Robbie Fowler íslenskur til miðnættis | Þrjár milljónir styðja Ísland Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2016 15:30 Fowler heldur með Íslandi í kvöld. vísir/getty Fyrrum Liverpool-mennirnir, þeir Robbie Fowler, Luis Garcia og Patrik Berger, ræddu um leik Íslands og Frakklands á Twitter-síðum sínum í morgun. Patrik Berger, sem spilaði 149 leiki fyrir Liverpool á árunum 1996-2003, og Luis Garcia, sem spilaði 77 leiki á árunum 2004-2007, giska á að Frakkarnir fari áfram í kvöld. Markamaskínan úr Bítlaborginni, Robbie Fowler, segir þó að hann haldi með Íslandi í kvöld og segir Fowler að þetta sé ár litlu liðana. Fowler skýtur aðeins á Berger og segir að á þessu ári gæti Berger kannski meira segja unnið hann í golfi. „Ég er Íslendingur til miðnætis og svo verð ég velskur aftur," svaraði Fowler þeim Berger og Garcia. Twitt hans má sjá hér að neðan.@LuchoGarcia14@patrikberger73 get On you two.... Be the shepherd not the sheep... I'm Icelandic till midnight ... Then Welsh again — Robbie Fowler (@Robbie9Fowler) July 3, 2016Um 3,4 milljónir manns hefur stofnað sér íslenskt nafn inná síðu þar sem fólk getur stutt við liðin sem eru á Evrópumótinu með því að búa sér til treyjur með nafni viðkomandi lands. „Vá, eru þeir svo margir? Þetta er risastórt," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari hjá Drøbak Frogn í Noregi, í samtali við Verdens Gang, en Teitur er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Það má þar með segja að það verði að minnsta kosti 3 milljónir manna sem styðji Ísland í kvöld þegar þeir mæta heimamönnum Frakka á Stade De France í París, en flautað verður til leiks klukkan 19.00. „Þetta er mjög stórt. Ég hef séð að fólkið í Skandinavíu styður okkur mikið. Sérstaklega í Noregi þar sem þeir eru ekki á mótinu. Skandinavía er upptekið af okkur og það er rosalega gaman," sagði Birkir Bjarnason, landsliðsmaður. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Fyrrum Liverpool-mennirnir, þeir Robbie Fowler, Luis Garcia og Patrik Berger, ræddu um leik Íslands og Frakklands á Twitter-síðum sínum í morgun. Patrik Berger, sem spilaði 149 leiki fyrir Liverpool á árunum 1996-2003, og Luis Garcia, sem spilaði 77 leiki á árunum 2004-2007, giska á að Frakkarnir fari áfram í kvöld. Markamaskínan úr Bítlaborginni, Robbie Fowler, segir þó að hann haldi með Íslandi í kvöld og segir Fowler að þetta sé ár litlu liðana. Fowler skýtur aðeins á Berger og segir að á þessu ári gæti Berger kannski meira segja unnið hann í golfi. „Ég er Íslendingur til miðnætis og svo verð ég velskur aftur," svaraði Fowler þeim Berger og Garcia. Twitt hans má sjá hér að neðan.@LuchoGarcia14@patrikberger73 get On you two.... Be the shepherd not the sheep... I'm Icelandic till midnight ... Then Welsh again — Robbie Fowler (@Robbie9Fowler) July 3, 2016Um 3,4 milljónir manns hefur stofnað sér íslenskt nafn inná síðu þar sem fólk getur stutt við liðin sem eru á Evrópumótinu með því að búa sér til treyjur með nafni viðkomandi lands. „Vá, eru þeir svo margir? Þetta er risastórt," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari hjá Drøbak Frogn í Noregi, í samtali við Verdens Gang, en Teitur er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Það má þar með segja að það verði að minnsta kosti 3 milljónir manna sem styðji Ísland í kvöld þegar þeir mæta heimamönnum Frakka á Stade De France í París, en flautað verður til leiks klukkan 19.00. „Þetta er mjög stórt. Ég hef séð að fólkið í Skandinavíu styður okkur mikið. Sérstaklega í Noregi þar sem þeir eru ekki á mótinu. Skandinavía er upptekið af okkur og það er rosalega gaman," sagði Birkir Bjarnason, landsliðsmaður.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann