Einkunnir eftir tapið gegn Frökkum: Gylfi bestur 3. júlí 2016 20:55 Gylfi var valinn maður leiksins á Vísi. vísir/getty Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslands því eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0. Staðan var svo 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik klóruðu okkar menn aðeins í bakkann, en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum. Lokatölur, eins og áður segir 5-2, en Vísir valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins með sjö í einkunn. Einkunnir alla leikmanna auk umsagna má sjá hér að neðan.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fengum ekkert aukalega frá Hannesi sem var vitað mál að við þyrftum. Fimmta markið skrifast að stóru leyti á hann.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Óþreytandi upp og niður völlinn en átti sem fyrr erfitt með að koma boltanum fyrir úr góðri stöðu.Kári Árnason, miðvörður 4 Þeir Ragnar hikstuðu í samvinnunni í fyrsta markinu og Kári leit illa út í fjórða markinu þótt heppnin hafi verið með Frökkum. Skipt útaf í hálfleik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Samvinnan í hjarta varnarinnar gekk ekki vel í fyrri hálfleik sem hefur verið einn af lyklunum að velgengni liðsins.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Öruggur í varnarleiknum en kom lítið út úr honum sóknarlega. Lagði upp seinna markið með fínni fyrirgjöf.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik og var mikið í boltanum, skapandi og líflegur. Hélt því áfram þegar hann færði sig á vinstri kantinn í síðari hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Sýndi gríðarlegan dugnað á miðjunni og leiddi liðið í baráttunni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður Íslands í leiknum. Dró vagninn í sóknarleiknum og gaf okkur von um að geta skorað í leiknum. Flest færi Íslands komu eftir gullspyrnur Gylfa.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Átti afar erfitt uppdráttar og komst seint í takt við leikinn. Nýttist lítið í sóknarleiknum og kom ekkert út úr þeim Ara vinstra megin í fyrri hálfleik. Virkaði andlaus lengi vel en skoraði gott mark í lokin.Jón Daði Böðvarsson 5 Fékk besta færi Íslands í fyrri hálflleiknum en náði ekki að stýra boltanum í markið. Duglegur að vanda en vantaði styrk í baráttunni við nautsterka miðverði Frakkanna.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Skoraði mark Íslands og vann einvígin sín í loftinu. Minnti franska fótboltaunnendur á styrkleika sína.Varamenn:Alfreð Finnbogason 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 46. mínútu) Átti fína innkomu, var mikið í boltanum og kom sér í færi.Sverrir Ingi Ingason 5 - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 46. mínútu) Leit illa út í fimmta marki Frakka og fór illa með algjört dauðafæri í síðari hálfleik. Minnti samt á hve björt framtíðin er með hann í vörninni, gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.Eiður Smári Guðjohnsen - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 83. mínútu) Goðsögnin lauk ferlinum með fyrirliðabandið og Ísland skoraði augnabliki eftir innkomuna. Takk. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslands því eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0. Staðan var svo 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik klóruðu okkar menn aðeins í bakkann, en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum. Lokatölur, eins og áður segir 5-2, en Vísir valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins með sjö í einkunn. Einkunnir alla leikmanna auk umsagna má sjá hér að neðan.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fengum ekkert aukalega frá Hannesi sem var vitað mál að við þyrftum. Fimmta markið skrifast að stóru leyti á hann.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Óþreytandi upp og niður völlinn en átti sem fyrr erfitt með að koma boltanum fyrir úr góðri stöðu.Kári Árnason, miðvörður 4 Þeir Ragnar hikstuðu í samvinnunni í fyrsta markinu og Kári leit illa út í fjórða markinu þótt heppnin hafi verið með Frökkum. Skipt útaf í hálfleik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Samvinnan í hjarta varnarinnar gekk ekki vel í fyrri hálfleik sem hefur verið einn af lyklunum að velgengni liðsins.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Öruggur í varnarleiknum en kom lítið út úr honum sóknarlega. Lagði upp seinna markið með fínni fyrirgjöf.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik og var mikið í boltanum, skapandi og líflegur. Hélt því áfram þegar hann færði sig á vinstri kantinn í síðari hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Sýndi gríðarlegan dugnað á miðjunni og leiddi liðið í baráttunni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður Íslands í leiknum. Dró vagninn í sóknarleiknum og gaf okkur von um að geta skorað í leiknum. Flest færi Íslands komu eftir gullspyrnur Gylfa.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Átti afar erfitt uppdráttar og komst seint í takt við leikinn. Nýttist lítið í sóknarleiknum og kom ekkert út úr þeim Ara vinstra megin í fyrri hálfleik. Virkaði andlaus lengi vel en skoraði gott mark í lokin.Jón Daði Böðvarsson 5 Fékk besta færi Íslands í fyrri hálflleiknum en náði ekki að stýra boltanum í markið. Duglegur að vanda en vantaði styrk í baráttunni við nautsterka miðverði Frakkanna.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Skoraði mark Íslands og vann einvígin sín í loftinu. Minnti franska fótboltaunnendur á styrkleika sína.Varamenn:Alfreð Finnbogason 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 46. mínútu) Átti fína innkomu, var mikið í boltanum og kom sér í færi.Sverrir Ingi Ingason 5 - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 46. mínútu) Leit illa út í fimmta marki Frakka og fór illa með algjört dauðafæri í síðari hálfleik. Minnti samt á hve björt framtíðin er með hann í vörninni, gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.Eiður Smári Guðjohnsen - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 83. mínútu) Goðsögnin lauk ferlinum með fyrirliðabandið og Ísland skoraði augnabliki eftir innkomuna. Takk.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira