Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 12:55 Þeir voru þó nokkrir kjósendurnir sem vildu sjá þennan mann sem næsta forseta. Vísir Samkvæmt lokatölum í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardaginn voru ógild atkvæði alls 1049. Vísir hafði samband við allar yfirkjörstjórnir í morgun og forvitnaðist um hvernig fólk var að ógilda seðilinn sinn en kjósendur hafa í gegnum tíðina notast við ýmsar forvitnilegar leiðir til að ógilda atkvæði. Þannig er mörgum eflaust minnisstæður kjósandinn sem kúkaði á atkvæðið sitt í fyrstu Alþingiskosningunum eftir hrun árið 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst gekk enginn kjósandi svo langt í þetta skiptið en í ljósi landsleiksins í kvöld og mikillar ástar þjóðarinnar á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck lék blaðamanni sérstaklega forvitni á að vita hvort hann hafi hlotið einhver atkvæði í kosningunum, en atkvæði er ógilt ef maður kýs einhvern annan en þá sem eru í framboði.Margrét Þórhildur með tvö atkvæði Skemmst er frá því að segja að uppáhalds-Svíi Íslendinga hlaut samtals vel á þriðja tug atkvæða. Einhverjir kjósendur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi vildu sjá Lars sem forseta og í Suðurkjördæmi hlaut Heimir Hallgrímsson einnig nokkur atkvæði en hann er eins og kunnugt er frá Vestmannaeyjum. Þá hlaut Margrét Þórhildur Danadrottning að minnsta kosti tvö atkvæði og einn kjósandi taldi að forsetakosningarnar væru með öllu ólögmætar þar sem það hefði í raun verið ólögmætt að stofna lýðveldi árið 1944.Blóm og hjörtu á kjörseðlum Merkja skal með x-i, hring eða vaffi við nafn þess frambjóðanda sem maður hyggst kjósa í kosningunum. Atkvæðið er ógilt ef kjósandi gerir eitthvað öðruvísi auðkennandi merki en nokkuð var um það í öllum kjördæmum að kjósendur væru að gera hjarta við nafn frambjóðenda, broskall eða jafnvel blóm. Slíkt ógilti atkvæðið í öllum tilfellum. Hvort þarna gæti einhverra áhrifa frá emoji-köllunum skal ósagt látið en það er vissulega falleg hugsun að setja hjarta við frambjóðandann sinn. Einnig var eitthvað um það að vísur kæmu upp úr kjörkössunum en engin þeirra var nógu góð til þess að fara með samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kosinn forseti á laugardag en hann verður á vellinum í Nice í kvöld þegar strákarnir okkar mæta uppáhaldsliði margra Íslendinga á stórmótum, Englandi. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Samkvæmt lokatölum í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardaginn voru ógild atkvæði alls 1049. Vísir hafði samband við allar yfirkjörstjórnir í morgun og forvitnaðist um hvernig fólk var að ógilda seðilinn sinn en kjósendur hafa í gegnum tíðina notast við ýmsar forvitnilegar leiðir til að ógilda atkvæði. Þannig er mörgum eflaust minnisstæður kjósandinn sem kúkaði á atkvæðið sitt í fyrstu Alþingiskosningunum eftir hrun árið 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst gekk enginn kjósandi svo langt í þetta skiptið en í ljósi landsleiksins í kvöld og mikillar ástar þjóðarinnar á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck lék blaðamanni sérstaklega forvitni á að vita hvort hann hafi hlotið einhver atkvæði í kosningunum, en atkvæði er ógilt ef maður kýs einhvern annan en þá sem eru í framboði.Margrét Þórhildur með tvö atkvæði Skemmst er frá því að segja að uppáhalds-Svíi Íslendinga hlaut samtals vel á þriðja tug atkvæða. Einhverjir kjósendur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi vildu sjá Lars sem forseta og í Suðurkjördæmi hlaut Heimir Hallgrímsson einnig nokkur atkvæði en hann er eins og kunnugt er frá Vestmannaeyjum. Þá hlaut Margrét Þórhildur Danadrottning að minnsta kosti tvö atkvæði og einn kjósandi taldi að forsetakosningarnar væru með öllu ólögmætar þar sem það hefði í raun verið ólögmætt að stofna lýðveldi árið 1944.Blóm og hjörtu á kjörseðlum Merkja skal með x-i, hring eða vaffi við nafn þess frambjóðanda sem maður hyggst kjósa í kosningunum. Atkvæðið er ógilt ef kjósandi gerir eitthvað öðruvísi auðkennandi merki en nokkuð var um það í öllum kjördæmum að kjósendur væru að gera hjarta við nafn frambjóðenda, broskall eða jafnvel blóm. Slíkt ógilti atkvæðið í öllum tilfellum. Hvort þarna gæti einhverra áhrifa frá emoji-köllunum skal ósagt látið en það er vissulega falleg hugsun að setja hjarta við frambjóðandann sinn. Einnig var eitthvað um það að vísur kæmu upp úr kjörkössunum en engin þeirra var nógu góð til þess að fara með samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kosinn forseti á laugardag en hann verður á vellinum í Nice í kvöld þegar strákarnir okkar mæta uppáhaldsliði margra Íslendinga á stórmótum, Englandi.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent