Arnór Þór: Ég var smeykur um Aron Einar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 12:30 Arnór Þór með systrum sínum í Annecy í Frakklandi, Ásu Maren og Huldu Maríu. Vísir/Vilhelm Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta og bróðir landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, er mættur til Frakklands til að fylgja bróður sínum og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir á EM í Frakklandi. Hann missti af fyrsta leiknum í Frakklandi þar sem að handboltalandsliðið var að spila við Portúgal í undankeppni HM 2017 á sama tíma. En hann sá leikinn gegn Ungverjalandi og verður á Stade de France í París í dag. „Ég er auðvitað afar ánægður fyrir hans hönd og er stoltur af honum. Hann hefur gefið allt sem hann á í þetta,“ sagði Arnór Þór við Vísi í Annecy á dögunum. Sjá einnig: Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Hann segist vel gera sér grein fyrir því hvernig Aroni Einari líður, sérstaklega á leikdegi. Þá geti stundum verið erfitt að láta tímann líða. „Það kemur upp mikill spenningur og fiðringur þegar maður vaknar á leikdegi. Hann og allir í liðinu vilja gera sitt besta, fyrir fjölskyldur sína, stuðningsmenn og alla á Íslandi. Þá fara taugarnar stundum af stað,“ sagði hann. „En svo byrjar leikurinn. Þá er allt þetta farið og maður einbeitir sér algjörlega að leiknum.“Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór.VísirVill alltaf spila Aron Einar hefur verið tæpur vegna nárameiðsla á mótinu og það stóð tæpt að hann myndi ná fyrsta leik Íslands, gegn Portúgal í síðustu viku. „Jú, ég var smeykur. Hann sendi fjölskyldunni skilaboð um að hann væri illt í náranum en ætlaði að reyna að ná leiknum. En hann harkar þetta af sér. Hann hefur gert það hingað til,“ segir Arnór Þór. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann sé að þjösna sér út. Hann myndi örugglega líka gera þetta með sínu félagsliði enda vill hann alltaf spila. Hann vildi alltaf spila þegar hann var yngri og var í bæði handbolta og fótbolta, sama þótt að honum hafi verið illt.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Arnór Þór hefur ekki áhyggjur ef að Aron Einar myndi ekki getað spilað vegna meiðsla, til dæmis gegn Austurríki í dag. „Við eigum fullt af góðum leikmönnum sem hafa verið fyrir utan lið. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ef einhver getur ekki spilað þá koma frábærir leikmenn inn í staðinn.“Szilagyi í leik með austurríska landsliðinu.vísir/gettyHungaria, Hungaria Viktor Szilagyi, samherji Arnórs Þórs hjá Bergischer í Þýskalandi, er besti handboltamaður sem Austurríki hefur átt en hann er reyndar fæddur í Ungverjalandi. Þeir voru í góðu sambandi eftir leikinn í Marseille. „Hann sendi mér skilaboð. Hungaria, Hungaria. Ég var svo svekktur að ég gat ekki svarað honum strax. En við ræddum svo betur saman daginn eftir leik og fórum yfir þetta,“ segir hann brosandi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta og bróðir landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, er mættur til Frakklands til að fylgja bróður sínum og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir á EM í Frakklandi. Hann missti af fyrsta leiknum í Frakklandi þar sem að handboltalandsliðið var að spila við Portúgal í undankeppni HM 2017 á sama tíma. En hann sá leikinn gegn Ungverjalandi og verður á Stade de France í París í dag. „Ég er auðvitað afar ánægður fyrir hans hönd og er stoltur af honum. Hann hefur gefið allt sem hann á í þetta,“ sagði Arnór Þór við Vísi í Annecy á dögunum. Sjá einnig: Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Hann segist vel gera sér grein fyrir því hvernig Aroni Einari líður, sérstaklega á leikdegi. Þá geti stundum verið erfitt að láta tímann líða. „Það kemur upp mikill spenningur og fiðringur þegar maður vaknar á leikdegi. Hann og allir í liðinu vilja gera sitt besta, fyrir fjölskyldur sína, stuðningsmenn og alla á Íslandi. Þá fara taugarnar stundum af stað,“ sagði hann. „En svo byrjar leikurinn. Þá er allt þetta farið og maður einbeitir sér algjörlega að leiknum.“Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór.VísirVill alltaf spila Aron Einar hefur verið tæpur vegna nárameiðsla á mótinu og það stóð tæpt að hann myndi ná fyrsta leik Íslands, gegn Portúgal í síðustu viku. „Jú, ég var smeykur. Hann sendi fjölskyldunni skilaboð um að hann væri illt í náranum en ætlaði að reyna að ná leiknum. En hann harkar þetta af sér. Hann hefur gert það hingað til,“ segir Arnór Þór. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann sé að þjösna sér út. Hann myndi örugglega líka gera þetta með sínu félagsliði enda vill hann alltaf spila. Hann vildi alltaf spila þegar hann var yngri og var í bæði handbolta og fótbolta, sama þótt að honum hafi verið illt.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Arnór Þór hefur ekki áhyggjur ef að Aron Einar myndi ekki getað spilað vegna meiðsla, til dæmis gegn Austurríki í dag. „Við eigum fullt af góðum leikmönnum sem hafa verið fyrir utan lið. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ef einhver getur ekki spilað þá koma frábærir leikmenn inn í staðinn.“Szilagyi í leik með austurríska landsliðinu.vísir/gettyHungaria, Hungaria Viktor Szilagyi, samherji Arnórs Þórs hjá Bergischer í Þýskalandi, er besti handboltamaður sem Austurríki hefur átt en hann er reyndar fæddur í Ungverjalandi. Þeir voru í góðu sambandi eftir leikinn í Marseille. „Hann sendi mér skilaboð. Hungaria, Hungaria. Ég var svo svekktur að ég gat ekki svarað honum strax. En við ræddum svo betur saman daginn eftir leik og fórum yfir þetta,“ segir hann brosandi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30
Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30
Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00