Fjöldi Íslendinga varð fyrir barðinu á vasaþjófum í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2016 16:09 Soffía Jóhannsdóttir Hauth lenti í klóm vasaþjófa en fékk símann sinn aftur þökk sé lögreglunni í París. Soffía Jóhannsdóttir Hauth var á meðal Íslendinganna í stúkunni á Stade de France í París síðastliðinn sunnudag þegar Frakkar kláruðu okkar menn 5-2 í eftirminnilegum leik á Evrópumótinu í fótbolta. Rétt fyrir leik áttaði hún sig á því að hún var símalaus, símanum hennar hafði verið stolið. Hún lét það ekki á sig fá á meðan á leik stóð, naut leiksins en var að vonum svekkt að honum loknum, símalaus. Soffía hafði reynt að hringja í hann um leið og hún varð þess vör að síminn var ekki á sínum stað. Slökkt var á símanum. Þannig var hún fullviss um að honum hefði verið stolið. Á ferðalaginu heim til Íslands daginn eftir var Soffía stödd á flugvellinum í München og datt eiginmanni hennar þá í hug að prófa að hringja í símann. Í annari tilraun var svarað. „Þá var það lögreglan sem hafði handsamað einhvern óprúttinn vasaþjóf sem var meðal annars með símann minn,“ segir Soffía sem var svo heppinn að vinafólk hennar var enn í París og gat sótt símann upp á lögreglustöð. Hún segir í samtali við Vísi að henni virðist sem um nokkuð umfangsmikið mál sé að ræða þar sem vinafólkið þurfti að hafa samband við saksóknara og leggja fram kæru fyrir hennar hönd. „Þannig að ég er kominn með minn elskulega síma aftur í hendurnar,“ segir Soffía sem deildi símanúmeri á frönsku lögregluna í Ferðagrúppuna EM 2016 á Facebook. Og viti menn. Á einni klukkustund hafa sex deilt slæmri reynslusögu úr lestarferð á leiðinni á leikinn þar sem veski eða símum var stolið. Þeir hinir sömu ættu að hafa samband við frönsku lögregluna í þeirri von um að þar sé að finna símann eða veskið. „Það fá eflaust ekki allir hlutina sína aftur en kannski einhver,“ segir Soffía. Síminn hjá frönsku lögreglunni í París er +33153694421. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Soffía Jóhannsdóttir Hauth var á meðal Íslendinganna í stúkunni á Stade de France í París síðastliðinn sunnudag þegar Frakkar kláruðu okkar menn 5-2 í eftirminnilegum leik á Evrópumótinu í fótbolta. Rétt fyrir leik áttaði hún sig á því að hún var símalaus, símanum hennar hafði verið stolið. Hún lét það ekki á sig fá á meðan á leik stóð, naut leiksins en var að vonum svekkt að honum loknum, símalaus. Soffía hafði reynt að hringja í hann um leið og hún varð þess vör að síminn var ekki á sínum stað. Slökkt var á símanum. Þannig var hún fullviss um að honum hefði verið stolið. Á ferðalaginu heim til Íslands daginn eftir var Soffía stödd á flugvellinum í München og datt eiginmanni hennar þá í hug að prófa að hringja í símann. Í annari tilraun var svarað. „Þá var það lögreglan sem hafði handsamað einhvern óprúttinn vasaþjóf sem var meðal annars með símann minn,“ segir Soffía sem var svo heppinn að vinafólk hennar var enn í París og gat sótt símann upp á lögreglustöð. Hún segir í samtali við Vísi að henni virðist sem um nokkuð umfangsmikið mál sé að ræða þar sem vinafólkið þurfti að hafa samband við saksóknara og leggja fram kæru fyrir hennar hönd. „Þannig að ég er kominn með minn elskulega síma aftur í hendurnar,“ segir Soffía sem deildi símanúmeri á frönsku lögregluna í Ferðagrúppuna EM 2016 á Facebook. Og viti menn. Á einni klukkustund hafa sex deilt slæmri reynslusögu úr lestarferð á leiðinni á leikinn þar sem veski eða símum var stolið. Þeir hinir sömu ættu að hafa samband við frönsku lögregluna í þeirri von um að þar sé að finna símann eða veskið. „Það fá eflaust ekki allir hlutina sína aftur en kannski einhver,“ segir Soffía. Síminn hjá frönsku lögreglunni í París er +33153694421.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira