EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2016 08:00 Sigurmark í uppbótartíma og að leikurinn var flautaður af var of mikið í einu. vísir/vilhelm Ég er enn að reyna að átta mig á hvað gerðist á þessum tíu mínútum eftir að pólski dómarinn flautaði til leiksloka á Stade de France á miðvikudagskvöldið eftir að Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki. Það var eiginlega of mikið að skora sigurmarkið og að leikurinn var flautaður af á sama tíma. Maður var enn að reyna að fagna markinu þegar allt í einu átti maður líka að fara að fagna sigrinum og þeirri staðreynd að strákarnir væru komnir í 16 liða úrslitin. Að sjá liðið gjörsamlega bilast og fara svo til stuðningsmannanna 10.000 og syngja og klappa með þeim eftir þennan sögulega sigur er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allir sem voru þarna hljóta að vera sammála.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánVið blaðamennirnir fögnuðum ekkert minna en hinn almenni stuðningsmaður í bláu í stúkunni. Við hoppuðum, öskruðum og lögðumst allir í faðma enda höldum við ekkert minna með þessu liði en aðrir. Við algjörlega biluðumst og voru fagnaðarlætin svo mikið að aðrir fréttamenn í stúkunni voru byrjaðir að taka myndbönd af okkur. Það fagna allir árangri íslenska liðsins. Ég gat varla rölt tíu metra á leið minni í viðtöl eftir leikinn án þess að erlendur blaðamaður eða sparkspekingur vildi taka í höndina á mér og óska mér til hamingju eins og ég væri búinn að afreka eitthvað. Það finnst öllum þetta geggjuð saga og það réttilega. Íslendingar fögnuðu svo eftir leik eins og Íslendingum sæmir. Hótelið okkar var í götunni þar sem íslensku stuðningsmennirnir mættu fyrir leik og margir þeirra komu aftur að Moulin Rouge eftir leik. Þar var sungið og trallað langt fram á nótt og í raun morgun.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum.Vísir/VilhelmVið blaðamennirnir þurftum að fara snemma að sofa enda var lest til baka til Annecy klukkan 6.30. Maður rétt náði tveggja tíma svefni þarna sem var eins og blundur og fjórum tímum síðar vorum við mættir aftur í vinnuna í Annecy að spjalla við þjálfarana. Dagurinn var sá lengsti á ævi minni en líka sá besti. Þegar við röltum út af hótelinu klukkan 6.30 voru að sjálfsögðu nokkrir Íslendingar enn á fótum. Þrír meistarar sem báru sigur úr býtum í djamminu reyndu að standa í fæturnar og fara yfir heimsmálin. Það var ekki sála á götunni fyrir utan þessa þrjá herramenn. Íslendingar eru nefnilega ólseigir bæði í íþróttum og að djamma. Strákarnir okkar lögðu allt sitt í að ná þessum frábæru úrslitum gegn Austurríki sem varð til þess að við mætum loksins Englandi og stuðningsmennirnir okkar tryggðu að París mun muna eftir þeim. Þvílíkur dagur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00 Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30 Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Ég er enn að reyna að átta mig á hvað gerðist á þessum tíu mínútum eftir að pólski dómarinn flautaði til leiksloka á Stade de France á miðvikudagskvöldið eftir að Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki. Það var eiginlega of mikið að skora sigurmarkið og að leikurinn var flautaður af á sama tíma. Maður var enn að reyna að fagna markinu þegar allt í einu átti maður líka að fara að fagna sigrinum og þeirri staðreynd að strákarnir væru komnir í 16 liða úrslitin. Að sjá liðið gjörsamlega bilast og fara svo til stuðningsmannanna 10.000 og syngja og klappa með þeim eftir þennan sögulega sigur er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allir sem voru þarna hljóta að vera sammála.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánVið blaðamennirnir fögnuðum ekkert minna en hinn almenni stuðningsmaður í bláu í stúkunni. Við hoppuðum, öskruðum og lögðumst allir í faðma enda höldum við ekkert minna með þessu liði en aðrir. Við algjörlega biluðumst og voru fagnaðarlætin svo mikið að aðrir fréttamenn í stúkunni voru byrjaðir að taka myndbönd af okkur. Það fagna allir árangri íslenska liðsins. Ég gat varla rölt tíu metra á leið minni í viðtöl eftir leikinn án þess að erlendur blaðamaður eða sparkspekingur vildi taka í höndina á mér og óska mér til hamingju eins og ég væri búinn að afreka eitthvað. Það finnst öllum þetta geggjuð saga og það réttilega. Íslendingar fögnuðu svo eftir leik eins og Íslendingum sæmir. Hótelið okkar var í götunni þar sem íslensku stuðningsmennirnir mættu fyrir leik og margir þeirra komu aftur að Moulin Rouge eftir leik. Þar var sungið og trallað langt fram á nótt og í raun morgun.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum.Vísir/VilhelmVið blaðamennirnir þurftum að fara snemma að sofa enda var lest til baka til Annecy klukkan 6.30. Maður rétt náði tveggja tíma svefni þarna sem var eins og blundur og fjórum tímum síðar vorum við mættir aftur í vinnuna í Annecy að spjalla við þjálfarana. Dagurinn var sá lengsti á ævi minni en líka sá besti. Þegar við röltum út af hótelinu klukkan 6.30 voru að sjálfsögðu nokkrir Íslendingar enn á fótum. Þrír meistarar sem báru sigur úr býtum í djamminu reyndu að standa í fæturnar og fara yfir heimsmálin. Það var ekki sála á götunni fyrir utan þessa þrjá herramenn. Íslendingar eru nefnilega ólseigir bæði í íþróttum og að djamma. Strákarnir okkar lögðu allt sitt í að ná þessum frábæru úrslitum gegn Austurríki sem varð til þess að við mætum loksins Englandi og stuðningsmennirnir okkar tryggðu að París mun muna eftir þeim. Þvílíkur dagur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00 Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30 Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00
Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30
Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00