David og Victoria Beckham lent í Reykjavík Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júlí 2016 21:10 David Beckham sést hér vopnaður hatti. Eiginkona hans, Victoria, er rauðklædd fyrir framan hann. vísir/friðrik þór Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Real Madrid og Manchester United, lentu á Reykjavíkurflugvelli á nú á níunda tímanum. Einkaflugvél þeirra hjóna lenti um klukkan 20.30. Með þeim í för voru yngri börn þeirra þrjú en elsti sonurinn, hinn sautján ára gamli Romeo Beckham, var ekki sjáanlegur. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda hans tók á móti þeim. Einkaþota Björgólfs lenti á Reykjavíkurflugvelli á undan þotu Beckham-hjónanna. Heimildir herma að þau muni kíkja í veiði. Að auki má telja það líklegt að fjölskyldan kíki á Hamborgarabúllu Tómasar enda meðlimir hennar miklir aðdáendur staðarins. Þegar hjónin voru á leið út í bíl flykktist að þeim hópur stúlkna og kvenna. Sjónvarvottur segir að þar hafi verið á ferðinni að stærstum hluta erlendir ferðamenn þó einhverjir Íslendingar hafi verið í hópnum. Hjónin leiddu það að mestu hjá sér. David Beckham er 41 árs og er þekktastur fyrir baneitraðan hægri fót. Stærstan hluta knattspyrnuferils síns lék hann með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Hann lék að auki 115 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim sautján mörk. Um skeið bar hann fyrirliðaband landsliðsins. Árið 2003 var hann aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Victoria Beckham var áður þekkt sem Victoria Adams. Á árum áður var hún þekkt sem Posh Spice í stúlknasveitinni Spice Girls. Sveitin sló eftirminnilega í gegn fyrir um tuttugu árum með laginu Wannabe. Eftir að míkrafóninn fór á hilluna hefur Victoria helgað lífi sínu tískunni. Þau David og Victoria giftu sig árið 1999. Saman eiga þau fjögur börn, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Hið elsta er fætt 1999 en sú yngsta árið 2011. vísir/friðrik þórBjörgólfur Thor tók á móti fjölskyldunni.vísir/friðrik þór Tengdar fréttir Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Sjá meira
Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Real Madrid og Manchester United, lentu á Reykjavíkurflugvelli á nú á níunda tímanum. Einkaflugvél þeirra hjóna lenti um klukkan 20.30. Með þeim í för voru yngri börn þeirra þrjú en elsti sonurinn, hinn sautján ára gamli Romeo Beckham, var ekki sjáanlegur. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda hans tók á móti þeim. Einkaþota Björgólfs lenti á Reykjavíkurflugvelli á undan þotu Beckham-hjónanna. Heimildir herma að þau muni kíkja í veiði. Að auki má telja það líklegt að fjölskyldan kíki á Hamborgarabúllu Tómasar enda meðlimir hennar miklir aðdáendur staðarins. Þegar hjónin voru á leið út í bíl flykktist að þeim hópur stúlkna og kvenna. Sjónvarvottur segir að þar hafi verið á ferðinni að stærstum hluta erlendir ferðamenn þó einhverjir Íslendingar hafi verið í hópnum. Hjónin leiddu það að mestu hjá sér. David Beckham er 41 árs og er þekktastur fyrir baneitraðan hægri fót. Stærstan hluta knattspyrnuferils síns lék hann með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Hann lék að auki 115 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim sautján mörk. Um skeið bar hann fyrirliðaband landsliðsins. Árið 2003 var hann aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Victoria Beckham var áður þekkt sem Victoria Adams. Á árum áður var hún þekkt sem Posh Spice í stúlknasveitinni Spice Girls. Sveitin sló eftirminnilega í gegn fyrir um tuttugu árum með laginu Wannabe. Eftir að míkrafóninn fór á hilluna hefur Victoria helgað lífi sínu tískunni. Þau David og Victoria giftu sig árið 1999. Saman eiga þau fjögur börn, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Hið elsta er fætt 1999 en sú yngsta árið 2011. vísir/friðrik þórBjörgólfur Thor tók á móti fjölskyldunni.vísir/friðrik þór
Tengdar fréttir Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Sjá meira
Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05