Ætlar að afnema verðtrygginguna nái hann kjöri en ella fara að vinna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2016 13:57 Sturla Jónsson vísir „Þetta er áleiðis, svona áður en ég baka þetta,“ segir forsetaframbjóðandinn Sturla Jónsson í samtali við Vísi. Sturla mælist með 2,5 prósent fylgi í nýrri könnunn Fréttablaðsins sem birtist í dag. Sturla verður því þátttakandi í kappræðum Stöðvar 2, sem fram fara í kvöld, ásamt Andra Snæ Magnasyni, Davíð Oddssyni, Guðna Th. Jóhannessyni og Höllu Tómasdóttur. „Ég veit samt ekki hvað er að marka þessa könnun. 65 ára og eldri eru aldrei teknir með í svona kannanir. Ég held ég eigi mun meiri stuðning,“ segir Sturla. Máli sínu til stuðnings vísar hann í kannanir Hringbrautar og Útvarps Sögu auk mælinga sem orðið hafa á vegi hans á Facebook. „Í þeim könnunum er ég að mælast með allt að fjörutíu prósent fylgi. Ég spái ekki of í slíkum könnunum. Það sem skiptir mestu máli er þegar það er talið upp úr kössunum.“ Á döfinni hjá Sturlu er undirbúningur fyrir kappræðurnar í kvöld á Stöð 2 og á morgun hjá RÚV. Síðan eru fjöldamörg viðtöl áætluð í dag, þar á meðal á Útvarpi Sögu. „Ef ég næ kjöri hugsa ég að fyrstu dagarnir fari í að vera í stuttri starfskynningu hjá Ólafi og starfsfólki forsetaembættisins,“ segir Sturla aðspurður um sitt fyrsta embættisverk. „Síðan þegar ég hef verið vígður í embættið mun ég tafarlaust hefja vinnu við að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar. Öll viljum við hana burt.“ Fari það svo að Sturla nái ekki kjöri ætlar hann heldur ekki að sitja auðum höndum. „Þá byrja ég bara að finna mér vinnu. Það er nóg til af henni handa mér,“ segir Sturla að lokum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Tók eitt sinn flugferð í torfærukeppni Sturla Jónsson tekur Forsetaáskorun Vísis. 24. júní 2016 11:00 Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Þetta er áleiðis, svona áður en ég baka þetta,“ segir forsetaframbjóðandinn Sturla Jónsson í samtali við Vísi. Sturla mælist með 2,5 prósent fylgi í nýrri könnunn Fréttablaðsins sem birtist í dag. Sturla verður því þátttakandi í kappræðum Stöðvar 2, sem fram fara í kvöld, ásamt Andra Snæ Magnasyni, Davíð Oddssyni, Guðna Th. Jóhannessyni og Höllu Tómasdóttur. „Ég veit samt ekki hvað er að marka þessa könnun. 65 ára og eldri eru aldrei teknir með í svona kannanir. Ég held ég eigi mun meiri stuðning,“ segir Sturla. Máli sínu til stuðnings vísar hann í kannanir Hringbrautar og Útvarps Sögu auk mælinga sem orðið hafa á vegi hans á Facebook. „Í þeim könnunum er ég að mælast með allt að fjörutíu prósent fylgi. Ég spái ekki of í slíkum könnunum. Það sem skiptir mestu máli er þegar það er talið upp úr kössunum.“ Á döfinni hjá Sturlu er undirbúningur fyrir kappræðurnar í kvöld á Stöð 2 og á morgun hjá RÚV. Síðan eru fjöldamörg viðtöl áætluð í dag, þar á meðal á Útvarpi Sögu. „Ef ég næ kjöri hugsa ég að fyrstu dagarnir fari í að vera í stuttri starfskynningu hjá Ólafi og starfsfólki forsetaembættisins,“ segir Sturla aðspurður um sitt fyrsta embættisverk. „Síðan þegar ég hef verið vígður í embættið mun ég tafarlaust hefja vinnu við að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar. Öll viljum við hana burt.“ Fari það svo að Sturla nái ekki kjöri ætlar hann heldur ekki að sitja auðum höndum. „Þá byrja ég bara að finna mér vinnu. Það er nóg til af henni handa mér,“ segir Sturla að lokum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Tók eitt sinn flugferð í torfærukeppni Sturla Jónsson tekur Forsetaáskorun Vísis. 24. júní 2016 11:00 Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Tók eitt sinn flugferð í torfærukeppni Sturla Jónsson tekur Forsetaáskorun Vísis. 24. júní 2016 11:00
Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00
Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00