Þjóðhetjan sem gerði ekki neitt: Það er kviknað í Will Grigg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2016 10:45 Will Grigg er ein skærasta stjarnan á EM í Frakklandi. Vísir/Getty „Will Grigg’s on fire“ er klárlega það stuðningsmannalag á Evrópumótinu í Frakklandi sem slegið hefur mest í gegn. Óhætt er að segja að París hafi orðið að borginni hans Will Grigg í gær þegar Norður-Írar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum á Parc des Princes. Þrátt fyrir það spilaði Will Grigg ekki mínútu í leiknum í gær, og hefur reyndar ekki spilað mínútu á Evrópumótinu. Engu að síður hefur líklega ekki verið sungið jafnmikið um nokkurn leikmann á EM.Stuðningsmenn Norður-Íra láta vel í sér heyra til heiðurs Will Grigg. Það var sungið langt fram á nótt í París í gær en það er bara eitt lag sem kemst að, lagið um Will Grigg. Stuðningsmaður Wigan samdi textann við lagið í vor sem sungið er við „Freed from desire“ með Gala. Textinn hljóðar þannig: „Will Grigg’s on fire, your defence is terrified - Will Grigg’s on fire“ sem mætti snara yfir á íslensku einhvern veginn svona: „Það er kviknað í Will Grigg, vörnin ykkar er skíthrædd því það er kviknað í Will Grigg.“ Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan sem byrjaði að syngja lagið fékk ársmiða að launum frá David Whelan, stjórnarformanni Wigan. Myndband hans má sjá að neðan en yfir milljón manns hafa horft á það. Með orðalaginu „það er kviknað í“ er átt við að Grigg sé kominn í svo mikið stuð að hann sé vís til að skora og skora. Það er ekki beint hægt að segja að Will Grigg hafi gert neitt til að verðskulda að allir stuðningsmenn á Evrópumótinu í knattspyrnu taki undir með Norður-Írum en lagið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Allir syngja með og Parísarbúar fóru eflaust margir að sofa í gær með lagið á heilanum. Mats Hummels, varnarmaður Þjóðverja, var spurður út í það á blaðamannafundin fyrir leikinn gegn Norður-Írum hvort hann væri hræddur við Will Grigg af því það væri kviknað í honum. Hummels játaði því í gríni og sagðist hafa heyrt lögin og sögurnar af Will Grigg. Hann ætlaði því að skiptast á treyjum við hann eftir leik en reiknaði með mikilli samkeppni frá liðsfélögum sínum. Hummels sagðist hafa séð myndbandið þegar stuðningsmenn Norður-Íra hringdu í slökkviliðið. Myndbandið má sjá hér að neðan en það er mjög fyndið þótt að sjálfsögðu eigi ekki að angra slökkviliðsmenn við þeirra vinnu. Norður-Írar eru sem fyrr segir komnir í sextán liða úrslitin þannig að stuðningsmannalagið um Will Grigg mun hljóma í einhvern tíma í viðbót. Ójá, meðan ég man. Will Grigg er 24 ára framherji og spilar með Wigan Athletic. Hann hefur skorað eitt mark í átta landsleikjum fyrir Norður-Íra. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
„Will Grigg’s on fire“ er klárlega það stuðningsmannalag á Evrópumótinu í Frakklandi sem slegið hefur mest í gegn. Óhætt er að segja að París hafi orðið að borginni hans Will Grigg í gær þegar Norður-Írar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum á Parc des Princes. Þrátt fyrir það spilaði Will Grigg ekki mínútu í leiknum í gær, og hefur reyndar ekki spilað mínútu á Evrópumótinu. Engu að síður hefur líklega ekki verið sungið jafnmikið um nokkurn leikmann á EM.Stuðningsmenn Norður-Íra láta vel í sér heyra til heiðurs Will Grigg. Það var sungið langt fram á nótt í París í gær en það er bara eitt lag sem kemst að, lagið um Will Grigg. Stuðningsmaður Wigan samdi textann við lagið í vor sem sungið er við „Freed from desire“ með Gala. Textinn hljóðar þannig: „Will Grigg’s on fire, your defence is terrified - Will Grigg’s on fire“ sem mætti snara yfir á íslensku einhvern veginn svona: „Það er kviknað í Will Grigg, vörnin ykkar er skíthrædd því það er kviknað í Will Grigg.“ Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan sem byrjaði að syngja lagið fékk ársmiða að launum frá David Whelan, stjórnarformanni Wigan. Myndband hans má sjá að neðan en yfir milljón manns hafa horft á það. Með orðalaginu „það er kviknað í“ er átt við að Grigg sé kominn í svo mikið stuð að hann sé vís til að skora og skora. Það er ekki beint hægt að segja að Will Grigg hafi gert neitt til að verðskulda að allir stuðningsmenn á Evrópumótinu í knattspyrnu taki undir með Norður-Írum en lagið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Allir syngja með og Parísarbúar fóru eflaust margir að sofa í gær með lagið á heilanum. Mats Hummels, varnarmaður Þjóðverja, var spurður út í það á blaðamannafundin fyrir leikinn gegn Norður-Írum hvort hann væri hræddur við Will Grigg af því það væri kviknað í honum. Hummels játaði því í gríni og sagðist hafa heyrt lögin og sögurnar af Will Grigg. Hann ætlaði því að skiptast á treyjum við hann eftir leik en reiknaði með mikilli samkeppni frá liðsfélögum sínum. Hummels sagðist hafa séð myndbandið þegar stuðningsmenn Norður-Íra hringdu í slökkviliðið. Myndbandið má sjá hér að neðan en það er mjög fyndið þótt að sjálfsögðu eigi ekki að angra slökkviliðsmenn við þeirra vinnu. Norður-Írar eru sem fyrr segir komnir í sextán liða úrslitin þannig að stuðningsmannalagið um Will Grigg mun hljóma í einhvern tíma í viðbót. Ójá, meðan ég man. Will Grigg er 24 ára framherji og spilar með Wigan Athletic. Hann hefur skorað eitt mark í átta landsleikjum fyrir Norður-Íra.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti