Tap Aston Martin tvöfaldast Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 15:21 Hinn væntanlegi Aston Martin DBX jepplingur. Breski bílaframleiðandinn Aston Martin skilaði tapi fyrir árið 2015, fimmta árið í röð og nú hátt í tvöfalt meira tapi en árið áður. Nam tap Aston Martin fyrir árið í fyrra 21,2 milljarði, en tapið árið áður var 11,9 milljarðar króna. Aston Martin seldi alls 3.615 bíla í fyrra en 3.661 bíl árið áður. Í ár býst Aston Martin við að selja örlítið fleiri bíla en í fyrra og afrakstur þess verði betri með tilkomu nýs DB11 bíls. Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað hjá Aston Martin vegna nýja DBX jepplingsins og er verið að reisa nýja verksmiðju vegna hans í Wales. Aston Martin hefur eins og margur breskur bílaframleiðandinn ákallað bresku ríkisstjórnina að skapa iðnaðinum viðunandi starfsumhverfi í kjölfar brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, í hvers konar formi sem það getur orðið. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Breski bílaframleiðandinn Aston Martin skilaði tapi fyrir árið 2015, fimmta árið í röð og nú hátt í tvöfalt meira tapi en árið áður. Nam tap Aston Martin fyrir árið í fyrra 21,2 milljarði, en tapið árið áður var 11,9 milljarðar króna. Aston Martin seldi alls 3.615 bíla í fyrra en 3.661 bíl árið áður. Í ár býst Aston Martin við að selja örlítið fleiri bíla en í fyrra og afrakstur þess verði betri með tilkomu nýs DB11 bíls. Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað hjá Aston Martin vegna nýja DBX jepplingsins og er verið að reisa nýja verksmiðju vegna hans í Wales. Aston Martin hefur eins og margur breskur bílaframleiðandinn ákallað bresku ríkisstjórnina að skapa iðnaðinum viðunandi starfsumhverfi í kjölfar brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, í hvers konar formi sem það getur orðið.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent