Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 01:40 Ólafur Ragnar gaf verðandi forseta heilræði í beinni útsendingu. vísir/anton „Ég held að þó enn eigi eftrir að telja talsvert þá segir reynslan okkur það að við getum óskað væntanlegum forseta til hamingju þó ég muni bíða með mínar formlegu óskir þar til öll atkvæði hafa verið talin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, í viðtali við RÚV nú fyrir skemmstu. Flest bendir til þess að Guðni Th. Jóhannesson verði forseti Íslands en hann leiðir þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum kjördæmum og aðrar og þriðju tölur úr sumum. Ólafur og Guðni eru kunnugir hvor öðrum en Guðni hefur í gegnum tíðina gefið út rit sem fjalla um forsetaembættið. „Ég þekki Guðna ágætlega sem fræðimann,“ sagði Ólafur. „Ég hef lesið yfir sum rita hans í handriti og ég tel mjög farsælt að embættinu gegni maður sem þekkir sögu þess, vanda forvera sinna og geti borið sig saman við þá. Þó er gott að hann hafi framtíðarsýn og gefi þjóðinni trú á að það sé góður kostur að vera Íslendingur.“ Forsetinn sagði að ef til þess kæmi myndi hann gefa eftirmanni sínum ráð væri þeirra óskað. Ólafur, sem hefur verið forseti frá árinu 1996, var áður en hann hlaut kjör virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Fyrst sem stjórnmálafræðiprófessor en síðar sem þingmaður, formaður stjórnmálaflokks og sem ráðherra. „Forseti verður að átta sig á því að eðli forsetaembættins er annað en annarra embætta. Forsetinn hefur ekki í kringum sig formlega samstarfs- eða trúnaðarmenn. Þó hann leiti ráða í erfiðum málum þá er ábyrgðin alltaf hans.“Niðurstaða kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið Ólafur brá sér í fornt hlutverk þegar hann greindi niðurstöður kosninganna. Hann sagði fagnaðarefni að á tækniöld, með alla þessa miðla, fjölmiðla og kannanir, þá léti fólk sér ekki segjast og tæki sjálfstæða ákvörðun. Frambjóðendur sem áður þóttu ólíklegir enda með talsvert fylgi. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt að forsetaembættið skipti ekki máli og það beri að leggja það niður. Fólkið í landinu hefur hins vegar sýnt fram á, með mikilli kjörsókn, að það skiptir það máli hver gegnir þessu embætti.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Ég held að þó enn eigi eftrir að telja talsvert þá segir reynslan okkur það að við getum óskað væntanlegum forseta til hamingju þó ég muni bíða með mínar formlegu óskir þar til öll atkvæði hafa verið talin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, í viðtali við RÚV nú fyrir skemmstu. Flest bendir til þess að Guðni Th. Jóhannesson verði forseti Íslands en hann leiðir þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum kjördæmum og aðrar og þriðju tölur úr sumum. Ólafur og Guðni eru kunnugir hvor öðrum en Guðni hefur í gegnum tíðina gefið út rit sem fjalla um forsetaembættið. „Ég þekki Guðna ágætlega sem fræðimann,“ sagði Ólafur. „Ég hef lesið yfir sum rita hans í handriti og ég tel mjög farsælt að embættinu gegni maður sem þekkir sögu þess, vanda forvera sinna og geti borið sig saman við þá. Þó er gott að hann hafi framtíðarsýn og gefi þjóðinni trú á að það sé góður kostur að vera Íslendingur.“ Forsetinn sagði að ef til þess kæmi myndi hann gefa eftirmanni sínum ráð væri þeirra óskað. Ólafur, sem hefur verið forseti frá árinu 1996, var áður en hann hlaut kjör virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Fyrst sem stjórnmálafræðiprófessor en síðar sem þingmaður, formaður stjórnmálaflokks og sem ráðherra. „Forseti verður að átta sig á því að eðli forsetaembættins er annað en annarra embætta. Forsetinn hefur ekki í kringum sig formlega samstarfs- eða trúnaðarmenn. Þó hann leiti ráða í erfiðum málum þá er ábyrgðin alltaf hans.“Niðurstaða kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið Ólafur brá sér í fornt hlutverk þegar hann greindi niðurstöður kosninganna. Hann sagði fagnaðarefni að á tækniöld, með alla þessa miðla, fjölmiðla og kannanir, þá léti fólk sér ekki segjast og tæki sjálfstæða ákvörðun. Frambjóðendur sem áður þóttu ólíklegir enda með talsvert fylgi. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt að forsetaembættið skipti ekki máli og það beri að leggja það niður. Fólkið í landinu hefur hins vegar sýnt fram á, með mikilli kjörsókn, að það skiptir það máli hver gegnir þessu embætti.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent