Grátlegasta tap bílaframleiðanda í sögu Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2016 14:40 Ökumaður Toyota bílsins trúir ekki eigin augum. Þegar örfáar mínútur voru eftir af 24 klukkustunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi um síðustu helgi var bíll Toyota með forystuna og allt stefndi í fyrsta sigur bílaframleiðanda frá Japan síðan Mazda vann keppnina árið 1991. Þá bilaði loftslanga milli forþjöppu og keflablásara bíls Toyota og bíll frá Porsche sigldi framúr og hafði sigur rétt eins og í fyrra. Aldrei í sögu keppninnar hefur munað svo litlu og tilvonandi sigurbíll eins nálægt sigri og nú. Toyota menn er ennþá að velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis og munu sannarlega tryggja það að þessi bilun verði ekki til þess að fella liðið aftur. Á endanum tókst að hluta til að gera við bíl Toyota og hann silaðist í mark en þar sem það tók bílinn meira en 6 mínútur að klára síðasta hringinn var bíllinn dæmdur úr leik. Grátlegra getur það hreinlega ekki orðið. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Þegar örfáar mínútur voru eftir af 24 klukkustunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi um síðustu helgi var bíll Toyota með forystuna og allt stefndi í fyrsta sigur bílaframleiðanda frá Japan síðan Mazda vann keppnina árið 1991. Þá bilaði loftslanga milli forþjöppu og keflablásara bíls Toyota og bíll frá Porsche sigldi framúr og hafði sigur rétt eins og í fyrra. Aldrei í sögu keppninnar hefur munað svo litlu og tilvonandi sigurbíll eins nálægt sigri og nú. Toyota menn er ennþá að velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis og munu sannarlega tryggja það að þessi bilun verði ekki til þess að fella liðið aftur. Á endanum tókst að hluta til að gera við bíl Toyota og hann silaðist í mark en þar sem það tók bílinn meira en 6 mínútur að klára síðasta hringinn var bíllinn dæmdur úr leik. Grátlegra getur það hreinlega ekki orðið.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent