Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Kristjana Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur Laugarneskirkju segir kerfið þarfnast endurskoðunar. Fréttablaðið/GVA Lögregla flutti tvo hælisleitendur, Majed og Ali Nasir, sem höfðu leitað skjóls í Laugarneskirkju með valdi til Noregs í gærmorgun. „Þetta var erfið stund og lét engan ósnortinn sem tók þátt,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Umsóknir mannanna voru afgreiddar af hálfu Útlendingastofnunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar því norsk yfirvöld höfðu þegar móttekið umsóknir þeirra um hæli. Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu og sagði norsk yfirvöld hafa gengist við ábyrgð sinni. Ekkert benti til þess að mennirnir fengju ekki réttláta meðferð í Noregi. Umsækjendurnir kærðu ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti niðurstöðu stofnunarinnar. Úrskurðum kærunefndar var ekki skotið til dómstóla. Skjólið var veitt í Laugarneskirkju með vilyrði biskupsembættisins og gripið til þessa úrræðis í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. „Við vitum núna að við stöðvum ekki brottvísanir með þessum hætti,“ segir Kristín. Þrátt fyrir það þurfi að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ segir Kristín. Stundin birti myndband af brottflutningnum í Laugarneskirkju. Flóttamenn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Lögregla flutti tvo hælisleitendur, Majed og Ali Nasir, sem höfðu leitað skjóls í Laugarneskirkju með valdi til Noregs í gærmorgun. „Þetta var erfið stund og lét engan ósnortinn sem tók þátt,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Umsóknir mannanna voru afgreiddar af hálfu Útlendingastofnunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar því norsk yfirvöld höfðu þegar móttekið umsóknir þeirra um hæli. Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu og sagði norsk yfirvöld hafa gengist við ábyrgð sinni. Ekkert benti til þess að mennirnir fengju ekki réttláta meðferð í Noregi. Umsækjendurnir kærðu ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti niðurstöðu stofnunarinnar. Úrskurðum kærunefndar var ekki skotið til dómstóla. Skjólið var veitt í Laugarneskirkju með vilyrði biskupsembættisins og gripið til þessa úrræðis í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. „Við vitum núna að við stöðvum ekki brottvísanir með þessum hætti,“ segir Kristín. Þrátt fyrir það þurfi að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ segir Kristín. Stundin birti myndband af brottflutningnum í Laugarneskirkju.
Flóttamenn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira