Ekki bara einn Bale sem er á fleygiferð á EM | Dóttirin bræddi mörg hjörtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 14:00 Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale. Vísir/Getty Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale áttu fallega stund fyrir framan syngjandi stuðningsmenn wales eftir sigur velska liðsins í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Gareth Bale var að hitta Ölbu Bale og restina af fjölskyldu sinni í fyrsta sinn í þrjár vikur en velska liðið mátti ekki láta fjölskyldumeðlimi trufla sig á fyrstu ferð liðsins á Evrópumóti. Velska liðið hefur eins og Íslands komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Gareth Bale hefur spilað mjög vel og er einn af markahæstu mönnum Evrópumótsins með þrjú mörk. Walesonline segir frá kringumstæðunum á bak við það að Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale skemmtu sér svona vel saman á Parc des Princes leikvanginum í París. Hinn þriggja ára Alba Bale bræddi hjörtu margra þegar hún hljóp í kringum pabba sinn á grasinu og svo í átt til allra þeirra fjölmörgu velsku stuðningsmanna sem voru ekkert farnir úr stúkunni enda enn að fagna sigri. „Þetta var æðisleg stund. Ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í þrjár vikur og það var því tilfinningaþrungið þegar hún hljóp inn á völlinn," sagði Gareth Bale. „Ég mun aldrei gleyma þessari stund að fá að fagna svo stórum sigri með fjölskyldu minni. Ég á myndirnar og myndböndin af henni að hlaupa um og mun örugglega skoða þær oft í framtíðinni," sagði Bale. „Hún er reyndar fljótari en ég þegar ég var á hennar aldri," grínaðist Gareth Bale með. Það er hægt að sjá myndir af feðginum saman hér fyrir neðan og þá býður Walesonline upp á myndband í frétt sinni hér.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale áttu fallega stund fyrir framan syngjandi stuðningsmenn wales eftir sigur velska liðsins í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Gareth Bale var að hitta Ölbu Bale og restina af fjölskyldu sinni í fyrsta sinn í þrjár vikur en velska liðið mátti ekki láta fjölskyldumeðlimi trufla sig á fyrstu ferð liðsins á Evrópumóti. Velska liðið hefur eins og Íslands komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Gareth Bale hefur spilað mjög vel og er einn af markahæstu mönnum Evrópumótsins með þrjú mörk. Walesonline segir frá kringumstæðunum á bak við það að Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale skemmtu sér svona vel saman á Parc des Princes leikvanginum í París. Hinn þriggja ára Alba Bale bræddi hjörtu margra þegar hún hljóp í kringum pabba sinn á grasinu og svo í átt til allra þeirra fjölmörgu velsku stuðningsmanna sem voru ekkert farnir úr stúkunni enda enn að fagna sigri. „Þetta var æðisleg stund. Ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í þrjár vikur og það var því tilfinningaþrungið þegar hún hljóp inn á völlinn," sagði Gareth Bale. „Ég mun aldrei gleyma þessari stund að fá að fagna svo stórum sigri með fjölskyldu minni. Ég á myndirnar og myndböndin af henni að hlaupa um og mun örugglega skoða þær oft í framtíðinni," sagði Bale. „Hún er reyndar fljótari en ég þegar ég var á hennar aldri," grínaðist Gareth Bale með. Það er hægt að sjá myndir af feðginum saman hér fyrir neðan og þá býður Walesonline upp á myndband í frétt sinni hér.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira