Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 17:45 Jakub Blaszczykowski fagnar marki sínu. Vísir/EPA Pólverjar unnu allt annað en sannfærandi 1-0 sigur á Úkraínu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski skoraði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná í hálfleik. Pólska liðið tryggði sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst upp úr sínum riðli á Evrópumóti. Það er hreinlega ótrúlegt að Úkraínumenn hafi ekki náð að skora í leiknum á móti pólska liðinu í dag því úkraínska liðið fékk hvert færið á fætur öðru í leiknum. Pólverjar náðu að landa þessum þremur stigum en urðu samt að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem Þjóðverjar unnu einnig sinn leik og voru með betri markatölu en þeir. Pólverjar byrjuðu leikinn vel og fengu tvö dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. Það stefndi því í öruggan sigur pólska liðsins. Arkadius Milik og Robert Lewandowski fengu báðir færi á fyrstu fimm mínútunum en tókst ekki að koma Póllandi yfir. Fyrra skotið var varið en hitt skotið hitti ekki markið. Úkraínumenn vöknuðu við þetta og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir voru líka að skapa sér fullt af færum fram að hálfleik og Pólverjar gátu þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í hálfleiknum. Úkraína byrjaði seinni hálfleikinn líka ágætlega og fékk frábært skallafæri á 49. mínútu en Oleksandr Zinchenko hitti ekki markið. Úkraínskt mark lá í loftinu. Pólverjar sluppu vel og þeir voru síðan komnir yfir fimm mínútum síðar. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski fékk boltann í teignum frá Arek Milik og svo nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og smella honum upp í fjærhornið. Úkraínumenn héldu áfram að ógna pólska liðinu út hálfleikinn en ekkert gekk og þeim var hreinlega fyrirmunað að skora á þessu Evrópumóti. Úkraína hefur nú leikið í 479 mínútur í úrslitakeppni án þess að skora en síðasta mark liðsins á EM gerði Andriy Shevchenko í fyrsta leik úkraínska liðsins á EM fyrir fjórum árum.Jakub Blaszczykowski kemur Póllandi í 1-0 Pólland er komið yfir gegn Úkraínu! 1-0! #POL #UKR #EMÍsland https://t.co/fwglKp54gz— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Pólverjar unnu allt annað en sannfærandi 1-0 sigur á Úkraínu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski skoraði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná í hálfleik. Pólska liðið tryggði sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst upp úr sínum riðli á Evrópumóti. Það er hreinlega ótrúlegt að Úkraínumenn hafi ekki náð að skora í leiknum á móti pólska liðinu í dag því úkraínska liðið fékk hvert færið á fætur öðru í leiknum. Pólverjar náðu að landa þessum þremur stigum en urðu samt að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem Þjóðverjar unnu einnig sinn leik og voru með betri markatölu en þeir. Pólverjar byrjuðu leikinn vel og fengu tvö dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. Það stefndi því í öruggan sigur pólska liðsins. Arkadius Milik og Robert Lewandowski fengu báðir færi á fyrstu fimm mínútunum en tókst ekki að koma Póllandi yfir. Fyrra skotið var varið en hitt skotið hitti ekki markið. Úkraínumenn vöknuðu við þetta og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir voru líka að skapa sér fullt af færum fram að hálfleik og Pólverjar gátu þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í hálfleiknum. Úkraína byrjaði seinni hálfleikinn líka ágætlega og fékk frábært skallafæri á 49. mínútu en Oleksandr Zinchenko hitti ekki markið. Úkraínskt mark lá í loftinu. Pólverjar sluppu vel og þeir voru síðan komnir yfir fimm mínútum síðar. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski fékk boltann í teignum frá Arek Milik og svo nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og smella honum upp í fjærhornið. Úkraínumenn héldu áfram að ógna pólska liðinu út hálfleikinn en ekkert gekk og þeim var hreinlega fyrirmunað að skora á þessu Evrópumóti. Úkraína hefur nú leikið í 479 mínútur í úrslitakeppni án þess að skora en síðasta mark liðsins á EM gerði Andriy Shevchenko í fyrsta leik úkraínska liðsins á EM fyrir fjórum árum.Jakub Blaszczykowski kemur Póllandi í 1-0 Pólland er komið yfir gegn Úkraínu! 1-0! #POL #UKR #EMÍsland https://t.co/fwglKp54gz— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira