Fjöldi farþega sem kom til landsins í gærkvöldi og snemma í nótt þurfti að bíða klukkustundum saman eftir farangri sínum í Leifsstöð í nótt. Tafirnar má rekja til þess verið er að vinna að því að innleiða nýtt farangurskerfi.
RÚV greindi frá og ræddi við einn af farþegum sem bíða þurfti. Sagði hann að komusalurinn á Leifsstöð væri troðfullur vegna þess að enginn farangur hefði skilað sér til farþega sem voru að koma til landsins.
Samkvæmt upplýsingum frá Isavia má rekja tafirnar til þess að verið er að vinna að því að stækka komusalinn og innleiða nýtt farangurskerfi. Búið er að setja kerfið upp í brottfararsalnum en nú er unnið að því að tengja það við komusalinn og því séu aðeins tvö af þremur farangursböndum virk í einu.
Í gær og í nótt lentu 25 vélar frá klukkan 23 til tvö í nótt og því hafi kerfið, á minnkuðum afköstum vegna uppfærslunnar, ekki ráðið við fjöldann. Unnið er að því að skoða hvernig betur megi ráða við álagstíma þangað til búið er að setja upp kerfið en reiknað er með að það verði komið upp 6. júlí næstkomandi.
Erfiðlega gekk að afhenda farangur í Leifsstöð í nótt

Tengdar fréttir

Verulegar tafir um næstu mánaðamót þegar töskur verða flokkaðar handvirkt
Farþegar verða hvattir til að mæta þremur til fjórum tímum fyrir flug.