Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Birgir Olgeirsson skrifar 28. júní 2016 12:54 Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gær en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. Vísir/EPA „Við höfum ekki neinar fréttir af því að Íslendingar hafi verið handteknir eða að það hafi þurft að hafa afskipti af Íslendingum,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi embættis ríkislögreglustjóra, um hegðun Íslendina eftir sigurleik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Tjörvi var í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglufulltrúa frá Íslandi en hinir sex íslensku lögreglumennirnir voru í Nice. Tjörvi segir að eftir því sem næst verður komist hafi Íslendingar hegðað sér vel eftir leikinn.„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið.“Vísir/EPA„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið bæði varðandi klappið og hegðun,“ segir Tjörvi en Íslendingar hafa hegðað sér afar vel það sem af er móti. Stuðningsmenn enska liðsins hafa sumir verið þekktir fyrir að láta til sín taka eftir leiki en Tjörvi segir engar markverðar fréttir hafa borist af þeim eftir leik.Einhver ölvun hafi verið í borginni en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt til að koma í veg fyrir mikla ölvun og þeim látum og átökum sem henni geta fylgt. Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu vegna Bretanna að sögn Tjörva. Þær þjóðir sem þurfa að eiga við fótboltabullur séu með sinn viðbúnað en það hafi ekki verið í kringum þennan leik Íslands og Englands.Ekki þurfti að hafa mikil afskipti ef bresku stuðningsmönnunum sem eins og Íslendingar voru til fyrirmyndar heilt yfir.Vísir/EPA„Ef þetta eru tvær þjóðir með þekktar erjur sín á milli þá er kannski settur upp extra viðbúnaður en Ísland hefur þau áhrif á leikina að áhættumatið er lækkað og ætli við séum ekki draumaþjóðin á alla kanta.“ Hann segir stórkostlegt að vera Íslendingur í Frakklandi nú þegar árangur íslenska liðsins hefur vakið heimsathygli. Leikurinn var sýndur í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi þar sem Tjörvi missti að eigin sögn „kúlið“ þegar Íslendingar komust yfir. „Það vakti mikla kátínu nærstaddra.“ Ýmsir hafa komið upp að honum síðustu daga til að lýsa yfir stuðningi við liðið. „Maður er kominn í landkynningu hérna. Ég er spurður hvenær Laugavegurinn er opinn og hvort norðurljósin sjáist allan ársins hring,“ segir Tjörvi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við höfum ekki neinar fréttir af því að Íslendingar hafi verið handteknir eða að það hafi þurft að hafa afskipti af Íslendingum,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi embættis ríkislögreglustjóra, um hegðun Íslendina eftir sigurleik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Tjörvi var í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglufulltrúa frá Íslandi en hinir sex íslensku lögreglumennirnir voru í Nice. Tjörvi segir að eftir því sem næst verður komist hafi Íslendingar hegðað sér vel eftir leikinn.„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið.“Vísir/EPA„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið bæði varðandi klappið og hegðun,“ segir Tjörvi en Íslendingar hafa hegðað sér afar vel það sem af er móti. Stuðningsmenn enska liðsins hafa sumir verið þekktir fyrir að láta til sín taka eftir leiki en Tjörvi segir engar markverðar fréttir hafa borist af þeim eftir leik.Einhver ölvun hafi verið í borginni en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt til að koma í veg fyrir mikla ölvun og þeim látum og átökum sem henni geta fylgt. Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu vegna Bretanna að sögn Tjörva. Þær þjóðir sem þurfa að eiga við fótboltabullur séu með sinn viðbúnað en það hafi ekki verið í kringum þennan leik Íslands og Englands.Ekki þurfti að hafa mikil afskipti ef bresku stuðningsmönnunum sem eins og Íslendingar voru til fyrirmyndar heilt yfir.Vísir/EPA„Ef þetta eru tvær þjóðir með þekktar erjur sín á milli þá er kannski settur upp extra viðbúnaður en Ísland hefur þau áhrif á leikina að áhættumatið er lækkað og ætli við séum ekki draumaþjóðin á alla kanta.“ Hann segir stórkostlegt að vera Íslendingur í Frakklandi nú þegar árangur íslenska liðsins hefur vakið heimsathygli. Leikurinn var sýndur í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi þar sem Tjörvi missti að eigin sögn „kúlið“ þegar Íslendingar komust yfir. „Það vakti mikla kátínu nærstaddra.“ Ýmsir hafa komið upp að honum síðustu daga til að lýsa yfir stuðningi við liðið. „Maður er kominn í landkynningu hérna. Ég er spurður hvenær Laugavegurinn er opinn og hvort norðurljósin sjáist allan ársins hring,“ segir Tjörvi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent