Þjóðhetjan sem gerði ekki neitt: Það er kviknað í Will Grigg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2016 10:45 Will Grigg er ein skærasta stjarnan á EM í Frakklandi. Vísir/Getty „Will Grigg’s on fire“ er klárlega það stuðningsmannalag á Evrópumótinu í Frakklandi sem slegið hefur mest í gegn. Óhætt er að segja að París hafi orðið að borginni hans Will Grigg í gær þegar Norður-Írar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum á Parc des Princes. Þrátt fyrir það spilaði Will Grigg ekki mínútu í leiknum í gær, og hefur reyndar ekki spilað mínútu á Evrópumótinu. Engu að síður hefur líklega ekki verið sungið jafnmikið um nokkurn leikmann á EM.Stuðningsmenn Norður-Íra láta vel í sér heyra til heiðurs Will Grigg. Það var sungið langt fram á nótt í París í gær en það er bara eitt lag sem kemst að, lagið um Will Grigg. Stuðningsmaður Wigan samdi textann við lagið í vor sem sungið er við „Freed from desire“ með Gala. Textinn hljóðar þannig: „Will Grigg’s on fire, your defence is terrified - Will Grigg’s on fire“ sem mætti snara yfir á íslensku einhvern veginn svona: „Það er kviknað í Will Grigg, vörnin ykkar er skíthrædd því það er kviknað í Will Grigg.“ Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan sem byrjaði að syngja lagið fékk ársmiða að launum frá David Whelan, stjórnarformanni Wigan. Myndband hans má sjá að neðan en yfir milljón manns hafa horft á það. Með orðalaginu „það er kviknað í“ er átt við að Grigg sé kominn í svo mikið stuð að hann sé vís til að skora og skora. Það er ekki beint hægt að segja að Will Grigg hafi gert neitt til að verðskulda að allir stuðningsmenn á Evrópumótinu í knattspyrnu taki undir með Norður-Írum en lagið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Allir syngja með og Parísarbúar fóru eflaust margir að sofa í gær með lagið á heilanum. Mats Hummels, varnarmaður Þjóðverja, var spurður út í það á blaðamannafundin fyrir leikinn gegn Norður-Írum hvort hann væri hræddur við Will Grigg af því það væri kviknað í honum. Hummels játaði því í gríni og sagðist hafa heyrt lögin og sögurnar af Will Grigg. Hann ætlaði því að skiptast á treyjum við hann eftir leik en reiknaði með mikilli samkeppni frá liðsfélögum sínum. Hummels sagðist hafa séð myndbandið þegar stuðningsmenn Norður-Íra hringdu í slökkviliðið. Myndbandið má sjá hér að neðan en það er mjög fyndið þótt að sjálfsögðu eigi ekki að angra slökkviliðsmenn við þeirra vinnu. Norður-Írar eru sem fyrr segir komnir í sextán liða úrslitin þannig að stuðningsmannalagið um Will Grigg mun hljóma í einhvern tíma í viðbót. Ójá, meðan ég man. Will Grigg er 24 ára framherji og spilar með Wigan Athletic. Hann hefur skorað eitt mark í átta landsleikjum fyrir Norður-Íra. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Will Grigg’s on fire“ er klárlega það stuðningsmannalag á Evrópumótinu í Frakklandi sem slegið hefur mest í gegn. Óhætt er að segja að París hafi orðið að borginni hans Will Grigg í gær þegar Norður-Írar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum á Parc des Princes. Þrátt fyrir það spilaði Will Grigg ekki mínútu í leiknum í gær, og hefur reyndar ekki spilað mínútu á Evrópumótinu. Engu að síður hefur líklega ekki verið sungið jafnmikið um nokkurn leikmann á EM.Stuðningsmenn Norður-Íra láta vel í sér heyra til heiðurs Will Grigg. Það var sungið langt fram á nótt í París í gær en það er bara eitt lag sem kemst að, lagið um Will Grigg. Stuðningsmaður Wigan samdi textann við lagið í vor sem sungið er við „Freed from desire“ með Gala. Textinn hljóðar þannig: „Will Grigg’s on fire, your defence is terrified - Will Grigg’s on fire“ sem mætti snara yfir á íslensku einhvern veginn svona: „Það er kviknað í Will Grigg, vörnin ykkar er skíthrædd því það er kviknað í Will Grigg.“ Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan sem byrjaði að syngja lagið fékk ársmiða að launum frá David Whelan, stjórnarformanni Wigan. Myndband hans má sjá að neðan en yfir milljón manns hafa horft á það. Með orðalaginu „það er kviknað í“ er átt við að Grigg sé kominn í svo mikið stuð að hann sé vís til að skora og skora. Það er ekki beint hægt að segja að Will Grigg hafi gert neitt til að verðskulda að allir stuðningsmenn á Evrópumótinu í knattspyrnu taki undir með Norður-Írum en lagið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Allir syngja með og Parísarbúar fóru eflaust margir að sofa í gær með lagið á heilanum. Mats Hummels, varnarmaður Þjóðverja, var spurður út í það á blaðamannafundin fyrir leikinn gegn Norður-Írum hvort hann væri hræddur við Will Grigg af því það væri kviknað í honum. Hummels játaði því í gríni og sagðist hafa heyrt lögin og sögurnar af Will Grigg. Hann ætlaði því að skiptast á treyjum við hann eftir leik en reiknaði með mikilli samkeppni frá liðsfélögum sínum. Hummels sagðist hafa séð myndbandið þegar stuðningsmenn Norður-Íra hringdu í slökkviliðið. Myndbandið má sjá hér að neðan en það er mjög fyndið þótt að sjálfsögðu eigi ekki að angra slökkviliðsmenn við þeirra vinnu. Norður-Írar eru sem fyrr segir komnir í sextán liða úrslitin þannig að stuðningsmannalagið um Will Grigg mun hljóma í einhvern tíma í viðbót. Ójá, meðan ég man. Will Grigg er 24 ára framherji og spilar með Wigan Athletic. Hann hefur skorað eitt mark í átta landsleikjum fyrir Norður-Íra.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki