Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2016 12:00 Ísland eins og Leicester? vísir/vilhelm „Stuðningsmenn Englands önduðu léttar þegar enska liðið komst hjá því að mæta Cristiano Ronaldo og Portúgal í 16 liða úrslitum EM og fékk í staðinn Ísland sem skoraði sigurmark í uppbótartíma gegn Austurríki.“ Svona byrjar grein á vef Sky Sports þar sem enska landsliðið er varað við því að Ísland gæti verið Leicester Evrópumótsins og þar af leiðandi staðið uppi sem óvæntur sigurvegari. Ísland er minnsta þjóðin sem kemst á stórmót í sögunni en á Íslandi búa aðeins 330.000 manns. Það eru jafnmargir og í Leicester sem stóð uppi sem afar óvæntur enskur meistari á síðustu leiktíð. Sky Sports bendir á að margt sé líkt með liðunum.Lars Lagerbäck er þrautreyndur eins og Claudio Ranieri.Vísir/VilhelmÍsland og LeicesterReyndir þjálfarar: Fáir höfðu trú á Ítalanum Claudio Ranieri þegar hann tók við Leicester en hann kom öllum á óvart og gerði Leicester að meistara í fyrsta sinn í sögunni. Reynsla hans vó þungt en hann er 64 ára gamall. Lars Lagerbäck er einnig eldri en tvævetur í bransanum en hann er 67 ára gamall.Sagan: Hvorki Leicester né Ísland átti sér ríka fótboltasögu áður en enska liðið tók sig til og vann ensku úrvalsdeildina. Leicester hafði unnið þrjá deildabikara í 131 árs sögu félagsins áður en það varð enskur meistair. Ísland komst ekki á 40 stórmót í röð frá 1974 til 2014 áður en það tryggði sér sæti á EM 2016.Strákarnir okkar eru ekki mikið með boltann en eru enn ósigraðir.Vísir/vilhelmVarnarleikurinn: Á vellinum sjálfum eru liðin keimlík að mati Sky Sports. Af 20 liðum í ensku úrvalsdeildinni var Leicester í 17. sæti þegar kom að því að vera með boltann eða 42,5 prósent og sendingarprósentan var aðeins 70,5 prósent. Ísland er í 23. af 24. sæti þegar kemur að því að halda boltanum en íslenska liðið hefur verið með boltann 34,3 prósent í leikjunum að meðaltali. Þá er sendingaprósentan aðeins 60,9 prósent. Samt er liðið ósigrað á mótinu.Liðsandinn: Claudio Ranieri lýsti liðsandanum í Leicester á síðustu leiktíð sem þeim besta sem hann hafði upplifað á sínum langa ferli og hann er eins hjá Íslandi. Á blaðamannafundi Íslands í gær sagði Theodór Elmar Bjarnason: „Þetta sýnir hvað lið geta gert þegar liðsandinn er góður og enginn er að spila fyrir sjálfan sig. Það er ótrúlegt að vera hluti af þessu liði og ég er virkilega stoltur. Það er magnað að spila með góðvinum mínum sem ég spilaði fyrst með í U17 ára landsliðinu.“Leicester á sínar störnur og Ísland sinn Gylfa Þór.vísir/afpStjörnurnar: Liðsandinn er lykilinn á bakvið árangur Íslands og Leicester að því fram kemur í úttekt Sky Sports en bæði lið eru þó með einstaklingsgæði sem ekki má hleyma. Leicester með Jamie Vardy, Riyad Mahrez og N'Golo Kante á meðan Ísland treystir á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi er búinn að skora fjórtán mörk í 41 landsleik og var markahæstur í undankeppninni með sex mörk. Gylfi er líka stórhættulegur í föstum leikatriðum.Engin pressa: Claudio Ranieri gerði lítið annað allt síðasta tímabil í ensku úrvalsdeildinni en að segja að Leicester gæti aldrei unnið titilinn. Ísland er líka að spila pressulaust enda býst enginn við að íslenska liðið geri nokkurn skapaðan hlut á þessu móti. Öll pressan er á Englandi í næsta leik íslenska liðsins.Ástríðufullir stuðningsmenn: Ranieri þakkaði stuðningsmönnum Leicester sérstaklega fyrir stuðninginn á síðustu leiktíð og sagði þá stóra ástæðu fyrir velgengni liðsins. Evrópu hefur svo sannarlega fengið að kynnast íslenskum stuðningsmönnum sem hafa sett sinn svip á Evrópmótið með frábærum stuðningi og mikilli gleði.Alla úttektina má lesa hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Slóveni dæmir leik Englands og Íslands Einn fremsti dómari Evrópu heldur um flautuna hjá strákunum okkar í Nice. 25. júní 2016 08:12 Næsta brekka reynst of brött fyrir Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck hefur þrisvar í sex tilraunum komið liði upp úr riðli á Evrópumóti eða í heimsmeistarakeppni en hann hefur aldrei farið í gegnum fyrsta leik í útsláttarkeppni. Hann reynir nú í fjórða sinn. 25. júní 2016 07:00 Harry Kane um leikinn gegn Íslandi: „Furðulegir hlutir gerast í fótbolta“ Framherji enska landsliðsins vill að sínir menn verði á tánum gegn Íslandi í Nice á mándagskvöldið. 25. júní 2016 08:06 Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu blaðamannafund íslenska liðsins í Annecy fyrir leikinn gegn Englandi. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
„Stuðningsmenn Englands önduðu léttar þegar enska liðið komst hjá því að mæta Cristiano Ronaldo og Portúgal í 16 liða úrslitum EM og fékk í staðinn Ísland sem skoraði sigurmark í uppbótartíma gegn Austurríki.“ Svona byrjar grein á vef Sky Sports þar sem enska landsliðið er varað við því að Ísland gæti verið Leicester Evrópumótsins og þar af leiðandi staðið uppi sem óvæntur sigurvegari. Ísland er minnsta þjóðin sem kemst á stórmót í sögunni en á Íslandi búa aðeins 330.000 manns. Það eru jafnmargir og í Leicester sem stóð uppi sem afar óvæntur enskur meistari á síðustu leiktíð. Sky Sports bendir á að margt sé líkt með liðunum.Lars Lagerbäck er þrautreyndur eins og Claudio Ranieri.Vísir/VilhelmÍsland og LeicesterReyndir þjálfarar: Fáir höfðu trú á Ítalanum Claudio Ranieri þegar hann tók við Leicester en hann kom öllum á óvart og gerði Leicester að meistara í fyrsta sinn í sögunni. Reynsla hans vó þungt en hann er 64 ára gamall. Lars Lagerbäck er einnig eldri en tvævetur í bransanum en hann er 67 ára gamall.Sagan: Hvorki Leicester né Ísland átti sér ríka fótboltasögu áður en enska liðið tók sig til og vann ensku úrvalsdeildina. Leicester hafði unnið þrjá deildabikara í 131 árs sögu félagsins áður en það varð enskur meistair. Ísland komst ekki á 40 stórmót í röð frá 1974 til 2014 áður en það tryggði sér sæti á EM 2016.Strákarnir okkar eru ekki mikið með boltann en eru enn ósigraðir.Vísir/vilhelmVarnarleikurinn: Á vellinum sjálfum eru liðin keimlík að mati Sky Sports. Af 20 liðum í ensku úrvalsdeildinni var Leicester í 17. sæti þegar kom að því að vera með boltann eða 42,5 prósent og sendingarprósentan var aðeins 70,5 prósent. Ísland er í 23. af 24. sæti þegar kemur að því að halda boltanum en íslenska liðið hefur verið með boltann 34,3 prósent í leikjunum að meðaltali. Þá er sendingaprósentan aðeins 60,9 prósent. Samt er liðið ósigrað á mótinu.Liðsandinn: Claudio Ranieri lýsti liðsandanum í Leicester á síðustu leiktíð sem þeim besta sem hann hafði upplifað á sínum langa ferli og hann er eins hjá Íslandi. Á blaðamannafundi Íslands í gær sagði Theodór Elmar Bjarnason: „Þetta sýnir hvað lið geta gert þegar liðsandinn er góður og enginn er að spila fyrir sjálfan sig. Það er ótrúlegt að vera hluti af þessu liði og ég er virkilega stoltur. Það er magnað að spila með góðvinum mínum sem ég spilaði fyrst með í U17 ára landsliðinu.“Leicester á sínar störnur og Ísland sinn Gylfa Þór.vísir/afpStjörnurnar: Liðsandinn er lykilinn á bakvið árangur Íslands og Leicester að því fram kemur í úttekt Sky Sports en bæði lið eru þó með einstaklingsgæði sem ekki má hleyma. Leicester með Jamie Vardy, Riyad Mahrez og N'Golo Kante á meðan Ísland treystir á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi er búinn að skora fjórtán mörk í 41 landsleik og var markahæstur í undankeppninni með sex mörk. Gylfi er líka stórhættulegur í föstum leikatriðum.Engin pressa: Claudio Ranieri gerði lítið annað allt síðasta tímabil í ensku úrvalsdeildinni en að segja að Leicester gæti aldrei unnið titilinn. Ísland er líka að spila pressulaust enda býst enginn við að íslenska liðið geri nokkurn skapaðan hlut á þessu móti. Öll pressan er á Englandi í næsta leik íslenska liðsins.Ástríðufullir stuðningsmenn: Ranieri þakkaði stuðningsmönnum Leicester sérstaklega fyrir stuðninginn á síðustu leiktíð og sagði þá stóra ástæðu fyrir velgengni liðsins. Evrópu hefur svo sannarlega fengið að kynnast íslenskum stuðningsmönnum sem hafa sett sinn svip á Evrópmótið með frábærum stuðningi og mikilli gleði.Alla úttektina má lesa hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Slóveni dæmir leik Englands og Íslands Einn fremsti dómari Evrópu heldur um flautuna hjá strákunum okkar í Nice. 25. júní 2016 08:12 Næsta brekka reynst of brött fyrir Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck hefur þrisvar í sex tilraunum komið liði upp úr riðli á Evrópumóti eða í heimsmeistarakeppni en hann hefur aldrei farið í gegnum fyrsta leik í útsláttarkeppni. Hann reynir nú í fjórða sinn. 25. júní 2016 07:00 Harry Kane um leikinn gegn Íslandi: „Furðulegir hlutir gerast í fótbolta“ Framherji enska landsliðsins vill að sínir menn verði á tánum gegn Íslandi í Nice á mándagskvöldið. 25. júní 2016 08:06 Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu blaðamannafund íslenska liðsins í Annecy fyrir leikinn gegn Englandi. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Slóveni dæmir leik Englands og Íslands Einn fremsti dómari Evrópu heldur um flautuna hjá strákunum okkar í Nice. 25. júní 2016 08:12
Næsta brekka reynst of brött fyrir Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck hefur þrisvar í sex tilraunum komið liði upp úr riðli á Evrópumóti eða í heimsmeistarakeppni en hann hefur aldrei farið í gegnum fyrsta leik í útsláttarkeppni. Hann reynir nú í fjórða sinn. 25. júní 2016 07:00
Harry Kane um leikinn gegn Íslandi: „Furðulegir hlutir gerast í fótbolta“ Framherji enska landsliðsins vill að sínir menn verði á tánum gegn Íslandi í Nice á mándagskvöldið. 25. júní 2016 08:06
Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu blaðamannafund íslenska liðsins í Annecy fyrir leikinn gegn Englandi. 25. júní 2016 09:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann