Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 20:45 Ivan Perisic fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/EPA Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. Spánverjar höfðu fyrr leikinn leikið fjórtán leiki í röð á EM án þess að tapa og voru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þetta tap þýðir að spænska liðið mætir Ítalíu í sextán liða úrslitunum. Spænska liðið yfirspilaði króatíska liðið í upphafi leiks og fékk líka vítaspyrnu í seinni hálfleik til að komast í 2-1. Sergio Ramos lét hinsvegar verja frá sér og Króatar tryggðu sér sigur rétt fyrir leikslok. Ivan Perisic skoraði sigurmarkið en hann lagði einnig um fyrra markið í lok fyrri hálfleiks og var heldur betur maður kvöldsins hjá Króötum í kvöld ásamt markverðinum Danijel Subasic sem varði víti Ramos. Spánverjar voru með mikla yfirburði fyrstu 25 mínútur leiksins og komust í 1-0 strax á 7. mínútu þegar Álvaro Morata ýtti boltanum yfir marklínuna. Það stefndi í öruggan sigur spænska liðsins og Króatarnir litu ekki vel út á upphafsmínútum leiksins. Spánverjar leyfðu sér hinsvegar að slaka á þegar leið á hálfleikinn og Króatar unnu sig inn í leikinn. Ivan Rakitic var ótrúlega nálægt því að jafna metin og það var ljóst að Króatarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slaka byrjun á leiknum. Nikola Kalinic tókst síðan að jafna metin á lokamínútu fyrir hálfleiks þegar hann afgreiddi boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Nikola Kalinic var þarna fyrsti maðurinn í 735 mínútur til að skora hjá spænska liðinu í úrslitakeppni EM. Spánverjar virtust vera að fá sigurmark á silfurfati þegar David Silva var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos tók vítið en lét Danijel Subasic verja frá sér og staðan var því enn 1-1. Þetta vítaklúður átti efir að koma í bakið á Spánverjum því Ivan Perisic skoraði sigurmark Króata á 89. mínútu eftir frábæran sprett.Álvaro Morata kemur spænska liðinu í 1-0 Morata skorar eftir glæsilegt spil! #ESP 1 #CRO 0 #EMÍsland https://t.co/tlyUQfGnE0— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Nikola Kalinic jafnar í 1-1 Þvílíkt mark hjá Króatíu!'Þetta þarf ekki að vera fast!“1-1#CRO #ESP #EMÍsland https://t.co/JaJZ4ksgf3— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Spánverjar klikka á víti Umdeild vítaspyrna. Umdeild framkvæmd. #ESP #CRO #EMÍsland https://t.co/WBzG8bHM0g— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Sigurmark Ivan Perisic Perišić skorar eftir frábæra skyndisókn! #CRO sigrar #ESP 2-1. #EMÍsland https://t.co/v0PC2YIqFz— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. Spánverjar höfðu fyrr leikinn leikið fjórtán leiki í röð á EM án þess að tapa og voru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þetta tap þýðir að spænska liðið mætir Ítalíu í sextán liða úrslitunum. Spænska liðið yfirspilaði króatíska liðið í upphafi leiks og fékk líka vítaspyrnu í seinni hálfleik til að komast í 2-1. Sergio Ramos lét hinsvegar verja frá sér og Króatar tryggðu sér sigur rétt fyrir leikslok. Ivan Perisic skoraði sigurmarkið en hann lagði einnig um fyrra markið í lok fyrri hálfleiks og var heldur betur maður kvöldsins hjá Króötum í kvöld ásamt markverðinum Danijel Subasic sem varði víti Ramos. Spánverjar voru með mikla yfirburði fyrstu 25 mínútur leiksins og komust í 1-0 strax á 7. mínútu þegar Álvaro Morata ýtti boltanum yfir marklínuna. Það stefndi í öruggan sigur spænska liðsins og Króatarnir litu ekki vel út á upphafsmínútum leiksins. Spánverjar leyfðu sér hinsvegar að slaka á þegar leið á hálfleikinn og Króatar unnu sig inn í leikinn. Ivan Rakitic var ótrúlega nálægt því að jafna metin og það var ljóst að Króatarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slaka byrjun á leiknum. Nikola Kalinic tókst síðan að jafna metin á lokamínútu fyrir hálfleiks þegar hann afgreiddi boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Nikola Kalinic var þarna fyrsti maðurinn í 735 mínútur til að skora hjá spænska liðinu í úrslitakeppni EM. Spánverjar virtust vera að fá sigurmark á silfurfati þegar David Silva var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos tók vítið en lét Danijel Subasic verja frá sér og staðan var því enn 1-1. Þetta vítaklúður átti efir að koma í bakið á Spánverjum því Ivan Perisic skoraði sigurmark Króata á 89. mínútu eftir frábæran sprett.Álvaro Morata kemur spænska liðinu í 1-0 Morata skorar eftir glæsilegt spil! #ESP 1 #CRO 0 #EMÍsland https://t.co/tlyUQfGnE0— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Nikola Kalinic jafnar í 1-1 Þvílíkt mark hjá Króatíu!'Þetta þarf ekki að vera fast!“1-1#CRO #ESP #EMÍsland https://t.co/JaJZ4ksgf3— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Spánverjar klikka á víti Umdeild vítaspyrna. Umdeild framkvæmd. #ESP #CRO #EMÍsland https://t.co/WBzG8bHM0g— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Sigurmark Ivan Perisic Perišić skorar eftir frábæra skyndisókn! #CRO sigrar #ESP 2-1. #EMÍsland https://t.co/v0PC2YIqFz— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira