Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 11:30 Wayne Rooney er fyrirliði Englands í dag. vísir/epa Íslenska landsiðið í fótbolta mætir því enska í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice á mánudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir að strákarnir okkar unnu Austurríki á Stade de France í gær og tryggðu sér annað sætið í F-riðli. England missti af fysta sætinu í B-riðli í lokaumferðinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu en líklega eru enskir bara hæstánægðir með þau úrslit í dag. Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum á fótboltavellinum og í bæði skiptin var um vináttuleik að ræða. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Laugardalsvelli árið 1982 en svo vann England annan vináttuleik liðanna á City of Manchester Stadium í Manchester, 6-1, í júní 2004. Enska landsliðið var þá að undirbúa sig fyrir EM 2004 í Portúgal en á þessum tíma var Wayne Rooney skærasta ungstirnið sem komið hafði upp í enskum fótbolta. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, annað þeirra með frábæru skoti sem Árni Gautur Arason réð ekki við. Rooney fór svo með enska liðinu á EM og var alveg frábær en hann meiddist í undanúrslitunum þar sem England féll að sjálfsögðu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn gestgjöfum Portúgals. Þessi leikur Englands og Íslands var nokkuð sérstakur því íslensku leikmennirnir máttu ekki tækla þá ensku þar sem þeir óttuðust um að meiðast. Wayne Rooney er í dag fyrirliði enska landsliðsins og markahæstur þess í sögunni en hann mun leiða England út á völlinn í Nice á mánudagskvöldið. Markið hans magnaða fyrir tólf árum má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).It's 12 years since #ENG's last game against #ISL – a 6-1 win in which @WayneRooney scored twice. https://t.co/xt5nQ2yXSA— England (@England) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 "Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Íslenska landsiðið í fótbolta mætir því enska í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice á mánudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir að strákarnir okkar unnu Austurríki á Stade de France í gær og tryggðu sér annað sætið í F-riðli. England missti af fysta sætinu í B-riðli í lokaumferðinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu en líklega eru enskir bara hæstánægðir með þau úrslit í dag. Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum á fótboltavellinum og í bæði skiptin var um vináttuleik að ræða. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Laugardalsvelli árið 1982 en svo vann England annan vináttuleik liðanna á City of Manchester Stadium í Manchester, 6-1, í júní 2004. Enska landsliðið var þá að undirbúa sig fyrir EM 2004 í Portúgal en á þessum tíma var Wayne Rooney skærasta ungstirnið sem komið hafði upp í enskum fótbolta. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, annað þeirra með frábæru skoti sem Árni Gautur Arason réð ekki við. Rooney fór svo með enska liðinu á EM og var alveg frábær en hann meiddist í undanúrslitunum þar sem England féll að sjálfsögðu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn gestgjöfum Portúgals. Þessi leikur Englands og Íslands var nokkuð sérstakur því íslensku leikmennirnir máttu ekki tækla þá ensku þar sem þeir óttuðust um að meiðast. Wayne Rooney er í dag fyrirliði enska landsliðsins og markahæstur þess í sögunni en hann mun leiða England út á völlinn í Nice á mánudagskvöldið. Markið hans magnaða fyrir tólf árum má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).It's 12 years since #ENG's last game against #ISL – a 6-1 win in which @WayneRooney scored twice. https://t.co/xt5nQ2yXSA— England (@England) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 "Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47
EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31
"Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00