Ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 24. júní 2016 10:30 Lói – þú flýgur aldrei einn, er ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Mynd/GunHil Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri og framleiðandi myndarinnar Lói – þú flýgur aldrei einn, segir ferlið ganga vel. Fréttablaðið/Ernir. Hugmyndin að handritinu kemur frá Friðriki Erlingssyni, handritshöfundi teiknimyndarinnar. Friðrik bjó á Eyrarbakka og fylgdist mikið með fuglunum í fjörunni, það er óhætt að segja að þar hafi hugmyndin að handriti myndarinnar kviknað,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðamaður spurður út í íslensku teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn, sem frumsýnd verður um jólin 2017. Myndin er ein sú allra dýrasta sem gerð hefur verið hér á landi, en framleiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna. Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson, frumkvöðlar í tölvuteiknimyndagerð á Íslandi, framleiða myndina ásamt belgíska fyrirtækinu Cyborn sem hefur mikla reynslu í framleiðslu á tölvugerðu teiknimyndaefni. „Árið 2012 stofnuðum við Gunnar teiknimyndafyrirtækið GunHil en áður höfðum við félagarnir unnið teiknimyndirnar Litla lirfan ljóta, Anna og skapsveiflurnar og Hetjur Valhallar – Þór. Lói er mynd í stærri kantinum og það er frábært að fá fyrirtæki eins og Cyborn með okkur í lið. Þeir eru miklir reynsluboltar í þessum bransa ásamt því að vera mjög framarlega í stafrænni hreyfimyndavinnslu,“ segir Hilmar.Lói þarf að takast á við harðan vetur og grimma óvini í myndinni. Mynd/GunHilEn um hvað fjallar Lói? „Lói – þú flýgur aldrei einn segir frá litlum lóuunga hér á Íslandi. Hann afar erfitt uppdráttar og er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann þarf því að takast á við harðan vetur, grimma óvini og önnur vandamál,“ segir Hilmar. Að búa til teiknimynd er langt og flókið vinnsluferli og er þolinmæði stór partur af ferlinu sem spannar nokkur ár. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir myndinni ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. „Þetta lofar mjög góðu, við höfum fengið frábær viðbrögð og ferlið gengur vel. Ferlið er langt en mjög skemmtilegt og hefst á því að teikna upp persónur og umhverfi myndarinnar,“ segir Hilmar og bætir við að sem stendur séu þeir að vinna í hreyfimyndagerðinni, eða kvikun eins og það er kallað á íslensku, en það ferli snýst um að hreyfa myndina til. Þar sem þetta er alþjóðlegt verkefni, eru raddirnar fyrst teknar upp á ensku og fór hljóðupptaka fram í London í lok apríl. Umsjón með hljóðsetningu hefur Gunnar Árnason hljóðupptökustjóri en Atli Örvarsson sér um tónlistina í myndinni. „Þýska fyrirtækið ARRI Worldsales fer með heimssölurétt á myndinni og hefur hún verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum til yfir þrjátíu landa. Átján þeirra landa hafa ákveðið að talsetja teiknimyndina á sínu eigin tungumáli og líklega verða þau fleiri. Enn hefur ekki verið ákveðið hverjir koma til með að talsetja teiknimyndina á íslensku en það mun þó skýrast von bráðar,“ segir Hilmar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri og framleiðandi myndarinnar Lói – þú flýgur aldrei einn, segir ferlið ganga vel. Fréttablaðið/Ernir. Hugmyndin að handritinu kemur frá Friðriki Erlingssyni, handritshöfundi teiknimyndarinnar. Friðrik bjó á Eyrarbakka og fylgdist mikið með fuglunum í fjörunni, það er óhætt að segja að þar hafi hugmyndin að handriti myndarinnar kviknað,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðamaður spurður út í íslensku teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn, sem frumsýnd verður um jólin 2017. Myndin er ein sú allra dýrasta sem gerð hefur verið hér á landi, en framleiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna. Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson, frumkvöðlar í tölvuteiknimyndagerð á Íslandi, framleiða myndina ásamt belgíska fyrirtækinu Cyborn sem hefur mikla reynslu í framleiðslu á tölvugerðu teiknimyndaefni. „Árið 2012 stofnuðum við Gunnar teiknimyndafyrirtækið GunHil en áður höfðum við félagarnir unnið teiknimyndirnar Litla lirfan ljóta, Anna og skapsveiflurnar og Hetjur Valhallar – Þór. Lói er mynd í stærri kantinum og það er frábært að fá fyrirtæki eins og Cyborn með okkur í lið. Þeir eru miklir reynsluboltar í þessum bransa ásamt því að vera mjög framarlega í stafrænni hreyfimyndavinnslu,“ segir Hilmar.Lói þarf að takast á við harðan vetur og grimma óvini í myndinni. Mynd/GunHilEn um hvað fjallar Lói? „Lói – þú flýgur aldrei einn segir frá litlum lóuunga hér á Íslandi. Hann afar erfitt uppdráttar og er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann þarf því að takast á við harðan vetur, grimma óvini og önnur vandamál,“ segir Hilmar. Að búa til teiknimynd er langt og flókið vinnsluferli og er þolinmæði stór partur af ferlinu sem spannar nokkur ár. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir myndinni ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. „Þetta lofar mjög góðu, við höfum fengið frábær viðbrögð og ferlið gengur vel. Ferlið er langt en mjög skemmtilegt og hefst á því að teikna upp persónur og umhverfi myndarinnar,“ segir Hilmar og bætir við að sem stendur séu þeir að vinna í hreyfimyndagerðinni, eða kvikun eins og það er kallað á íslensku, en það ferli snýst um að hreyfa myndina til. Þar sem þetta er alþjóðlegt verkefni, eru raddirnar fyrst teknar upp á ensku og fór hljóðupptaka fram í London í lok apríl. Umsjón með hljóðsetningu hefur Gunnar Árnason hljóðupptökustjóri en Atli Örvarsson sér um tónlistina í myndinni. „Þýska fyrirtækið ARRI Worldsales fer með heimssölurétt á myndinni og hefur hún verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum til yfir þrjátíu landa. Átján þeirra landa hafa ákveðið að talsetja teiknimyndina á sínu eigin tungumáli og líklega verða þau fleiri. Enn hefur ekki verið ákveðið hverjir koma til með að talsetja teiknimyndina á íslensku en það mun þó skýrast von bráðar,“ segir Hilmar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira