Stuðningsmenn Sturlu ráðvilltir, svekktir og sárir Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2016 10:31 Sturla var frambjóðandi lítilmagnans í þjóðfélaginu en veruleg vonbrigði eru nú meðal stuðningsmanna hans. visir/anton brink Þegar Facebook-síða Sturlu Jónssonar forsetaframbjóðanda, og stuðningsmannasíður hans eru skoðaðar má sjá að niðurstaða forsetakosninganna kemur stuðningsmönnum hans mörgum hverjum algerlega í opna skjöldu. Svo virðist sem hún hún sé ekki í nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann styðja. Og ýmsir telja hreinlega maðk í mysunni. Sturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu.Ein af mörgum könnunum sem Útvarp Saga birti en þar lá fyrir að Sturla yrði ofarlega í baráttunni um Bessastaði, og ýmsir töldu að hann yrði næsti forseti lýðveldisins.Stórfurðuleg niðurstaðaÞó Sturla hafi reynt að leyna vonbrigðum sínum í kosningasjónvarpi í nótt þá brjótast þau út á netinu. Alda Jónsdóttir talar fyrir munn margra þegar hún lýsir furðu sinni á Fb-síðu Sturlu: „Þó ekki sé komnar síðustu tölur þá sýnist það vera svo stórfurðulegt að þau atkvæði sem manni hefði fundist líklegt að mundu koma í hlut Sturlu og hann hafi verið búinn að vinna fyrir hafi skilað sér eitthvað allt annað. Og ég get bara alls ekki ímyndað mér HVERT.“ Og svo annað dæmi sé nefnt er hér vitnað í annan stuðningsmann, Gísla Garðarsson: „get ekki botnað í vitleysunni í þessari kosningu.... að þetta skuli í alvörunni vera raunin.... en Sturla Jónsson ég sagði það áður en að þú bauðst þig fram að ef að Óli ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þá værir þú eini maðurinn í verkið og ég held fast í þau orð, vona svo sannarlega að þetta sé ekki það síðasta sem maður sjái af þér í stjórnmálum hvort sem það er næstu kosningar eftir 4ár, þing kosningar eða hvað.“Kjörkassi með fölskum botni Og þegar niðurstaðan er ekki í nokkru samræmi við upplifun manna er eðlilegt að skýringa sé leitað: „Góðan daginn ágætu vinir og velunnarar hér á Facebook! Þá liggja úrslit forseta kosninga fyrir á landinu. Ég er með óbragð í munni. Takið eftir. Ég er með óbragð í munni eftir þessar kosningar. Mér finnst eitthvað gruggugt við þessi úrslit og því hvernig kosninga vélar flokkanna á Alþingi hafa malað og malað og malað,“ segir Valgeir Matthías Pálsson í upphafi ræðu sinnar. Hann er ósáttur. Og stuðningsmenn telja hreinlega maðk í mysunni. Halldór Gísli Sigurþórsson greinir frá eftirfarandi í athugsemdakerfi Sturlu: „Mér sem eftirlitsaðila fyrir Sturla Jónsson var ekki leyft að vera viðstaddur eftir lokun kjörstaðar í Hafnarfirði.“ Og þetta telja ýmsir í stuðningsmannaliði Sturlu benda til þess að brögð hafi verið í tafli. Halldór Gísli bætir við: „Ég fann einn kjörkassa með fölskum botni. Í því tilfelli var ekki verið að reyna að svindla en óvandað fólk hafði tækifæri til þess.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Þegar Facebook-síða Sturlu Jónssonar forsetaframbjóðanda, og stuðningsmannasíður hans eru skoðaðar má sjá að niðurstaða forsetakosninganna kemur stuðningsmönnum hans mörgum hverjum algerlega í opna skjöldu. Svo virðist sem hún hún sé ekki í nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann styðja. Og ýmsir telja hreinlega maðk í mysunni. Sturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu.Ein af mörgum könnunum sem Útvarp Saga birti en þar lá fyrir að Sturla yrði ofarlega í baráttunni um Bessastaði, og ýmsir töldu að hann yrði næsti forseti lýðveldisins.Stórfurðuleg niðurstaðaÞó Sturla hafi reynt að leyna vonbrigðum sínum í kosningasjónvarpi í nótt þá brjótast þau út á netinu. Alda Jónsdóttir talar fyrir munn margra þegar hún lýsir furðu sinni á Fb-síðu Sturlu: „Þó ekki sé komnar síðustu tölur þá sýnist það vera svo stórfurðulegt að þau atkvæði sem manni hefði fundist líklegt að mundu koma í hlut Sturlu og hann hafi verið búinn að vinna fyrir hafi skilað sér eitthvað allt annað. Og ég get bara alls ekki ímyndað mér HVERT.“ Og svo annað dæmi sé nefnt er hér vitnað í annan stuðningsmann, Gísla Garðarsson: „get ekki botnað í vitleysunni í þessari kosningu.... að þetta skuli í alvörunni vera raunin.... en Sturla Jónsson ég sagði það áður en að þú bauðst þig fram að ef að Óli ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þá værir þú eini maðurinn í verkið og ég held fast í þau orð, vona svo sannarlega að þetta sé ekki það síðasta sem maður sjái af þér í stjórnmálum hvort sem það er næstu kosningar eftir 4ár, þing kosningar eða hvað.“Kjörkassi með fölskum botni Og þegar niðurstaðan er ekki í nokkru samræmi við upplifun manna er eðlilegt að skýringa sé leitað: „Góðan daginn ágætu vinir og velunnarar hér á Facebook! Þá liggja úrslit forseta kosninga fyrir á landinu. Ég er með óbragð í munni. Takið eftir. Ég er með óbragð í munni eftir þessar kosningar. Mér finnst eitthvað gruggugt við þessi úrslit og því hvernig kosninga vélar flokkanna á Alþingi hafa malað og malað og malað,“ segir Valgeir Matthías Pálsson í upphafi ræðu sinnar. Hann er ósáttur. Og stuðningsmenn telja hreinlega maðk í mysunni. Halldór Gísli Sigurþórsson greinir frá eftirfarandi í athugsemdakerfi Sturlu: „Mér sem eftirlitsaðila fyrir Sturla Jónsson var ekki leyft að vera viðstaddur eftir lokun kjörstaðar í Hafnarfirði.“ Og þetta telja ýmsir í stuðningsmannaliði Sturlu benda til þess að brögð hafi verið í tafli. Halldór Gísli bætir við: „Ég fann einn kjörkassa með fölskum botni. Í því tilfelli var ekki verið að reyna að svindla en óvandað fólk hafði tækifæri til þess.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira