Er Skoda á leið til Bandaríkjanna? Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 12:45 Skoda Superb. Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefjist þar heldur að Skoda vilji eingöngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verður. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir uppgötvun díslvélasvindls þeirra. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasamstæðunni. Ennfremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auðveldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefjist þar heldur að Skoda vilji eingöngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verður. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir uppgötvun díslvélasvindls þeirra. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasamstæðunni. Ennfremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auðveldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent