Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum jóhann óli eiðsson skrifar 23. júní 2016 09:57 Halla Tómasdóttir mælist nú með næstmest fylgi frambjóðenda. vísir/stefán „Ég er hrærð og ánægð með meðbyrinn sem ég finn,“ segir Halla Tómasdóttir í samtali við Vísi. Halla tekur stórt stökk í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en hún bætir við sig um tíu prósentum milli vikna. „Ég bjóst við því að bæta við mig en átti ekki von á svona miklu stökki. Ég hef fundið gífurlegan og vaxandi meðbyr hvert sem ég hef komið,“ segir Halla. „Ég hef alltaf trúað því að því að eftir því sem ég hitti fleiri, á samtalið um hvernig samfélag og hvernig gildi við viljum að landið okkar endurspegli, að þá muni fylgið aukast.“ Halla mælist nú með 19,6 prósent og nýtur næstmests stuðnings frambjóðenda. Guðni Th. Jóhannesson leiðir með 49 prósent en hann tapar sjö prósentum milli vikna. Fylgi Andra Snæs Magnasonar og Davíðs Oddssonar mælist tæp þrettán prósent. Aðspurð segist Halla ekki bölva því að kjördagur sé á laugardaginn en ekki síðar. „Ég bölva aldrei neinu en ég get ekki neitað því að ég myndi þiggja örfáa daga í viðbót. Með auknum stuðningi hafa fleiri vinnustaðir falast eftir því að fá mig í heimsókn. Mér sýnist ég muni ekki komast á alla staði á þessum tíma.“Ætlar að njóta síðustu daga baráttunnar Líkt og áður segir mælist Guðni Th. með mest fylgi og Halla með næstmest. Hún telur að þrátt fyrir að kjördagur nálgist óðfluga geti enn margt gerst. „Þú sérð það að í upphafi mældist ég með um eitt prósent en nú eru þau hátt í tuttugu. Í flestum könnunum hafa verið gerðar er hlutfall þeirra sem tekur ekki afstöðu tiltölulega hátt svo það getur margt breyst.“ Landsmenn ganga að kjörborðinu komandi laugardag og það er heilmikil dagskrá fram að því. Í kvöld eru kappræður frambjóðenda á Stöð 2 og á morgun á RÚV auk viðtala á hinum ýmsu miðlum þess á milli. Að auki eru fjölmargar heimsóknir en Halla hefur haldið sinn síðasta opna fund. „Sá síðasti var á Selfossi í gær. Þar var einstakt andrúmsloft enda heimabær Jóns Daða og allir í skýjunum eftir leikinn,“ segir Halla. Þrátt fyrir þétta dagskrá ætlar hún að finna sér tíma til að njóta síðustu daga baráttunnar í botn. „Þegar ég lagði af stað í þessa vegferð þá ætlaði ég mér í þetta af gleði. Þetta hefur verið algjört og frábært ævintýri frá upphafi til enda. Ég vil einnig nýta tækifærið til að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur lagt mér lið, stutt mig í gegnum þetta ferli og gert það svona ógleymanlegt,“ segir Halla að lokum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Ég er hrærð og ánægð með meðbyrinn sem ég finn,“ segir Halla Tómasdóttir í samtali við Vísi. Halla tekur stórt stökk í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en hún bætir við sig um tíu prósentum milli vikna. „Ég bjóst við því að bæta við mig en átti ekki von á svona miklu stökki. Ég hef fundið gífurlegan og vaxandi meðbyr hvert sem ég hef komið,“ segir Halla. „Ég hef alltaf trúað því að því að eftir því sem ég hitti fleiri, á samtalið um hvernig samfélag og hvernig gildi við viljum að landið okkar endurspegli, að þá muni fylgið aukast.“ Halla mælist nú með 19,6 prósent og nýtur næstmests stuðnings frambjóðenda. Guðni Th. Jóhannesson leiðir með 49 prósent en hann tapar sjö prósentum milli vikna. Fylgi Andra Snæs Magnasonar og Davíðs Oddssonar mælist tæp þrettán prósent. Aðspurð segist Halla ekki bölva því að kjördagur sé á laugardaginn en ekki síðar. „Ég bölva aldrei neinu en ég get ekki neitað því að ég myndi þiggja örfáa daga í viðbót. Með auknum stuðningi hafa fleiri vinnustaðir falast eftir því að fá mig í heimsókn. Mér sýnist ég muni ekki komast á alla staði á þessum tíma.“Ætlar að njóta síðustu daga baráttunnar Líkt og áður segir mælist Guðni Th. með mest fylgi og Halla með næstmest. Hún telur að þrátt fyrir að kjördagur nálgist óðfluga geti enn margt gerst. „Þú sérð það að í upphafi mældist ég með um eitt prósent en nú eru þau hátt í tuttugu. Í flestum könnunum hafa verið gerðar er hlutfall þeirra sem tekur ekki afstöðu tiltölulega hátt svo það getur margt breyst.“ Landsmenn ganga að kjörborðinu komandi laugardag og það er heilmikil dagskrá fram að því. Í kvöld eru kappræður frambjóðenda á Stöð 2 og á morgun á RÚV auk viðtala á hinum ýmsu miðlum þess á milli. Að auki eru fjölmargar heimsóknir en Halla hefur haldið sinn síðasta opna fund. „Sá síðasti var á Selfossi í gær. Þar var einstakt andrúmsloft enda heimabær Jóns Daða og allir í skýjunum eftir leikinn,“ segir Halla. Þrátt fyrir þétta dagskrá ætlar hún að finna sér tíma til að njóta síðustu daga baráttunnar í botn. „Þegar ég lagði af stað í þessa vegferð þá ætlaði ég mér í þetta af gleði. Þetta hefur verið algjört og frábært ævintýri frá upphafi til enda. Ég vil einnig nýta tækifærið til að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur lagt mér lið, stutt mig í gegnum þetta ferli og gert það svona ógleymanlegt,“ segir Halla að lokum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00
Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00