Ólafur Arnalds og Baddi Z við tökur á tónlistarmynd Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. júní 2016 16:41 Ólafur Arnalds og Baddi Z verða við tökur á myndinni Islandsongs næstu sjö vikur. Vísir/Marínó Thorlacius/Vilhelm Nú standa yfir upptökur á tónlistarmyndinni Island Song sem er samstarfsverkefni Ólafs Arnalds tónlistarmanns og Baldvin Z leikstjóra. Parið hefur valið sjö áfangastaði á Íslandi og er einn staður heimsóttur í hverri viku. Þar vinnur Ólafur lag með vel völdu tónlistarfólki frá hverjum stað sem áætlað er að gefa út eitt í einu vikulega næstu sjö vikurnar. „Þetta er hugmynd sem gekk upphaflega út á það að fara og taka upp lög á flottum stöðum um landið. Svo datt mér í hug að fá alltaf einhvern með mér í hvert lag,“ útskýrir Ólafur um tilurð verkefnisins. „Þá geri ég tónlistina en svo vinnum við hana saman á staðnum. Hugmyndin er að búa til mynd sem sýnir tónlistarmenningu landsins sem er oft þannig að þeir sem vinna kaupfélaginu eru kannski snillingar þó fáir viti af því.“ Fyrsti gestur pabbi Ásgeirs Trausta Upptökur á fyrsta laginu eru klárar en þar vann Ólafur með Einari Georg á Hvammstanga en hann er faðir tónlistarmanna Ásgeirs Trausta og Þorsteins úr Hjálmum og hefur samið texta þeirra þekktustu laga. Lagið sem hann og Ólafur unnu saman heitir Árbakkinn og kemur út á mánudag.Stutt myndband sem sýnir hluta af gerð þess lags má sjá hér fyrir neðan en myndbandið verður sýnt í heild sinni á Vísi á mánudag.Á heimasíðunni Islandsongs.is má sjá hvaða staði þeir félagar munu heimsækja næstu vikuna en þeir vilja ekkert gefa upp um það strax hverjum Ólafur ætlar að vinna með.Vísir/Islandsongs.isLeita að sérstöku fólki„Við erum að leita að sérstöku fólki. Við erum ekkert að binda okkur við það að þetta sé úr þeirri tónlist sem ég kem en samt líka. Við munum til dæmis vinna með kór og Sinfóníusveit Norðurlands á Akureyri, poppsöngvurum og organistum. Það verða engir þeir sömu og ég hef verið að vinna með áður.“ Myndin er unnin fyrir Universal sem gefur tónlist Ólafs út um allan heim. Stefnt er á að myndin verði tilbúin í október en áhugasamir geta fylgst með gangi mála á Facebook-síðu Ólafs sem og á sérstakri heimasíðu verkefnisins Islandsongs.is. Birt verða þar myndbönd en einnig verða beinar útsendingar frá upptökum sendar í gegnum Facebook síðuna. Stefnt er á að tónlistarmyndin verði frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum víðs vegar um heim samtímis. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þeir félagar Baddi Z og Ólafur Arnalds vinna saman. Ólafur hefur hingað til séð um tónlist við kvikmyndir Badda, bæði Vonarstræti og fyrstu mynd leikstjórans Óróa. Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Ólafur Arnalds og Arnór Dan með einstaka útgáfu af laginu Say My Name Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Arnór Dan hafa gefið frá sér ábreiðu af laginu Say My Name sem sveitin Destiny's Child gerði heimsfrægt árið 1999. 17. maí 2016 12:30 Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær. 6. maí 2016 13:14 Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Ólafur Arnalds lét verðlaunafé íslensku bjartsýnisverðlaunanna renna til Barna- og unglingadeildar Landspítalans. 13. mars 2016 17:13 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Nú standa yfir upptökur á tónlistarmyndinni Island Song sem er samstarfsverkefni Ólafs Arnalds tónlistarmanns og Baldvin Z leikstjóra. Parið hefur valið sjö áfangastaði á Íslandi og er einn staður heimsóttur í hverri viku. Þar vinnur Ólafur lag með vel völdu tónlistarfólki frá hverjum stað sem áætlað er að gefa út eitt í einu vikulega næstu sjö vikurnar. „Þetta er hugmynd sem gekk upphaflega út á það að fara og taka upp lög á flottum stöðum um landið. Svo datt mér í hug að fá alltaf einhvern með mér í hvert lag,“ útskýrir Ólafur um tilurð verkefnisins. „Þá geri ég tónlistina en svo vinnum við hana saman á staðnum. Hugmyndin er að búa til mynd sem sýnir tónlistarmenningu landsins sem er oft þannig að þeir sem vinna kaupfélaginu eru kannski snillingar þó fáir viti af því.“ Fyrsti gestur pabbi Ásgeirs Trausta Upptökur á fyrsta laginu eru klárar en þar vann Ólafur með Einari Georg á Hvammstanga en hann er faðir tónlistarmanna Ásgeirs Trausta og Þorsteins úr Hjálmum og hefur samið texta þeirra þekktustu laga. Lagið sem hann og Ólafur unnu saman heitir Árbakkinn og kemur út á mánudag.Stutt myndband sem sýnir hluta af gerð þess lags má sjá hér fyrir neðan en myndbandið verður sýnt í heild sinni á Vísi á mánudag.Á heimasíðunni Islandsongs.is má sjá hvaða staði þeir félagar munu heimsækja næstu vikuna en þeir vilja ekkert gefa upp um það strax hverjum Ólafur ætlar að vinna með.Vísir/Islandsongs.isLeita að sérstöku fólki„Við erum að leita að sérstöku fólki. Við erum ekkert að binda okkur við það að þetta sé úr þeirri tónlist sem ég kem en samt líka. Við munum til dæmis vinna með kór og Sinfóníusveit Norðurlands á Akureyri, poppsöngvurum og organistum. Það verða engir þeir sömu og ég hef verið að vinna með áður.“ Myndin er unnin fyrir Universal sem gefur tónlist Ólafs út um allan heim. Stefnt er á að myndin verði tilbúin í október en áhugasamir geta fylgst með gangi mála á Facebook-síðu Ólafs sem og á sérstakri heimasíðu verkefnisins Islandsongs.is. Birt verða þar myndbönd en einnig verða beinar útsendingar frá upptökum sendar í gegnum Facebook síðuna. Stefnt er á að tónlistarmyndin verði frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum víðs vegar um heim samtímis. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þeir félagar Baddi Z og Ólafur Arnalds vinna saman. Ólafur hefur hingað til séð um tónlist við kvikmyndir Badda, bæði Vonarstræti og fyrstu mynd leikstjórans Óróa.
Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Ólafur Arnalds og Arnór Dan með einstaka útgáfu af laginu Say My Name Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Arnór Dan hafa gefið frá sér ábreiðu af laginu Say My Name sem sveitin Destiny's Child gerði heimsfrægt árið 1999. 17. maí 2016 12:30 Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær. 6. maí 2016 13:14 Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Ólafur Arnalds lét verðlaunafé íslensku bjartsýnisverðlaunanna renna til Barna- og unglingadeildar Landspítalans. 13. mars 2016 17:13 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Ólafur Arnalds og Arnór Dan með einstaka útgáfu af laginu Say My Name Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Arnór Dan hafa gefið frá sér ábreiðu af laginu Say My Name sem sveitin Destiny's Child gerði heimsfrægt árið 1999. 17. maí 2016 12:30
Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær. 6. maí 2016 13:14
Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Ólafur Arnalds lét verðlaunafé íslensku bjartsýnisverðlaunanna renna til Barna- og unglingadeildar Landspítalans. 13. mars 2016 17:13
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“