Fjöldi Íslendinga varð fyrir barðinu á vasaþjófum í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2016 16:09 Soffía Jóhannsdóttir Hauth lenti í klóm vasaþjófa en fékk símann sinn aftur þökk sé lögreglunni í París. Soffía Jóhannsdóttir Hauth var á meðal Íslendinganna í stúkunni á Stade de France í París síðastliðinn sunnudag þegar Frakkar kláruðu okkar menn 5-2 í eftirminnilegum leik á Evrópumótinu í fótbolta. Rétt fyrir leik áttaði hún sig á því að hún var símalaus, símanum hennar hafði verið stolið. Hún lét það ekki á sig fá á meðan á leik stóð, naut leiksins en var að vonum svekkt að honum loknum, símalaus. Soffía hafði reynt að hringja í hann um leið og hún varð þess vör að síminn var ekki á sínum stað. Slökkt var á símanum. Þannig var hún fullviss um að honum hefði verið stolið. Á ferðalaginu heim til Íslands daginn eftir var Soffía stödd á flugvellinum í München og datt eiginmanni hennar þá í hug að prófa að hringja í símann. Í annari tilraun var svarað. „Þá var það lögreglan sem hafði handsamað einhvern óprúttinn vasaþjóf sem var meðal annars með símann minn,“ segir Soffía sem var svo heppinn að vinafólk hennar var enn í París og gat sótt símann upp á lögreglustöð. Hún segir í samtali við Vísi að henni virðist sem um nokkuð umfangsmikið mál sé að ræða þar sem vinafólkið þurfti að hafa samband við saksóknara og leggja fram kæru fyrir hennar hönd. „Þannig að ég er kominn með minn elskulega síma aftur í hendurnar,“ segir Soffía sem deildi símanúmeri á frönsku lögregluna í Ferðagrúppuna EM 2016 á Facebook. Og viti menn. Á einni klukkustund hafa sex deilt slæmri reynslusögu úr lestarferð á leiðinni á leikinn þar sem veski eða símum var stolið. Þeir hinir sömu ættu að hafa samband við frönsku lögregluna í þeirri von um að þar sé að finna símann eða veskið. „Það fá eflaust ekki allir hlutina sína aftur en kannski einhver,“ segir Soffía. Síminn hjá frönsku lögreglunni í París er +33153694421. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Soffía Jóhannsdóttir Hauth var á meðal Íslendinganna í stúkunni á Stade de France í París síðastliðinn sunnudag þegar Frakkar kláruðu okkar menn 5-2 í eftirminnilegum leik á Evrópumótinu í fótbolta. Rétt fyrir leik áttaði hún sig á því að hún var símalaus, símanum hennar hafði verið stolið. Hún lét það ekki á sig fá á meðan á leik stóð, naut leiksins en var að vonum svekkt að honum loknum, símalaus. Soffía hafði reynt að hringja í hann um leið og hún varð þess vör að síminn var ekki á sínum stað. Slökkt var á símanum. Þannig var hún fullviss um að honum hefði verið stolið. Á ferðalaginu heim til Íslands daginn eftir var Soffía stödd á flugvellinum í München og datt eiginmanni hennar þá í hug að prófa að hringja í símann. Í annari tilraun var svarað. „Þá var það lögreglan sem hafði handsamað einhvern óprúttinn vasaþjóf sem var meðal annars með símann minn,“ segir Soffía sem var svo heppinn að vinafólk hennar var enn í París og gat sótt símann upp á lögreglustöð. Hún segir í samtali við Vísi að henni virðist sem um nokkuð umfangsmikið mál sé að ræða þar sem vinafólkið þurfti að hafa samband við saksóknara og leggja fram kæru fyrir hennar hönd. „Þannig að ég er kominn með minn elskulega síma aftur í hendurnar,“ segir Soffía sem deildi símanúmeri á frönsku lögregluna í Ferðagrúppuna EM 2016 á Facebook. Og viti menn. Á einni klukkustund hafa sex deilt slæmri reynslusögu úr lestarferð á leiðinni á leikinn þar sem veski eða símum var stolið. Þeir hinir sömu ættu að hafa samband við frönsku lögregluna í þeirri von um að þar sé að finna símann eða veskið. „Það fá eflaust ekki allir hlutina sína aftur en kannski einhver,“ segir Soffía. Síminn hjá frönsku lögreglunni í París er +33153694421.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira