Koller: Engin slæm lið á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 20:45 Marcel Koller og strákarnir hans eru úr leik. vísir/epa Marcel Koller, þjálfari Austurríkis, sagði á blaðamannafundi eftir leik að taugar leikmanna Austurríkis hafi verið ofþandar fyrir leikinn í kvöld og að þeir hefði ekki ráðið við tilefnið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Gerðum of mörg mistök, eins og í fyrri tveimur leikjunum okkar.“ „Þetta batnaði í síðari hálfleik. Þá byrjuðum við að spila eins og í undankeppninni. En það er ekki nóg að spila vel í einum hálfleik,“ sagði hann. „En við náðum okkur í dýrmæta reynslu á þessu móti. Þetta hafa verið mjög spennuþrungnir leikir og þessi reynsla sýnir okkur að við þurfum að vera í algjöru toppformi til að ná árangri á móti sem þessu.“ Hann segir að liðið hafi skapað sér nokkur færi í leikjunum en það sé erfitt að vinna leiki þegar sendingar ganga heilt yfir jafn illa og þær hafa gert á mótinu til þessa hjá Austurríki. „En við urðum að taka áhættur í kvöld. Ef maður tekur ekki áhættur þá nær maður aldrei neinum árangri.“ „Kannski að væntingarnar hafa verið of háar,“ sagði hann enn fremur en margir reiknuðu með að Austurríki myndi ganga vel á mótinu hér í Frakklandi. Koller vildi fá vítaspyrnu á Ara Frey Skúlason í síðari hálfleik og hann kvartaði einnig undan því að Hannes Þór Halldórsson hékk of lengi á boltanum. „Hann fékk ekki gult spjald fyrr en undir lok leiksins. Það fannst mér einkennilegt. En það er ekki það sem réði úrslitum í kvöld.“ Koller sagði að frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik hafi ekki verið leikkerfi Austurríkis að kenna, heldur taugum. „Þeir voru mjög spenntir og réðu ekki við það. En þeir læra af þessu. Þeir lærðu að það eru engin slæm lið á þessu móti og það þarf að halda einbeitingu allan tímann.“ Það vakti furðu austurrískra blaðamanna að Aleksandar Dragovic hafi tekið vítaspyrnuna sem hafnaði í stönginni, en ekki David Alaba. „Ég útnefni 2-3 vítaskyttur í liðinu og sá leikmaður sem treystir sér til að taka vítið gerir það. Drago tók vítið og þetta fór bara svona. Það þýðir ekkert að kenna honum um það.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Marcel Koller, þjálfari Austurríkis, sagði á blaðamannafundi eftir leik að taugar leikmanna Austurríkis hafi verið ofþandar fyrir leikinn í kvöld og að þeir hefði ekki ráðið við tilefnið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Gerðum of mörg mistök, eins og í fyrri tveimur leikjunum okkar.“ „Þetta batnaði í síðari hálfleik. Þá byrjuðum við að spila eins og í undankeppninni. En það er ekki nóg að spila vel í einum hálfleik,“ sagði hann. „En við náðum okkur í dýrmæta reynslu á þessu móti. Þetta hafa verið mjög spennuþrungnir leikir og þessi reynsla sýnir okkur að við þurfum að vera í algjöru toppformi til að ná árangri á móti sem þessu.“ Hann segir að liðið hafi skapað sér nokkur færi í leikjunum en það sé erfitt að vinna leiki þegar sendingar ganga heilt yfir jafn illa og þær hafa gert á mótinu til þessa hjá Austurríki. „En við urðum að taka áhættur í kvöld. Ef maður tekur ekki áhættur þá nær maður aldrei neinum árangri.“ „Kannski að væntingarnar hafa verið of háar,“ sagði hann enn fremur en margir reiknuðu með að Austurríki myndi ganga vel á mótinu hér í Frakklandi. Koller vildi fá vítaspyrnu á Ara Frey Skúlason í síðari hálfleik og hann kvartaði einnig undan því að Hannes Þór Halldórsson hékk of lengi á boltanum. „Hann fékk ekki gult spjald fyrr en undir lok leiksins. Það fannst mér einkennilegt. En það er ekki það sem réði úrslitum í kvöld.“ Koller sagði að frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik hafi ekki verið leikkerfi Austurríkis að kenna, heldur taugum. „Þeir voru mjög spenntir og réðu ekki við það. En þeir læra af þessu. Þeir lærðu að það eru engin slæm lið á þessu móti og það þarf að halda einbeitingu allan tímann.“ Það vakti furðu austurrískra blaðamanna að Aleksandar Dragovic hafi tekið vítaspyrnuna sem hafnaði í stönginni, en ekki David Alaba. „Ég útnefni 2-3 vítaskyttur í liðinu og sá leikmaður sem treystir sér til að taka vítið gerir það. Drago tók vítið og þetta fór bara svona. Það þýðir ekkert að kenna honum um það.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki