Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2016 14:15 Lars Lagerbäck á æfingunni í dag. Vísir/Getty Það var létt yfir Lars Lagerbäck í sumarhitanum í Annecy í gær en íslenska landsliðið hafði þá nýlokið æfingu sinni á æfingasvæðinu í bænum. Þar með hófst formlegur undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á EM á mánudag. Það sæti var tryggt eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í gær. „Þetta var skref fram á við,“ sagði Lagerbäck um leikinn í gær. „Það sem við höfum gert vel allt mótið var áfram got thjá okkur og hvað sóknarleikinn varðar þá var framför í honum hjá okkur.“ Sjá einnig: Heimir: Menn voru bara að missa sig Hann segir að leikurinn hafi byrjað vel en þegar strákarnir hafi komist yfir hafi liðið fallið í of djúpan varnarleik. „Þá varð erfitt fyrir okkur að halda boltanu. En þær skiptingar sem við gerðum komu með meiri kraft og þeir leikmenn voru klókir. Ég verð þó að hrósa öllum leikmönnum okkar. Þeir stóðu sig virkilega vel allan leikinn.“ Austurríki stillti upp með þriggja manna vörn í upphafi leiks sem kom mörgum á óvart. Ísland komst þá yfir og Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, breytti í 4-3-3 í seinni hálfleik. Það bar góðan árangur þar sem að Austurríki spilaði sinn besta hálfleik á mótinu, náði að jafna metin og setja mikla pressu á íslensku vörnina. Sjá einnig: Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað „Sú breyting sem gerð var í hálfleik kom mér ekki á óvart. Það getur allt gerst í fótbolta og þeir urðu að sækja annað mark. Enda kom meiri kraftur í sóknina hjá þeim.“ Sigurmark Arnór Ingva Traustasonar í lokin þýðir að Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitunum og spilar ekki fyrr en á mánudag. Til samanburðar má nefna að Portúgal, sem hafnaði í þriðja sæti F-riðils, spilar við Króatíu á laugardag. „Ég öfunda Portúgal alls ekki. Það er í raun ekki hægt að meta hversu dýrmætt það er að fá auka tvo daga í hvíld. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Lagerbäck var mikið spurður af erlendum fjölmiðlamönnum um íslenska ævintýrið og hversu langt Ísland getur farið á mótinu. „Það er erfitt að segja. Þetta er sama klisjan og alltaf. Nú einbeitum við okkur að Englandi og leikmenn fara í endurheimt. En við munum reyna að vinna leikinn. Ég hef alltaf sagt að það sé raunhæfur möguleiki að vinna hvern sem er. Hversu stór hann er veit svo enginn.“ „Englendingar eru með gott lið og miðað við það sem ég hef séð af þeim hafa þeir helst verið í vandræðum með að nýta færin sín.“ Og hann er viss um að íslenska landsliðið getur valdið því enska vandræðum. „Hversu miklum verður bara að koma í ljós. Við munum allavega reyna.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Það var létt yfir Lars Lagerbäck í sumarhitanum í Annecy í gær en íslenska landsliðið hafði þá nýlokið æfingu sinni á æfingasvæðinu í bænum. Þar með hófst formlegur undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á EM á mánudag. Það sæti var tryggt eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í gær. „Þetta var skref fram á við,“ sagði Lagerbäck um leikinn í gær. „Það sem við höfum gert vel allt mótið var áfram got thjá okkur og hvað sóknarleikinn varðar þá var framför í honum hjá okkur.“ Sjá einnig: Heimir: Menn voru bara að missa sig Hann segir að leikurinn hafi byrjað vel en þegar strákarnir hafi komist yfir hafi liðið fallið í of djúpan varnarleik. „Þá varð erfitt fyrir okkur að halda boltanu. En þær skiptingar sem við gerðum komu með meiri kraft og þeir leikmenn voru klókir. Ég verð þó að hrósa öllum leikmönnum okkar. Þeir stóðu sig virkilega vel allan leikinn.“ Austurríki stillti upp með þriggja manna vörn í upphafi leiks sem kom mörgum á óvart. Ísland komst þá yfir og Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, breytti í 4-3-3 í seinni hálfleik. Það bar góðan árangur þar sem að Austurríki spilaði sinn besta hálfleik á mótinu, náði að jafna metin og setja mikla pressu á íslensku vörnina. Sjá einnig: Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað „Sú breyting sem gerð var í hálfleik kom mér ekki á óvart. Það getur allt gerst í fótbolta og þeir urðu að sækja annað mark. Enda kom meiri kraftur í sóknina hjá þeim.“ Sigurmark Arnór Ingva Traustasonar í lokin þýðir að Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitunum og spilar ekki fyrr en á mánudag. Til samanburðar má nefna að Portúgal, sem hafnaði í þriðja sæti F-riðils, spilar við Króatíu á laugardag. „Ég öfunda Portúgal alls ekki. Það er í raun ekki hægt að meta hversu dýrmætt það er að fá auka tvo daga í hvíld. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Lagerbäck var mikið spurður af erlendum fjölmiðlamönnum um íslenska ævintýrið og hversu langt Ísland getur farið á mótinu. „Það er erfitt að segja. Þetta er sama klisjan og alltaf. Nú einbeitum við okkur að Englandi og leikmenn fara í endurheimt. En við munum reyna að vinna leikinn. Ég hef alltaf sagt að það sé raunhæfur möguleiki að vinna hvern sem er. Hversu stór hann er veit svo enginn.“ „Englendingar eru með gott lið og miðað við það sem ég hef séð af þeim hafa þeir helst verið í vandræðum með að nýta færin sín.“ Og hann er viss um að íslenska landsliðið getur valdið því enska vandræðum. „Hversu miklum verður bara að koma í ljós. Við munum allavega reyna.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48
Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45