Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. júlí 2016 14:15 Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða Krossins segir mun meiri mannúð fylgja þessu fyrirkomulagi. „Rauði Krossinn hefur talað um það að það skorti mannúð þegar hælisleitendur þurfa að yfirgefa landið ef þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og ef þeir geta ekki eða vilja ekki sest að hér á landi.“ Hann segir lögreglufylgdina þegar hælisleitindum er vísað úr landi gjarnan skorta mannúð. „Þá eftir að hafa lagt á sig mikið erfiði og varið umtalsverðu fé til að komast hingað er það oft á tíðum illa fjárhagslega statt. Að því leiti er það mannúðlegra og auðveldar fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. Þá með að minnsta kosti með eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf,“ segir Björn. „Það eiga eftir að vakna upp spurningar um hvort að þetta eigi eftir að kosta meira en núverandi kerfi en ég held að svo sé ekki. Eins og kerfið er núna fer mikill mannafli í þessa nauðugu fylgd sem er ómannúðleg í eðli sínu til að byrja með og hún kostar líka pening,“ segir hann.Nú gætu margir spurt sig hvort að ekki sé verið að loka augunum fyrir hinum raunverulega vanda ef að Útlendingastofnun ætlar að afhenda hælisleitendum tékka gegn því að þeir yfirgefi landið? „Vissulega hljómar þetta eins og ákveðin friðþæging. Að við viljum ekki takast á við vandann, senda hann á brott og borga fyrir það fé. Það finnst mér alveg vera sjónarmið. En okkar ósk væri sú að flestir okkar umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta er engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara,“ segir Björn. Flóttamenn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða Krossins segir mun meiri mannúð fylgja þessu fyrirkomulagi. „Rauði Krossinn hefur talað um það að það skorti mannúð þegar hælisleitendur þurfa að yfirgefa landið ef þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og ef þeir geta ekki eða vilja ekki sest að hér á landi.“ Hann segir lögreglufylgdina þegar hælisleitindum er vísað úr landi gjarnan skorta mannúð. „Þá eftir að hafa lagt á sig mikið erfiði og varið umtalsverðu fé til að komast hingað er það oft á tíðum illa fjárhagslega statt. Að því leiti er það mannúðlegra og auðveldar fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. Þá með að minnsta kosti með eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf,“ segir Björn. „Það eiga eftir að vakna upp spurningar um hvort að þetta eigi eftir að kosta meira en núverandi kerfi en ég held að svo sé ekki. Eins og kerfið er núna fer mikill mannafli í þessa nauðugu fylgd sem er ómannúðleg í eðli sínu til að byrja með og hún kostar líka pening,“ segir hann.Nú gætu margir spurt sig hvort að ekki sé verið að loka augunum fyrir hinum raunverulega vanda ef að Útlendingastofnun ætlar að afhenda hælisleitendum tékka gegn því að þeir yfirgefi landið? „Vissulega hljómar þetta eins og ákveðin friðþæging. Að við viljum ekki takast á við vandann, senda hann á brott og borga fyrir það fé. Það finnst mér alveg vera sjónarmið. En okkar ósk væri sú að flestir okkar umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta er engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara,“ segir Björn.
Flóttamenn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira