Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Didier Deschamps vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður og vill endurtaka leikinn sem þjálfari. vísir/getty Augu alheimsins beinast að Íslandi þessa dagana og ljóst að það verður gríðarleg athygli á leik liðsins gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum EM á Stade de France á sunnudag. Fjölmiðlar víða um heim keppast við að hlaða íslenska liðið lofi og gera íslenska ævintýrinu góð skil. Franskir fjölmiðlar einbeita sér þó öðru fremur að liðinu sjálfu og hvað franska liðið þurfi að gera til að slá íslensku víkingana úr leik á sunnudag. Gregoire Fleurot er blaðamaður stærsta íþróttablaðs Frakklands, L'Equipe, og hann hefur fylgt íslenska liðinu eftir síðan í mars. Hann segir að væntingar Frakka séu skýrar. Þeir vilji vinna mótið á heimavelli. Vilja fara alla leið „Það væru þess vegna mikil vonbrigði að tapa fyrir Íslandi,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Þá var nýlokið þéttsetnum blaðamannafundi íslenska liðsins á Novotel-hótelinu í Annecy. „Forseti franska knattspyrnusambandsins sagði fyrir mótið að lágmarksvæntingar væru að ná í undanúrslitin. En allir búast við því að liðið geti farið alla leið,“ segir hann. L'Equipe helgaði íslenska liðinu fjórar síður í útgáfu sinni í dag. „Tvær um hvernig Ísland spilar og hversu gott liðið er. Það vita flestir að Ísland er með gott lið og fólk vill nú skilja af hverju Ísland hefur náð góðum árangri gegn sterkum liðum eins og Englandi.“Gregoire Fleurot, blaðamaður L’Equipe í Frakklandi.vísir/esáGlapræði að vanmeta Ísland Það hefur mátt heyra á sérfræðingum í franska sjónvarpinu að þeir telji að franska landsliðið eigi að vinna það íslenska. „Það væri glapræði að vanmeta íslenska liðið úr þessu. Ég hef nú ekki heyrt mikið sjálfur af umræðu sérfræðinga en get ímyndað mér að það sé einfaldlega hluti af umræðunni í sjónvarpi að hafa skiptar skoðanir, þar sem meðal annars svona ummæli falla.“Undirbúningur verður réttur Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, átti ótrúlegan leikmannaferil. Hann vann nánast allt sem hægt var að vinna. Hann var landsliðsfyrirliði heims- og Evrópumeistaraliðs Frakklands sem unnu titlana 1998 og 2000 og vann Meistaradeild Evrópu með tveimur liðum – Marseille og Juventus. Hann er einn þriggja fyrirliða í sögunni til að lyfta öllum þremur bikurunum, ásamt Franz Beckenbauer og Iker Casillas. „Deschamps mun ekki vanmeta Ísland. Hann er mjög alvörugefinn þjálfari sem lifir fyrir samkeppni og mót eins og þessi. Hann hefur gert þetta allt saman áður og veit að það eru engin smálið á stórmótum. Ég held að honum takist að hafa andlegan undirbúning liðsins fyrir þennan leik réttan.“ Fleurot minnir á að verðandi heimsmeistarar Frakklands fengu erfiðan leik í 16 liða úrslitum HM 1998. „Það var gegn Paragvæ, sem átti að heita smálið, og reyndist einn erfiðasti leikur mótsins. Frakkland vann næstum 1-0 í framlengingu og var næstum búið að tapa. Þjálfarinn er mjög meðvitaður um þær hættur sem stafa af Íslandi.“Veikir á köntunum Mikið hefur verið fjallað um það sem Ísland gerir vel og landsliðsþjálfurunum hefur verið tíðrætt um að lykilatriði í velgengni liðsins sé hversu vel íslenska liðinu tekst að nýta sína styrkleika. En hverja telur Fleurot vera veikleika Íslands? „Það er erfið spurning. Ég veit allt um styrkleika liðsins,“ segir hann og brosir. „Ísland er með mjög sterka miðverði, miðjumenn og svo tvo framherja sem vinna gríðarlega mikið. Það er kannski helst að kantarnir séu viðkvæmir. Þegar England ákvað að spila breitt og sækja upp kantana komu bestu færi þeirra í leiknum. Það er því helst að veikleikar íslenska liðsins liggi þar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Augu alheimsins beinast að Íslandi þessa dagana og ljóst að það verður gríðarleg athygli á leik liðsins gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum EM á Stade de France á sunnudag. Fjölmiðlar víða um heim keppast við að hlaða íslenska liðið lofi og gera íslenska ævintýrinu góð skil. Franskir fjölmiðlar einbeita sér þó öðru fremur að liðinu sjálfu og hvað franska liðið þurfi að gera til að slá íslensku víkingana úr leik á sunnudag. Gregoire Fleurot er blaðamaður stærsta íþróttablaðs Frakklands, L'Equipe, og hann hefur fylgt íslenska liðinu eftir síðan í mars. Hann segir að væntingar Frakka séu skýrar. Þeir vilji vinna mótið á heimavelli. Vilja fara alla leið „Það væru þess vegna mikil vonbrigði að tapa fyrir Íslandi,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Þá var nýlokið þéttsetnum blaðamannafundi íslenska liðsins á Novotel-hótelinu í Annecy. „Forseti franska knattspyrnusambandsins sagði fyrir mótið að lágmarksvæntingar væru að ná í undanúrslitin. En allir búast við því að liðið geti farið alla leið,“ segir hann. L'Equipe helgaði íslenska liðinu fjórar síður í útgáfu sinni í dag. „Tvær um hvernig Ísland spilar og hversu gott liðið er. Það vita flestir að Ísland er með gott lið og fólk vill nú skilja af hverju Ísland hefur náð góðum árangri gegn sterkum liðum eins og Englandi.“Gregoire Fleurot, blaðamaður L’Equipe í Frakklandi.vísir/esáGlapræði að vanmeta Ísland Það hefur mátt heyra á sérfræðingum í franska sjónvarpinu að þeir telji að franska landsliðið eigi að vinna það íslenska. „Það væri glapræði að vanmeta íslenska liðið úr þessu. Ég hef nú ekki heyrt mikið sjálfur af umræðu sérfræðinga en get ímyndað mér að það sé einfaldlega hluti af umræðunni í sjónvarpi að hafa skiptar skoðanir, þar sem meðal annars svona ummæli falla.“Undirbúningur verður réttur Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, átti ótrúlegan leikmannaferil. Hann vann nánast allt sem hægt var að vinna. Hann var landsliðsfyrirliði heims- og Evrópumeistaraliðs Frakklands sem unnu titlana 1998 og 2000 og vann Meistaradeild Evrópu með tveimur liðum – Marseille og Juventus. Hann er einn þriggja fyrirliða í sögunni til að lyfta öllum þremur bikurunum, ásamt Franz Beckenbauer og Iker Casillas. „Deschamps mun ekki vanmeta Ísland. Hann er mjög alvörugefinn þjálfari sem lifir fyrir samkeppni og mót eins og þessi. Hann hefur gert þetta allt saman áður og veit að það eru engin smálið á stórmótum. Ég held að honum takist að hafa andlegan undirbúning liðsins fyrir þennan leik réttan.“ Fleurot minnir á að verðandi heimsmeistarar Frakklands fengu erfiðan leik í 16 liða úrslitum HM 1998. „Það var gegn Paragvæ, sem átti að heita smálið, og reyndist einn erfiðasti leikur mótsins. Frakkland vann næstum 1-0 í framlengingu og var næstum búið að tapa. Þjálfarinn er mjög meðvitaður um þær hættur sem stafa af Íslandi.“Veikir á köntunum Mikið hefur verið fjallað um það sem Ísland gerir vel og landsliðsþjálfurunum hefur verið tíðrætt um að lykilatriði í velgengni liðsins sé hversu vel íslenska liðinu tekst að nýta sína styrkleika. En hverja telur Fleurot vera veikleika Íslands? „Það er erfið spurning. Ég veit allt um styrkleika liðsins,“ segir hann og brosir. „Ísland er með mjög sterka miðverði, miðjumenn og svo tvo framherja sem vinna gríðarlega mikið. Það er kannski helst að kantarnir séu viðkvæmir. Þegar England ákvað að spila breitt og sækja upp kantana komu bestu færi þeirra í leiknum. Það er því helst að veikleikar íslenska liðsins liggi þar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti