Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2016 14:55 Patrice Evra er lykilmaður í franska landsliðinu. Vísir/Getty Patrice Evra sat fyrir svörum á blaðamannafundi franska liðsins í dag. Þar bað hann liðsfélaga sína um að vakna til lífsins, það þýddi ekki lengur að stóla á að skora seint í leikjum liðsins, líkt og Frakkar hafa gert reglulega á EM hingað til. Frakkar þurftu síðbúin mörk til að leggja bæði Rúmeníu og Albaníu að velli og lenti svo marki undir snemma leiks gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. Sjá einnig: Deschamps mun ekki vanmeta Ísland „En við þurfum að passa okkur. Þetta verður erfiðara eftir því sem þú kemst lengra í mótum eins og þessu,“ sagði hann. Andstæðingur Frakklands í 8-liða úrslitunum verður Ísland á Stade De France á sunnudag en Evra viðurkenndi að það hefði komið honum á óvart að íslenska liðið hafi náð að slá það enska úr leik.Vísir/GettyLukkan ekki endalaus „Það gæti komið að því að við náum ekki að snúa leikjunum okkur í vil. Það gæti gerst gegn Íslandi. Við þurfum að vakna til lífsins fyrr í leikjum. Við erum ekki að byrja vel í leikjum og þurfum að bregðast við fremur en að sýna frumkvæði.“ „Liðið okkar hefur brugðist vel við eftir að við erum búnir að mála okkur út í horn en lukkan verður ekki á okkar bandi endalaust. Við þurfum að sækja af krafti frá fyrstu mínútu.“ Sjá einnig: Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin Hann segir að það sé gott að geta spilað á heimavelli og að allir í franska liðinu, leikmenn og þjálfarar, ætli sér að ná langt á EM. „Við komumst í 8-liða úrslitin á HM í Brasilíu. Hér ætlum við okkur lengra.“ Evra segir að það hefði verið rökrétt að telja að England myndi slá Ísland úr leik en hið gagnstæða gerðist. „Margir vanmeta litlu þjóðirnar og telja að liðin séu minnimáttar. En við vitum nú eftir þetta mót að það getur verið mjög erfitt að spila gegn slíkum liðum,“ sagði Evra.Evra í baráttunni við Rory Delap.Vísir/GettyAldrei vanmeta andstæðinginn „Eftir leikinn gegn Írlandi var ég spurður af enskum blaðamanni sem gaf í skyn að næsti leikur okkar yrði gegn Englandi. Hann gerði eiginlega ráð fyrir því að England væri svo gott sem komið í 8-liða úrslitin.“ „Ég sagði honum að við værum komnir áfram en að við skyldum svo sjá til. Það sem fer í taugarnar á mér er að fólk hefur einbeitt sér svo mikið að því hvað fór úrskeðis hjá Englandi en gert lítið úr frammistöðu Íslands í leiknum. Maður á aldrei að vanmeta andstæðinginn sinn.“ Sjá einnig: Payet bjargaði Frökkum með geggjuðu marki í opnunarleiknum Ísland hefur skorað tvö mörk eftir löng innköst Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða, og var Evra minntur á daga hans hjá Manchester United þegar hann þurfti að kljást við löngu innköstin hjá Rory Delap, leikmanni Stoke. „Ah, sá frægi spjótkastari. Já, hjá Manchester þá undirbjuggum við okkur fyrir þetta. Þetta er kostur fyrir Ísland en það býr meira í Íslandi en bara löng innköst.“ „Þeir hafa nú verið saman í 4-5 ár og þeir vita hvernig þeir eiga að spila og treysta hverjum öðrum. Við getum ekki fallið í þá gildru að þeirra eina ógn komi úr löngum innköstum.“Vísir/GettyÉg þekki Aron og við þekkjum Íslendingana „Ísland hefur spilað vel í hverjum einasta leik. Ég spilaði gegn [Aroni Einari] Gunnarssyni og þekki hann því frá fyrstu hendi. Liðsfélagar mínir þekkja einnig íslensku leikmennina.“ Hann var einnig spurður hvort að honum þætti að Frakkar væru heppnir að fá Ísland í 8-liða úrslitum keppninnar, fremur en England. „Nei. Við verðum að hætta svona tali. Ef maður hlustaði á svona tal þá væri Króatía orðið Evrópumeistari. En nú eru Króatar farnir heim. Ef við vinnum Ísland þá fáum við annað hvort Ítalíu eða Þýskaland. Ég held að það sé ekki hægt að tala um heppni. En það getur allt gerst í fótbolta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Þrír útsendarar landsliðsins fylgjast með leik Frakka og Íra Sigurvegarinn mætir Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum. 26. júní 2016 10:30 Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. 26. júní 2016 14:45 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Patrice Evra sat fyrir svörum á blaðamannafundi franska liðsins í dag. Þar bað hann liðsfélaga sína um að vakna til lífsins, það þýddi ekki lengur að stóla á að skora seint í leikjum liðsins, líkt og Frakkar hafa gert reglulega á EM hingað til. Frakkar þurftu síðbúin mörk til að leggja bæði Rúmeníu og Albaníu að velli og lenti svo marki undir snemma leiks gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. Sjá einnig: Deschamps mun ekki vanmeta Ísland „En við þurfum að passa okkur. Þetta verður erfiðara eftir því sem þú kemst lengra í mótum eins og þessu,“ sagði hann. Andstæðingur Frakklands í 8-liða úrslitunum verður Ísland á Stade De France á sunnudag en Evra viðurkenndi að það hefði komið honum á óvart að íslenska liðið hafi náð að slá það enska úr leik.Vísir/GettyLukkan ekki endalaus „Það gæti komið að því að við náum ekki að snúa leikjunum okkur í vil. Það gæti gerst gegn Íslandi. Við þurfum að vakna til lífsins fyrr í leikjum. Við erum ekki að byrja vel í leikjum og þurfum að bregðast við fremur en að sýna frumkvæði.“ „Liðið okkar hefur brugðist vel við eftir að við erum búnir að mála okkur út í horn en lukkan verður ekki á okkar bandi endalaust. Við þurfum að sækja af krafti frá fyrstu mínútu.“ Sjá einnig: Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin Hann segir að það sé gott að geta spilað á heimavelli og að allir í franska liðinu, leikmenn og þjálfarar, ætli sér að ná langt á EM. „Við komumst í 8-liða úrslitin á HM í Brasilíu. Hér ætlum við okkur lengra.“ Evra segir að það hefði verið rökrétt að telja að England myndi slá Ísland úr leik en hið gagnstæða gerðist. „Margir vanmeta litlu þjóðirnar og telja að liðin séu minnimáttar. En við vitum nú eftir þetta mót að það getur verið mjög erfitt að spila gegn slíkum liðum,“ sagði Evra.Evra í baráttunni við Rory Delap.Vísir/GettyAldrei vanmeta andstæðinginn „Eftir leikinn gegn Írlandi var ég spurður af enskum blaðamanni sem gaf í skyn að næsti leikur okkar yrði gegn Englandi. Hann gerði eiginlega ráð fyrir því að England væri svo gott sem komið í 8-liða úrslitin.“ „Ég sagði honum að við værum komnir áfram en að við skyldum svo sjá til. Það sem fer í taugarnar á mér er að fólk hefur einbeitt sér svo mikið að því hvað fór úrskeðis hjá Englandi en gert lítið úr frammistöðu Íslands í leiknum. Maður á aldrei að vanmeta andstæðinginn sinn.“ Sjá einnig: Payet bjargaði Frökkum með geggjuðu marki í opnunarleiknum Ísland hefur skorað tvö mörk eftir löng innköst Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða, og var Evra minntur á daga hans hjá Manchester United þegar hann þurfti að kljást við löngu innköstin hjá Rory Delap, leikmanni Stoke. „Ah, sá frægi spjótkastari. Já, hjá Manchester þá undirbjuggum við okkur fyrir þetta. Þetta er kostur fyrir Ísland en það býr meira í Íslandi en bara löng innköst.“ „Þeir hafa nú verið saman í 4-5 ár og þeir vita hvernig þeir eiga að spila og treysta hverjum öðrum. Við getum ekki fallið í þá gildru að þeirra eina ógn komi úr löngum innköstum.“Vísir/GettyÉg þekki Aron og við þekkjum Íslendingana „Ísland hefur spilað vel í hverjum einasta leik. Ég spilaði gegn [Aroni Einari] Gunnarssyni og þekki hann því frá fyrstu hendi. Liðsfélagar mínir þekkja einnig íslensku leikmennina.“ Hann var einnig spurður hvort að honum þætti að Frakkar væru heppnir að fá Ísland í 8-liða úrslitum keppninnar, fremur en England. „Nei. Við verðum að hætta svona tali. Ef maður hlustaði á svona tal þá væri Króatía orðið Evrópumeistari. En nú eru Króatar farnir heim. Ef við vinnum Ísland þá fáum við annað hvort Ítalíu eða Þýskaland. Ég held að það sé ekki hægt að tala um heppni. En það getur allt gerst í fótbolta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Þrír útsendarar landsliðsins fylgjast með leik Frakka og Íra Sigurvegarinn mætir Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum. 26. júní 2016 10:30 Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. 26. júní 2016 14:45 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00
Þrír útsendarar landsliðsins fylgjast með leik Frakka og Íra Sigurvegarinn mætir Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum. 26. júní 2016 10:30
Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. 26. júní 2016 14:45