Sagna: Ísland veitti Englandi lexíu í reisn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2016 17:15 Bacary Sagna ræðir við fréttamenn. Vísir/AFP Bacary Sagna, bakvörður Manchester City og franska landsliðsins, var ánægður með að Ísland hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Ísland og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í Saint-Denis, rétt utan París, annað kvöld. Sigurvegarinn mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Ítalíu í Marseille á fimmtudag. Patrice Evra, félagi Sagna í frönsku varnarlínunni, sagði við franska blaðamenn í fyrradag að það hefði farið í taugarnar á honum þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands, þegar okkar mönnum tókst að slá England úr leik. Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Sagna tók í svipaðan streng þegar hann ræddi við franska blaðamenn í gær.Ánægður fyrir hönd Íslands „Ég hélt að England myndi vinna leikinn vegna þess að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið,“ sagði Sagna. „Ég er vanur því að spila gegn þessum leikmönnum. En að sama skapi var ég ánægður fyrir hönd Íslands því liðið veitti því enska lexíu í reisn.“ „Af hverju fór England ekki áfram? Ég veit það ekki. Það er allt hægt í fótbolta. En miðað við það sem ég sá þá átti Ísland skilið að fara áfram.“ „Það er ekki bara einn leikmaður gerir gæfumuninn fyrir þá. Allt liðið mun skapa okkur vanda. Ég held að mörg félög muni gera atlögu að því að fá leikmenn íslenska liðsins því þeir hafa sýnt að þeir geta spilað vel.“Ekki hægt að vanmeta Ísland „Margir segja að árangur Íslands sé það sem hafi komið mest á óvart. Ísland er svolítið líkt Leicester en Íslendingar eiga fyllilega skilið að vera hér og sýndu í undankeppninni að þeir geta unnið góð lið. Íslendingar unnu Hollendinga tvívegis, unnu Tékka og unnu sinn riðil,“ sagði Sagna en hið rétta er að Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli. „Ísland er gott lið og það er ekki hægt að vanmeta liðið.“ Hann segir að Frakkland muni nú gera allt sem í valdi þess stendur til að fara ekki sömu leið og England. „Við höfum fengið okkar viðvörun.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29 Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Bacary Sagna, bakvörður Manchester City og franska landsliðsins, var ánægður með að Ísland hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Ísland og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í Saint-Denis, rétt utan París, annað kvöld. Sigurvegarinn mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Ítalíu í Marseille á fimmtudag. Patrice Evra, félagi Sagna í frönsku varnarlínunni, sagði við franska blaðamenn í fyrradag að það hefði farið í taugarnar á honum þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands, þegar okkar mönnum tókst að slá England úr leik. Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Sagna tók í svipaðan streng þegar hann ræddi við franska blaðamenn í gær.Ánægður fyrir hönd Íslands „Ég hélt að England myndi vinna leikinn vegna þess að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið,“ sagði Sagna. „Ég er vanur því að spila gegn þessum leikmönnum. En að sama skapi var ég ánægður fyrir hönd Íslands því liðið veitti því enska lexíu í reisn.“ „Af hverju fór England ekki áfram? Ég veit það ekki. Það er allt hægt í fótbolta. En miðað við það sem ég sá þá átti Ísland skilið að fara áfram.“ „Það er ekki bara einn leikmaður gerir gæfumuninn fyrir þá. Allt liðið mun skapa okkur vanda. Ég held að mörg félög muni gera atlögu að því að fá leikmenn íslenska liðsins því þeir hafa sýnt að þeir geta spilað vel.“Ekki hægt að vanmeta Ísland „Margir segja að árangur Íslands sé það sem hafi komið mest á óvart. Ísland er svolítið líkt Leicester en Íslendingar eiga fyllilega skilið að vera hér og sýndu í undankeppninni að þeir geta unnið góð lið. Íslendingar unnu Hollendinga tvívegis, unnu Tékka og unnu sinn riðil,“ sagði Sagna en hið rétta er að Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli. „Ísland er gott lið og það er ekki hægt að vanmeta liðið.“ Hann segir að Frakkland muni nú gera allt sem í valdi þess stendur til að fara ekki sömu leið og England. „Við höfum fengið okkar viðvörun.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29 Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29
Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00
Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55
Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55