Móðir Arnórs Ingva svarar spurningunni hvort hetjan sé Keflvíkingur eða Njarðvíkingur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 09:30 Arnór Ingvi mætti í afmæli litla bróður síns Viktors Árna þann 5. júní en Viktor varð níu ára 6. júní. Að sjálfsögðu var fótbolti spilaður. Nafn hans er á allra vörum en hann hefur skotist upp á stjörnuhimininn á mettíma. Nafnið er Arnór Ingvi Traustason sem tryggði Íslendingum sigur gegn Austurríki á Stade de France á dögunum. Mark sem tugir milljóna hafa séð enda athyglin á íslenska liðinu mikil en lýsing Gumma Ben á markinu hefur gert það að verkum að markið hefur komið fyrir augu svo margra. Hetja var Arnór Ingvi og eins og gerist með hetjur vilja margir eiga eitthvað í hetjunum. Sumir höfðu alltaf trú á honum og spáðu glæstri framtíð, aðrir voru með honum í bekk eða áttu börn með honum í bekk, aðrir þekkja þann sem klippir hárið á honum og þannig mætti ltengi telja. Arnór Ingvi ásamt Viktori Árna bróður sínum á hjólabát í Annecy í Frakklandi. Raunveruleg dæmi eru þó í Reykjanesbæ þar sem Keflvíkingar og Njarðvíkingar keppast um hlutdeild í hinum 22 ára Arnóri Ingva. En hvort er það Keflvíkingurinn Arnór Ingvi eða Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi? „Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Una Kristín Stefánsdóttir, móðir Arnórs Inga. „En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“Þar með flækast málin. Arnór Ingvi byrjaði þriggja ára gamall að æfa fótbolta hjá Njarðvík þar sem Freyr Sverrisson var þjálfari. Una segir Frey hafa sinnt mikilvægu hlutverki í uppeldi Arnórs Ingva„Hann gekk í skóla í Keflavík og var aldrei í skóla í Njarðvík,“ segir Una en … „hann var í körfu í Njarðvík.“Arnór Ingvi hætti í körfu til að einbeita sér að fótboltanum og eftir fjórða flokk, þegar hann var 15 ára, skipti hann um félag.„Honum fannst hann þurfa meiri ögrun svo hann ákvað að fara yfir í Keflavík.“Arnór Ingvi í stuði eftir leikinn á Stade de France.Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að Keflvíkingar hafi verið með sterkara lið en Njarðvík. Liðið varð Íslandsmeistari í 3. flokki sumarið 2009 og vann b-deildina í 2. flokki sumarið 2010. Þar var Arnór Ingvi á yngsta ári en samt fastamaður í byrjunarliði. Athyglisvert er að báðir titlarnir unnust á markatölu.Hinn sautján ára gamli þreytti líka frumraun sína með meistaraflokki Keflavíkur sumarið 2010, aðeins sautján ára. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum og opnaði markareikning sinn í efstu deild með marki í 4-1 sigri á ÍBV í lokaumferðinni.Arnór Ingvi var lykilmaður í liði Keflavíku í Pepsi-deildinni sumurin 2011, 2012 og 2013 áður en atvinnumennskan bankaði á dyrnar.En hvort er Arnór Ingvi þá Njarðvíkingur eða Keflvíkingur?„Ég held að hann sé bara ekta Reyknesbæingur,“ segir Una Kristín móðir hans. „Ég held hann líti helst þannig á það sjálfur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Nafn hans er á allra vörum en hann hefur skotist upp á stjörnuhimininn á mettíma. Nafnið er Arnór Ingvi Traustason sem tryggði Íslendingum sigur gegn Austurríki á Stade de France á dögunum. Mark sem tugir milljóna hafa séð enda athyglin á íslenska liðinu mikil en lýsing Gumma Ben á markinu hefur gert það að verkum að markið hefur komið fyrir augu svo margra. Hetja var Arnór Ingvi og eins og gerist með hetjur vilja margir eiga eitthvað í hetjunum. Sumir höfðu alltaf trú á honum og spáðu glæstri framtíð, aðrir voru með honum í bekk eða áttu börn með honum í bekk, aðrir þekkja þann sem klippir hárið á honum og þannig mætti ltengi telja. Arnór Ingvi ásamt Viktori Árna bróður sínum á hjólabát í Annecy í Frakklandi. Raunveruleg dæmi eru þó í Reykjanesbæ þar sem Keflvíkingar og Njarðvíkingar keppast um hlutdeild í hinum 22 ára Arnóri Ingva. En hvort er það Keflvíkingurinn Arnór Ingvi eða Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi? „Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Una Kristín Stefánsdóttir, móðir Arnórs Inga. „En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“Þar með flækast málin. Arnór Ingvi byrjaði þriggja ára gamall að æfa fótbolta hjá Njarðvík þar sem Freyr Sverrisson var þjálfari. Una segir Frey hafa sinnt mikilvægu hlutverki í uppeldi Arnórs Ingva„Hann gekk í skóla í Keflavík og var aldrei í skóla í Njarðvík,“ segir Una en … „hann var í körfu í Njarðvík.“Arnór Ingvi hætti í körfu til að einbeita sér að fótboltanum og eftir fjórða flokk, þegar hann var 15 ára, skipti hann um félag.„Honum fannst hann þurfa meiri ögrun svo hann ákvað að fara yfir í Keflavík.“Arnór Ingvi í stuði eftir leikinn á Stade de France.Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að Keflvíkingar hafi verið með sterkara lið en Njarðvík. Liðið varð Íslandsmeistari í 3. flokki sumarið 2009 og vann b-deildina í 2. flokki sumarið 2010. Þar var Arnór Ingvi á yngsta ári en samt fastamaður í byrjunarliði. Athyglisvert er að báðir titlarnir unnust á markatölu.Hinn sautján ára gamli þreytti líka frumraun sína með meistaraflokki Keflavíkur sumarið 2010, aðeins sautján ára. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum og opnaði markareikning sinn í efstu deild með marki í 4-1 sigri á ÍBV í lokaumferðinni.Arnór Ingvi var lykilmaður í liði Keflavíku í Pepsi-deildinni sumurin 2011, 2012 og 2013 áður en atvinnumennskan bankaði á dyrnar.En hvort er Arnór Ingvi þá Njarðvíkingur eða Keflvíkingur?„Ég held að hann sé bara ekta Reyknesbæingur,“ segir Una Kristín móðir hans. „Ég held hann líti helst þannig á það sjálfur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00
Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33