Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2016 14:30 Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. Vísir/Getty Enskir fjölmiðlar eru undirlagðir umfjöllun um landsleik Íslands og Englands sem fram fer í Nice í kvöld í 16-liða úrslitum EM. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun þeirra er ljóst að þeir ætlist til þess að England vinni en takist það ekki verði Roy Hodgson, þjálfari liðsins, án vafa sagt upp störfum. Þó virðast enskir sérstaklega leggja áherslu á það að leikurinn fari ekki vítaspyrnukeppni enda hafa Englendir ekki riðum feitum hesti frá þeim í gegnum tíðina. Á vefsíðu The Guardian má finna grein sem ber yfirskriftina „England og vítaspyrnukeppnir: 20 ára sárindi sem gætu haldið áfram gegn Íslandi.“ Þar er gripið niður í kafla úr bók Ben Lyttleton um vítaspyrnur. Rifjað er upp að á í gær hafi verið 20 ár síðan England datt út úr undanúrslitum EM 1996 sem haldið var á Englandi. Liðið spilaði gegn Þýskalandi en á HM 1990 höfðu Englendingar einnig dottið út gegn Þjóðverjum í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum. Nú væri því tækifærið til þess að hefna. Staðan var 5-5 eftir fimm spyrnur á lið en fræg spyrna Gareth Southgate í bráðabana og örugg spyrna Andreas Möller gerði það að að verkum að Englendingar duttu út og síðan hafa þeir aldrei komist jafn nálægt því að vinna titil.#Eng and penalties: 20 years of hurt that could continue against #Isl. By @benlyt https://t.co/jVMuekx9jM pic.twitter.com/a7hrSjIwyi— Guardian sport (@guardian_sport) June 27, 2016 Pressan öll á Roy Hodgson Umfjöllun The Guardian fyrir leikinn er raunar mjög öflug. Líkt og Vísir hefur fjallað um birtist ítarleg leikgreining á leikstíl íslenska landsliðsins á vef The Guardian þar sem sagt er að helsti styrkleiki liðsins sé hversu vel okkar menn þekkist. Veikleikana megi þó finna á vinstri kantinum. Daniel Taylor, yfirmaður knattspyrnuumfjöllunar The Guardian, ritar einnig grein þar sem hann segir að Englendingar verði einfaldlega að vinna Íslendinga ella verði Roy Hodgson rekinn. „Ef til vill er besta leiðin til þess að átta sig á þeirri hættu sem Roy Hodgson og enska liðið stendur nú frammi fyrir að ímynda sér þau viðbrögð sem líta munu dagsins ljós tapi England,“ segir Taylor sem telur að tapi England muni það líklega verða vandræðalegasta tap í sögu enska landsliðsins. Þá fer The Guardian einnig yfir stuðningssöngva íslenskra stuðningsmanna sem vakið hafa verðskuldaða athygli og telur það lagið Ég er kominn heim „það skrýtnasta af þeim öllum.“#Euro2016: favourites #ENG must not underestimate #ISLhttps://t.co/2jeYAAfuYH— Guardian sport (@guardian_sport) June 27, 2016 Hvar er Andy Carrol? Á vefsíðu Telegraph skrifar Bradley Simmonds, fyrrverandi leikmaður ÍBV, um reynslu sína af því að hafa spilað á Íslandi. Hann segir að það sem hafi honum mest á óvart væri æfingaaðstaðan sem boðið var upp á í Eyjum en hann telur að hún sé sambærileg við það sem eitt af betri liðunum í ensku C-deildinni bjóði upp á en í grein sinni fer hann yfir kunnuglegar ástæður þess af hverju Íslandi gangi svona vel, þjálfun, innanhúshallir. Þið þekkið þetta. Telegraph fetar einnig í fótspor The Guardian og birtir ítarlega leikgreiningu á því hvernig England geti borið sigur úr bítum í kvöld. Að mati greinarhöfundar þarf enska liðið að bjóða íslenska liðinu að sækja svo betur megi brjóta niður ofurskipulagða vörn okkar manna. Þá þurfi kantmenn Englendinga að faðma hliðarlínuna til þess að teygja á vörninni auk þess sem að hann saknar Andy Carroll, framherja West Ham, sem ekki var valinn í landslið Englands. Á vef Mail Online eru hinir íslensku leikmenn kynntir fyrir enskum lesendum en auðvitað er því slegið upp að í liði Íslands sé leikstjóri sem leikstýrt hafi Eurovision-myndbandi fyrir Ísland.#ISL's stars include a film-maker and 'Thor'. Meet the men facing #ENG tonight https://t.co/pXTX7kzfhX pic.twitter.com/xdsBuTLWOn— MailOnline Sport (@MailSport) June 27, 2016 Einnig fjallar Mail Online um að enska landsliðið hafi skroppið í þægilega göngu um Nice en svo virðist að einhver heppinn stuðningsmaður íslenska landsliðsins hafi fengið góða bolamynd af sér með Roy Hodgson.#ENG take a stroll in the Nice sunshine as Roy Hodgson's side prepare for #ISL clash https://t.co/WgfufWs8BY pic.twitter.com/wlLg9c4GPw— MailOnline Sport (@MailSport) June 27, 2016 Á vef BBC spáir hinn getspaki Mark Lawrenson Englendingum 3-0 sigri en Phil McNulty, yfirmaður knattspyrnuumfjöllunar BBC, tekur í sama streng og kollegi sinn hjá The Guardian og segir að Roy Hodgson verði einfaldlega að næla í sigur, ella verði hann rekinn.Ljóst er því að öll pressan virðist vera á Englendingum í kvöld. Mikil spenna er fyrir leikinn og gríðarlegur áhugi. Um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum en leikurinn er stærri fjölmiðlaviðburður en viðureign Spánar og Ítalíu sem fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma í dag. 250 skrifandi blaðamenn verða á leik Íslands og Englands í kvöld og 100 ljósmyndarar. Auk þess verða 100 lýsendur frá 60 sjónvarpsstöðvum. Leikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Enskir fjölmiðlar eru undirlagðir umfjöllun um landsleik Íslands og Englands sem fram fer í Nice í kvöld í 16-liða úrslitum EM. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun þeirra er ljóst að þeir ætlist til þess að England vinni en takist það ekki verði Roy Hodgson, þjálfari liðsins, án vafa sagt upp störfum. Þó virðast enskir sérstaklega leggja áherslu á það að leikurinn fari ekki vítaspyrnukeppni enda hafa Englendir ekki riðum feitum hesti frá þeim í gegnum tíðina. Á vefsíðu The Guardian má finna grein sem ber yfirskriftina „England og vítaspyrnukeppnir: 20 ára sárindi sem gætu haldið áfram gegn Íslandi.“ Þar er gripið niður í kafla úr bók Ben Lyttleton um vítaspyrnur. Rifjað er upp að á í gær hafi verið 20 ár síðan England datt út úr undanúrslitum EM 1996 sem haldið var á Englandi. Liðið spilaði gegn Þýskalandi en á HM 1990 höfðu Englendingar einnig dottið út gegn Þjóðverjum í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum. Nú væri því tækifærið til þess að hefna. Staðan var 5-5 eftir fimm spyrnur á lið en fræg spyrna Gareth Southgate í bráðabana og örugg spyrna Andreas Möller gerði það að að verkum að Englendingar duttu út og síðan hafa þeir aldrei komist jafn nálægt því að vinna titil.#Eng and penalties: 20 years of hurt that could continue against #Isl. By @benlyt https://t.co/jVMuekx9jM pic.twitter.com/a7hrSjIwyi— Guardian sport (@guardian_sport) June 27, 2016 Pressan öll á Roy Hodgson Umfjöllun The Guardian fyrir leikinn er raunar mjög öflug. Líkt og Vísir hefur fjallað um birtist ítarleg leikgreining á leikstíl íslenska landsliðsins á vef The Guardian þar sem sagt er að helsti styrkleiki liðsins sé hversu vel okkar menn þekkist. Veikleikana megi þó finna á vinstri kantinum. Daniel Taylor, yfirmaður knattspyrnuumfjöllunar The Guardian, ritar einnig grein þar sem hann segir að Englendingar verði einfaldlega að vinna Íslendinga ella verði Roy Hodgson rekinn. „Ef til vill er besta leiðin til þess að átta sig á þeirri hættu sem Roy Hodgson og enska liðið stendur nú frammi fyrir að ímynda sér þau viðbrögð sem líta munu dagsins ljós tapi England,“ segir Taylor sem telur að tapi England muni það líklega verða vandræðalegasta tap í sögu enska landsliðsins. Þá fer The Guardian einnig yfir stuðningssöngva íslenskra stuðningsmanna sem vakið hafa verðskuldaða athygli og telur það lagið Ég er kominn heim „það skrýtnasta af þeim öllum.“#Euro2016: favourites #ENG must not underestimate #ISLhttps://t.co/2jeYAAfuYH— Guardian sport (@guardian_sport) June 27, 2016 Hvar er Andy Carrol? Á vefsíðu Telegraph skrifar Bradley Simmonds, fyrrverandi leikmaður ÍBV, um reynslu sína af því að hafa spilað á Íslandi. Hann segir að það sem hafi honum mest á óvart væri æfingaaðstaðan sem boðið var upp á í Eyjum en hann telur að hún sé sambærileg við það sem eitt af betri liðunum í ensku C-deildinni bjóði upp á en í grein sinni fer hann yfir kunnuglegar ástæður þess af hverju Íslandi gangi svona vel, þjálfun, innanhúshallir. Þið þekkið þetta. Telegraph fetar einnig í fótspor The Guardian og birtir ítarlega leikgreiningu á því hvernig England geti borið sigur úr bítum í kvöld. Að mati greinarhöfundar þarf enska liðið að bjóða íslenska liðinu að sækja svo betur megi brjóta niður ofurskipulagða vörn okkar manna. Þá þurfi kantmenn Englendinga að faðma hliðarlínuna til þess að teygja á vörninni auk þess sem að hann saknar Andy Carroll, framherja West Ham, sem ekki var valinn í landslið Englands. Á vef Mail Online eru hinir íslensku leikmenn kynntir fyrir enskum lesendum en auðvitað er því slegið upp að í liði Íslands sé leikstjóri sem leikstýrt hafi Eurovision-myndbandi fyrir Ísland.#ISL's stars include a film-maker and 'Thor'. Meet the men facing #ENG tonight https://t.co/pXTX7kzfhX pic.twitter.com/xdsBuTLWOn— MailOnline Sport (@MailSport) June 27, 2016 Einnig fjallar Mail Online um að enska landsliðið hafi skroppið í þægilega göngu um Nice en svo virðist að einhver heppinn stuðningsmaður íslenska landsliðsins hafi fengið góða bolamynd af sér með Roy Hodgson.#ENG take a stroll in the Nice sunshine as Roy Hodgson's side prepare for #ISL clash https://t.co/WgfufWs8BY pic.twitter.com/wlLg9c4GPw— MailOnline Sport (@MailSport) June 27, 2016 Á vef BBC spáir hinn getspaki Mark Lawrenson Englendingum 3-0 sigri en Phil McNulty, yfirmaður knattspyrnuumfjöllunar BBC, tekur í sama streng og kollegi sinn hjá The Guardian og segir að Roy Hodgson verði einfaldlega að næla í sigur, ella verði hann rekinn.Ljóst er því að öll pressan virðist vera á Englendingum í kvöld. Mikil spenna er fyrir leikinn og gríðarlegur áhugi. Um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum en leikurinn er stærri fjölmiðlaviðburður en viðureign Spánar og Ítalíu sem fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma í dag. 250 skrifandi blaðamenn verða á leik Íslands og Englands í kvöld og 100 ljósmyndarar. Auk þess verða 100 lýsendur frá 60 sjónvarpsstöðvum. Leikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30
Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti