Risar mætast í Marseille Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2016 06:00 vísir/epa Leikurinn á Stade Vélodrome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttarkeppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátttöku fyrirliðans Bastians Schweinsteiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annaðhvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni.graf/fréttablaðiðSú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnudaginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Leikurinn á Stade Vélodrome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttarkeppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátttöku fyrirliðans Bastians Schweinsteiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annaðhvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni.graf/fréttablaðiðSú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnudaginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira