Gallsúr mjólk Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2016 07:00 Mjólkursamsalan hefur verið sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til keppinautanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS, sem sagt sjálfs sín, og Kaupfélags Skagfirðinga, samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Sama stofnun sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls fyrir tveimur árum en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins frá 6.júní síðastliðnum um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum segir meðal annars, að frumvarpið þarfnist gagngerrar endurskoðunar í því skyni að tryggja almannahagsmuni. Frumvarpið komi í veg fyrir eða takmarki bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Jafnframt segir, að frumvarpið komi í veg fyrir að minni vinnslu- eða afurðastöðvar eflist og dafni. Þetta eru stór orð og vægast sagt stórfurðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur sem kennir sig við víðsýni á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum, skuli taka þátt í því með samstarfsflokknum að festa hér í sessi enn frekar einokun og fákeppni á þessum markaði næstu árin og áratugina. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú fagnar niðurstöðunni. Hann fullyrðir í fréttum að Mjólkursamsalan hafi í raun verið með þaulskipulagða aðför að keppinautum sínum. Hann boðar skaðabótamál gegn MS, þar sem farið verði fram á hundruð milljóna í bætur. Forstjóri MS boðar áfrýjun á málinu, engir sjóðir séu til í félaginu sem hægt er að ganga í til að greiða svona sektir. Slíkar upphæðir kæmu einungis úr vösum neytenda. Er það boðlegur málflutningur? Það virðist ekki vera að forsvarsmönnum MS þyki neitt að því að okra á keppinautum og neytendum í skjóli stjórnvalda. Þeir svara fullum hálsi, eins og þeirra er von og vísa. Málatilbúnaður forráðamanna MS bætir einungis olíu á eldinn. Forstjórinn ber tvo hatta. Hann er talsmaður einokunar og fákeppni hjá MS og svo málsvari viðskiptafrelsis í hlutverki stjórnarmanns Samtaka verslunar- og þjónustu. Er hægt að þjóna þessum ólíku herrum árekstralaust?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun
Mjólkursamsalan hefur verið sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til keppinautanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS, sem sagt sjálfs sín, og Kaupfélags Skagfirðinga, samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Sama stofnun sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls fyrir tveimur árum en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins frá 6.júní síðastliðnum um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum segir meðal annars, að frumvarpið þarfnist gagngerrar endurskoðunar í því skyni að tryggja almannahagsmuni. Frumvarpið komi í veg fyrir eða takmarki bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Jafnframt segir, að frumvarpið komi í veg fyrir að minni vinnslu- eða afurðastöðvar eflist og dafni. Þetta eru stór orð og vægast sagt stórfurðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur sem kennir sig við víðsýni á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum, skuli taka þátt í því með samstarfsflokknum að festa hér í sessi enn frekar einokun og fákeppni á þessum markaði næstu árin og áratugina. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú fagnar niðurstöðunni. Hann fullyrðir í fréttum að Mjólkursamsalan hafi í raun verið með þaulskipulagða aðför að keppinautum sínum. Hann boðar skaðabótamál gegn MS, þar sem farið verði fram á hundruð milljóna í bætur. Forstjóri MS boðar áfrýjun á málinu, engir sjóðir séu til í félaginu sem hægt er að ganga í til að greiða svona sektir. Slíkar upphæðir kæmu einungis úr vösum neytenda. Er það boðlegur málflutningur? Það virðist ekki vera að forsvarsmönnum MS þyki neitt að því að okra á keppinautum og neytendum í skjóli stjórnvalda. Þeir svara fullum hálsi, eins og þeirra er von og vísa. Málatilbúnaður forráðamanna MS bætir einungis olíu á eldinn. Forstjórinn ber tvo hatta. Hann er talsmaður einokunar og fákeppni hjá MS og svo málsvari viðskiptafrelsis í hlutverki stjórnarmanns Samtaka verslunar- og þjónustu. Er hægt að þjóna þessum ólíku herrum árekstralaust?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun