Tap hjá Mitsubishi í fyrsta sinn í 8 ár Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 14:38 Eyðslutölusvindl ætlar að leika margan bílaframleiðandann grátt. Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi gerir ráð fyrir 175 milljarða tapi á rekstrarárinu vegna þess kostnaðar sem hlýst af eyðslutölusvindli þess. Þetta tap yrði það fyrsta á heilu rekstarári á síðustu 8 árum. Mitshubishi hefur sett til hliðar 245 milljarða króna til að mæta kostnaði vegna þess eyðslutölusvindls sem fyrirtækið viðurkenndi sjálft fyrr á árinu. Ekki hjálpar það Mitsubishi að fyrirtækið hefur neyðst til að lækka verð á þeim bílum sem rangar eyðslutölur hafa birst um. Einnig þarf Mitsubishi að greiða núverandi kaupendum þeirra bíla sem eyðslutölusvindlið átti við um dágóðar bætur. Eins og greint hefur verið frá hér á bílavef visir.is hefur Nissan tryggt sér ráðandi hlut í Mitsubishi í kjölfar vandræða þess og ekki má telja ólíklegt að á næstu árum muni Nissan eignast bílaframleiðslu Mitsubishi að fullu. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi gerir ráð fyrir 175 milljarða tapi á rekstrarárinu vegna þess kostnaðar sem hlýst af eyðslutölusvindli þess. Þetta tap yrði það fyrsta á heilu rekstarári á síðustu 8 árum. Mitshubishi hefur sett til hliðar 245 milljarða króna til að mæta kostnaði vegna þess eyðslutölusvindls sem fyrirtækið viðurkenndi sjálft fyrr á árinu. Ekki hjálpar það Mitsubishi að fyrirtækið hefur neyðst til að lækka verð á þeim bílum sem rangar eyðslutölur hafa birst um. Einnig þarf Mitsubishi að greiða núverandi kaupendum þeirra bíla sem eyðslutölusvindlið átti við um dágóðar bætur. Eins og greint hefur verið frá hér á bílavef visir.is hefur Nissan tryggt sér ráðandi hlut í Mitsubishi í kjölfar vandræða þess og ekki má telja ólíklegt að á næstu árum muni Nissan eignast bílaframleiðslu Mitsubishi að fullu.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent