Erlendar rútur raska ró Samtaka ferðaþjónustu Þórdís Valsdóttir skrifar 29. júní 2016 06:00 Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til Ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Um er að ræða rútur sem koma hingað til lands með Norrænu. „Það hefur viðgengist að erlendar rútur séu hér með erlenda starfsmenn en það sem er nýtt er að öll starfsemi hér á landi er varðar ferðamenn og flutning ferðamanna er virðisaukaskattskyld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann segir að samtökunum hafi borist ábendingar frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar séu starfandi hér á landi og greiði ekki virðisaukaskatt af þeirri starfsemi. Frá áramótum hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir og tekur skattskyldan jafnt til innlendra sem erlendra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um ýmis tollfríðindi er heimilt fyrir erlendar rútur að koma hingað til lands með tiltekinn hóp og fá þá akstursleyfi án greiðslu aðflutningsgjalda. Steinþór Ólafsson leiðsögumaður segir að mikið hafi borið á því að þeir erlendu aðilar sem koma hingað til lands stundi meiri starfsemi en heimilt er og taki marga hópa í hverri ferð, án þess að greiða tilskilin gjöld. Steinþór segir erlenda aðila undirbjóða íslenska markaðinn og að verð fyrir leigu á slíkum bílum sé töluvert lægra en gengur og gerist. „Launin eru líka mun lægri en við þekkjum hér, en einn bílstjóranna sagði mér að launin hans væru um 45 evrur á dag, eða um 6.500 krónur.“ Gunnar Valur bendir á mikilvægi þess að aðilar á markaði búi við sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar skil á sköttum. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir að tollayfirvöld hafi reynt að uppræta slíka starfsemi. „Þegar gert er út á það að undirbjóða og taka marga hópa til lengri tíma þá reynum við að stoppa það eins og við getum,“ segir Kári. Hann segir þó að erfitt geti reynst að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra hefur embættið á hendi öflugt eftirlit meðal annars með því að leggja mat á ábendingar sem berast. Embættið hefur hins vegar ekki heimild til að veita upplýsingar um einstaka mál. Gunnar Valur segir að málið sé nú í ferli hjá þar til bærum eftirlitsaðilum sem fara með málið samkvæmt gildandi lögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Um er að ræða rútur sem koma hingað til lands með Norrænu. „Það hefur viðgengist að erlendar rútur séu hér með erlenda starfsmenn en það sem er nýtt er að öll starfsemi hér á landi er varðar ferðamenn og flutning ferðamanna er virðisaukaskattskyld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann segir að samtökunum hafi borist ábendingar frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar séu starfandi hér á landi og greiði ekki virðisaukaskatt af þeirri starfsemi. Frá áramótum hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir og tekur skattskyldan jafnt til innlendra sem erlendra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um ýmis tollfríðindi er heimilt fyrir erlendar rútur að koma hingað til lands með tiltekinn hóp og fá þá akstursleyfi án greiðslu aðflutningsgjalda. Steinþór Ólafsson leiðsögumaður segir að mikið hafi borið á því að þeir erlendu aðilar sem koma hingað til lands stundi meiri starfsemi en heimilt er og taki marga hópa í hverri ferð, án þess að greiða tilskilin gjöld. Steinþór segir erlenda aðila undirbjóða íslenska markaðinn og að verð fyrir leigu á slíkum bílum sé töluvert lægra en gengur og gerist. „Launin eru líka mun lægri en við þekkjum hér, en einn bílstjóranna sagði mér að launin hans væru um 45 evrur á dag, eða um 6.500 krónur.“ Gunnar Valur bendir á mikilvægi þess að aðilar á markaði búi við sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar skil á sköttum. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir að tollayfirvöld hafi reynt að uppræta slíka starfsemi. „Þegar gert er út á það að undirbjóða og taka marga hópa til lengri tíma þá reynum við að stoppa það eins og við getum,“ segir Kári. Hann segir þó að erfitt geti reynst að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra hefur embættið á hendi öflugt eftirlit meðal annars með því að leggja mat á ábendingar sem berast. Embættið hefur hins vegar ekki heimild til að veita upplýsingar um einstaka mál. Gunnar Valur segir að málið sé nú í ferli hjá þar til bærum eftirlitsaðilum sem fara með málið samkvæmt gildandi lögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira