Dísilvélasvindl Volkswagen kostar 1.875 milljarða í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 09:31 Það eru ekki litlir peningar sem dísilvélasvindl Volkswagen mun kosta fyrirtækið í Bandaríkjunum. Nú er kostnaður sá sem fellur á Volkswagen í Bandaríkjunum að koma í ljós vegna dísilvélasvindls þess. Svindlið vestanhafs varðar 475.000 bíla og þarf Volkswagen að bjóða eigendum þeirra að kaupa þá til baka. Kostnaður sem af því hlýst, auk sekta sem Volkswagen þarf að standa straum af nema stórvægilegri upphæð, eða 1.875 milljörðum króna. Heildarfjöldi þeirra bíla sem dísilvélasvindlið á við um allan heim er um 11 milljónir og því er hér aðeins um að ræða innan við 5% þeirra. Þó er ljóst að kostnaður Volkswagen vegna þeirra er lang mestur í Bandaríkjunum. Eigendur bílanna í Evrópu eru ekki sáttir við að þeim standi ekki sama sáttargjörð til boða og eigenda bílanna í Bandaríkjunum. Hver bíleigandi í Bandaríkjunum mun fá á bilinu 640.000 til 1.250.000 krónur í skaðabætur ef þeir ekki selja bíl sinn til Volkswagen aftur. Mismunurinn skýrist af mismunandi bílgerðum og stærð þeirra. Ef að margir af eigendum Vokswagen bílanna samþykkja bótagreiðslurnar frá Volkswagen og fyrirtækið þarf ekki að kaupa nema hluta þeirra til baka, mun kostnaður Volkswagen lækka mikið. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent
Nú er kostnaður sá sem fellur á Volkswagen í Bandaríkjunum að koma í ljós vegna dísilvélasvindls þess. Svindlið vestanhafs varðar 475.000 bíla og þarf Volkswagen að bjóða eigendum þeirra að kaupa þá til baka. Kostnaður sem af því hlýst, auk sekta sem Volkswagen þarf að standa straum af nema stórvægilegri upphæð, eða 1.875 milljörðum króna. Heildarfjöldi þeirra bíla sem dísilvélasvindlið á við um allan heim er um 11 milljónir og því er hér aðeins um að ræða innan við 5% þeirra. Þó er ljóst að kostnaður Volkswagen vegna þeirra er lang mestur í Bandaríkjunum. Eigendur bílanna í Evrópu eru ekki sáttir við að þeim standi ekki sama sáttargjörð til boða og eigenda bílanna í Bandaríkjunum. Hver bíleigandi í Bandaríkjunum mun fá á bilinu 640.000 til 1.250.000 krónur í skaðabætur ef þeir ekki selja bíl sinn til Volkswagen aftur. Mismunurinn skýrist af mismunandi bílgerðum og stærð þeirra. Ef að margir af eigendum Vokswagen bílanna samþykkja bótagreiðslurnar frá Volkswagen og fyrirtækið þarf ekki að kaupa nema hluta þeirra til baka, mun kostnaður Volkswagen lækka mikið.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent