphafi. Hann var mjög snöggur og hafði mikinn metnað. Lífið var bara fótbolti frá því hann byrjaði að tala.“ Fótboltabakterían segir Íris að megi að einhverju leyti rekja til föður síns, afa Jóhanns. Hún hafi sjálf horft með honum á enska boltann í gamla daga, þá aðallega leik Manchester United sem Gunnar studdi. Jóhann hafi oftar en ekki bæst í hópinn. Jóhann Berg, Gylfi Þór, Aron Einar og Hannes Þór.Vísir/Vilhelm Fyrsta matarboðið hjá tengdó Minningarnar af ferli Jóhanns eru vafalítið margar hjá fjölskyldunni. Upp úr stendur þó líklega 4-4 jafnteflið gegn Sviss í Bern þar sem Jóhann skoraði einhverja fallegustu þrennu sem sést hefur. Mörkin hvert öðru glæsilegra í leik þar sem okkar menn sneru við 4-1 stöðu í 4-4 jafntefli. Jóhann tryggði stigið með langskoti í blálokin og hefur stundum verið kallaður Jóhann Bern í staðinn fyrir Jóhann Berg síðan. „Við misstum okkar algjörlega þar,“ segir Íris sem hafði boðið í mat þetta sama kvöld „Tengdasonur minn tilvonandi var í fyrsta skipti í mat. Þetta átti að vera mjög rólegt og skemmtilegt kvöld,“ segir Íris. „Svo vorum við fjölskyldan komin upp á stól. Það fór ekkert fyrir eldamennsku og hann fékk ekkert að borða greyið,“ bætir hún við hlæjandi. Vel hafi þó verið hugsað um hann síðan. Sár eftir skotið í skeytin Ekki munaði miklu að Jóhann skoraði enn eitt draumamarkið þegar boltinn small í samskeytunum snemma leiks gegn Austurríki. Nokkrir sentimetrar og við værum að tala um eitt af mörkum Evrópumótsins. „Hann var náttúrulega mjög sár yfir því að hafa ekki getað sett hann. Heppni var ekki með honum. Þetta var frábært skot og hefði verið mark leiksins, og þó víðar væri leitað,“ segir Íris. Fjölskyldan sá leikinn í Nice og stefndi heim en hætti við. „Það var spurningin hvort við ættum að fara eða vera,“ segir Íris. Síðar um daginn hafi komið í ljós að hve erfitt yrði að komast aftur út til Parísar fyrir Frakklandsleikinn á sunnudaginn. „Ég hef sennilega ekki getað fyrirgefið mér hefði ég ekki komist á næsta leik.“ Jóhann Berg fagnar á Stade de France á mánudagskvöldið.Vísir/Vilhelm Í lyfjapróf eftir Englandsleikinn Íris upplýsir að hún sé bjartsýn fyrir Frakklandsleikinn líkt og fyrir Englandsleikinn. „Ég var einhvern veginn sallaróleg fyrir þann leik. Ég veit og heyri á strákunum hve vel stemmdir þeir eru fyrir þetta verkefni. Þetta hefur verið draumur í langan tíma hjá þessum strákum. Þeir eru með toppstykkið í lagi,“ segir Íris. Nú sé fókusinn á næsta leik. Ísland muni spila sinn bolta eins og gegn Englandi þar sem auðvitað allt hafi gengið upp. „Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir næsta leik.“ Íris ræddi við Jóhann eftir sigurinn í Nice. Þá var kantmaðurinn að bíða eftir því að fara í lyfjapróf. Lyfjaeftirlit tekur leikmenn af handhófi úr liðunum að leikjum loknum. „Hann sat rólegur og beið. Ég spyr eins og alltaf hvernig honum líði og það er alltaf stutt og gott svar. Mér líður bara vel,“ segir Íris. Eftir sturtuna séu strákarnir okkar komnir niður á jörðina. Hún sé hins vegar að átta sig á því, eftir því sem á dvölina í Frakklandi hefur liðið, hversu miklar hetjur strákarnir eru. „Þeir eru ekki bara að hlaupa. Þeir þurfa líka að hugsa, sparka og hafa lítinn tíma. Þetta eru þvílíkar hetjur. Frábærir afreksmenn.“Að neðan má sjá viðtal við Jóhann Berg eftir þrennuna í Bern haustið 2013.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 EM í dag: Lars er maðurinn fyrir England og hvíldardagur í Annecy Allir eru mættir "heim“ til Annecy. 29. júní 2016 09:45 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00
Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00
EM í dag: Lars er maðurinn fyrir England og hvíldardagur í Annecy Allir eru mættir "heim“ til Annecy. 29. júní 2016 09:45
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti