Heimir: Smá hroki í þeirra uppstillingu Anton Ingi Leifsson skrifar 27. júní 2016 21:55 Heimir og Siggi Dúlla fagna, vísir/getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands, segir að sigur Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM hafi gengishækkað íslenskan fótbolta. „Verði ykkur öllum að góðu. Þetta var fyrir ykkur. Það er ekkert hægt að segja um þetta nema við erum glaðir," sagði Heimir í samtali við Pétur Marteinsson hjá Símanum í leikslok. „Ég sagði fyrir leikinn að ef þú vilt það besta úr lífinu þá verðura að vera tilbúinn þegar tækifærið kemur og þetta tækifæri var risa stórt. Strákarnir voru tilbúnir og ég held að þetta verði einn besti dagur í lífi þeirra og okkar allra." „Þeir eru að gengishækka íslenskan fótbolta gífurlega með þessum sigri og það eiga allir eftir að finna fyrir því. Allir íslenskir leikmenn, öll íslensk félög og allt íþrótta- og fótboltalíf á Íslandi. Þeir eru búnir að gera okkur gríðarlegan greiða þessir strákar." Enska liðið tefldi djarft og margir sóknarmenn voru í uppstillingunni þeirra. Heimir segir að það hafi verið smá hroki í þeirra uppstillingu. „Það var kannski smá hroki í uppstillingunni þeirra. Þeir eru með fjóra til fimm framherja og fáa varnarmenn í byrjunarliðinu og við vissum það ef við yrðum slakir á boltanum þá gætum við refsað þeim." „Þeir héldu áfram að hlaða framherjum inn á völlinn og mér fannst við halda þeim þægilega frá markinu. Ég var ekki eins stressaður í þessum leik eins og á móti Austurríki." Ragnar Sigurðsson átti rosalegan leik í miðri vörn Íslands. Hann skoraði annað mark liðsins og stoppaði svo hverja sóknina á fætur annari. Heimir hrósaði Ragnari í hástert. „Ef að þessi frammistaða verðskuldar ekki að það séu stærstu lið í heimi að skoða þennan dreng þá veit ég ekki hvað. Hann og Kári eru búnir að vera frábærir í þessari keppni, en ég hef sjaldan séð jafn góða frammistöðu hjá miðverði og hef ég séð þá nokkra." Framundan er risaleikur gegn gestgjöfunum í Frakklandi á sunnudaginn í París og Heimir er spenntur fyrir því. „Nú bara kemur annar stór leikur og annað tækifæri. Við höfum tíma til að undirbúa okkur fyrir það tækifæri. Vonandi verðum við tilbúnir í það líka. „Fyrst við gátum þetta þá verða allar hindranir miklu minni í huganum hjá öllum þegar sjálfstraust er komið og vinnusemi og dugnaður sem er í þessum strákum sem er banvæn blanda," sagði Heimir við Pétur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 21:22 Íslenskt sigurpartý fyrir utan Stade de Nice í kvöld | Myndband Já, þetta gerðist bara í alvörunni. Við sigruðum England. 27. júní 2016 22:30 Ísland komst yfir og Twitter vissi ekki hvað sneri upp né niður Það hefur vart farið framhjá nokkrum Íslendingi að fyrri hálfleikur í fyrsta útsláttarleik strákanna okkar á EM í fótbolta gekk nokkuð vel. 27. júní 2016 19:40 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands, segir að sigur Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM hafi gengishækkað íslenskan fótbolta. „Verði ykkur öllum að góðu. Þetta var fyrir ykkur. Það er ekkert hægt að segja um þetta nema við erum glaðir," sagði Heimir í samtali við Pétur Marteinsson hjá Símanum í leikslok. „Ég sagði fyrir leikinn að ef þú vilt það besta úr lífinu þá verðura að vera tilbúinn þegar tækifærið kemur og þetta tækifæri var risa stórt. Strákarnir voru tilbúnir og ég held að þetta verði einn besti dagur í lífi þeirra og okkar allra." „Þeir eru að gengishækka íslenskan fótbolta gífurlega með þessum sigri og það eiga allir eftir að finna fyrir því. Allir íslenskir leikmenn, öll íslensk félög og allt íþrótta- og fótboltalíf á Íslandi. Þeir eru búnir að gera okkur gríðarlegan greiða þessir strákar." Enska liðið tefldi djarft og margir sóknarmenn voru í uppstillingunni þeirra. Heimir segir að það hafi verið smá hroki í þeirra uppstillingu. „Það var kannski smá hroki í uppstillingunni þeirra. Þeir eru með fjóra til fimm framherja og fáa varnarmenn í byrjunarliðinu og við vissum það ef við yrðum slakir á boltanum þá gætum við refsað þeim." „Þeir héldu áfram að hlaða framherjum inn á völlinn og mér fannst við halda þeim þægilega frá markinu. Ég var ekki eins stressaður í þessum leik eins og á móti Austurríki." Ragnar Sigurðsson átti rosalegan leik í miðri vörn Íslands. Hann skoraði annað mark liðsins og stoppaði svo hverja sóknina á fætur annari. Heimir hrósaði Ragnari í hástert. „Ef að þessi frammistaða verðskuldar ekki að það séu stærstu lið í heimi að skoða þennan dreng þá veit ég ekki hvað. Hann og Kári eru búnir að vera frábærir í þessari keppni, en ég hef sjaldan séð jafn góða frammistöðu hjá miðverði og hef ég séð þá nokkra." Framundan er risaleikur gegn gestgjöfunum í Frakklandi á sunnudaginn í París og Heimir er spenntur fyrir því. „Nú bara kemur annar stór leikur og annað tækifæri. Við höfum tíma til að undirbúa okkur fyrir það tækifæri. Vonandi verðum við tilbúnir í það líka. „Fyrst við gátum þetta þá verða allar hindranir miklu minni í huganum hjá öllum þegar sjálfstraust er komið og vinnusemi og dugnaður sem er í þessum strákum sem er banvæn blanda," sagði Heimir við Pétur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 21:22 Íslenskt sigurpartý fyrir utan Stade de Nice í kvöld | Myndband Já, þetta gerðist bara í alvörunni. Við sigruðum England. 27. júní 2016 22:30 Ísland komst yfir og Twitter vissi ekki hvað sneri upp né niður Það hefur vart farið framhjá nokkrum Íslendingi að fyrri hálfleikur í fyrsta útsláttarleik strákanna okkar á EM í fótbolta gekk nokkuð vel. 27. júní 2016 19:40 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira
Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 21:22
Íslenskt sigurpartý fyrir utan Stade de Nice í kvöld | Myndband Já, þetta gerðist bara í alvörunni. Við sigruðum England. 27. júní 2016 22:30
Ísland komst yfir og Twitter vissi ekki hvað sneri upp né niður Það hefur vart farið framhjá nokkrum Íslendingi að fyrri hálfleikur í fyrsta útsláttarleik strákanna okkar á EM í fótbolta gekk nokkuð vel. 27. júní 2016 19:40
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45