60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 19:45 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta heldur áfram að brjóta blað í sögu EM. Ekki nóg með að vera að þreyta frumraun sína og vera smæsta þjóðin frá upphafi til að taka þátt er hún aðeins sú þriðja í sögunni sem tapar ekki leik í riðlakeppninni á sínu fyrsta Evrópumóti. „Ég vissi þetta ekki en skemmtileg tölfræði. Þetta sýnir nú mest bara karakterinn hjá þessum strákum sem við eigum og hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig fyrir árangur er eitthvað til eftirbreytni fyrir alla. Það er gott fyrir alla að sjá sem stunda fótbolta að viljinn ber mann ansi langt,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við íþróttadeild 365. Sigurmarkið í leiknum skoraði Arnór Ingvi Traustason í uppbótartíma en það sem hefur vakið athygli í markinu er magnaður sprettur Birkis Bjarnasonar sem er búinn að spila allar mínútur Íslands á mótinu. „Það sem er svo skemmtilegt við þessa síðustu sókn er að Birkir hafði það í sér að taka 60 metra sprett í lokin. Þessi 60 metra sprettur, eins erfiður og hann var fyrir Birki, keypti okkur tveggja daga frí. Við getum hrósað okkur fyrir það, að hann keypti tveggja daga frí handa öllum með því að leggja á sig þennan sprett ásamt Elmari og Arnóri Ingva,“ segir Heimir. Skiptingarnar gengu frábærlega upp hjá þjálfurunum en þeir Theodór Elmar Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason skiluðu allir frábæru framlagi sem stuðlaði að sigri Íslands. „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum. Þeir komu inn á með rétt hugarfar. Þeir voru kúl og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn,“ segir Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy Strákarnir í landsliðinu sýndu Lars Lagerbäck myndskeiðið sem fór út um alla heimsbyggðina eftir leik Íslands og Austurríkis í gær. 23. júní 2016 19:15 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn Austurríki í gær. 23. júní 2016 14:15 Aðallýsandi BBC velur Hannes í úrvalslið sitt Guy Mowbray, einn þekktasti knattspyrnulýsandi Bretlands, var fenginn til að velja úrvalslið riðlakeppninnar á EM 2016 fyrir BBC. 23. júní 2016 18:00 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta heldur áfram að brjóta blað í sögu EM. Ekki nóg með að vera að þreyta frumraun sína og vera smæsta þjóðin frá upphafi til að taka þátt er hún aðeins sú þriðja í sögunni sem tapar ekki leik í riðlakeppninni á sínu fyrsta Evrópumóti. „Ég vissi þetta ekki en skemmtileg tölfræði. Þetta sýnir nú mest bara karakterinn hjá þessum strákum sem við eigum og hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig fyrir árangur er eitthvað til eftirbreytni fyrir alla. Það er gott fyrir alla að sjá sem stunda fótbolta að viljinn ber mann ansi langt,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við íþróttadeild 365. Sigurmarkið í leiknum skoraði Arnór Ingvi Traustason í uppbótartíma en það sem hefur vakið athygli í markinu er magnaður sprettur Birkis Bjarnasonar sem er búinn að spila allar mínútur Íslands á mótinu. „Það sem er svo skemmtilegt við þessa síðustu sókn er að Birkir hafði það í sér að taka 60 metra sprett í lokin. Þessi 60 metra sprettur, eins erfiður og hann var fyrir Birki, keypti okkur tveggja daga frí. Við getum hrósað okkur fyrir það, að hann keypti tveggja daga frí handa öllum með því að leggja á sig þennan sprett ásamt Elmari og Arnóri Ingva,“ segir Heimir. Skiptingarnar gengu frábærlega upp hjá þjálfurunum en þeir Theodór Elmar Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason skiluðu allir frábæru framlagi sem stuðlaði að sigri Íslands. „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum. Þeir komu inn á með rétt hugarfar. Þeir voru kúl og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn,“ segir Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy Strákarnir í landsliðinu sýndu Lars Lagerbäck myndskeiðið sem fór út um alla heimsbyggðina eftir leik Íslands og Austurríkis í gær. 23. júní 2016 19:15 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn Austurríki í gær. 23. júní 2016 14:15 Aðallýsandi BBC velur Hannes í úrvalslið sitt Guy Mowbray, einn þekktasti knattspyrnulýsandi Bretlands, var fenginn til að velja úrvalslið riðlakeppninnar á EM 2016 fyrir BBC. 23. júní 2016 18:00 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy Strákarnir í landsliðinu sýndu Lars Lagerbäck myndskeiðið sem fór út um alla heimsbyggðina eftir leik Íslands og Austurríkis í gær. 23. júní 2016 19:15
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn Austurríki í gær. 23. júní 2016 14:15
Aðallýsandi BBC velur Hannes í úrvalslið sitt Guy Mowbray, einn þekktasti knattspyrnulýsandi Bretlands, var fenginn til að velja úrvalslið riðlakeppninnar á EM 2016 fyrir BBC. 23. júní 2016 18:00
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22
Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45
Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki