Frakkar opna heimili sín fyrir Íslendingum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2016 18:58 Delphine með eiginmanni sínum og syni. Fánann teiknaði drengurinn í gærkvöldi, og er afar spenntur fyrir gestum helgarinnar. mynd/delphine Frakkar virðast ólmir í að fá að kynnast keppinautum sínum og hafa þeir margir hverjir ákveðið að opna heimili sín og bjóða Íslendingum fría gistingu um helgina. Þjóðirnar tvær munu etja kappi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í París á sunnudag. Delphine Lalire er frönsk kona sem býr rétt fyrir utan París. Hún leitaði uppi íslenska hópinn „Ferðagrúppa fyrir EM“ á Facebook á dögunum þar sem hún bauð upp á gistipláss fyrir tvo Íslendinga. „Þetta var í raun hugmynd eiginmanns míns, en ég er víst sú sem kemur hlutunum í verk í fjölskyldunni. Síðan er sonur okkar, sjö ára, alltaf spenntur fyrir að fá að hitta útlendinga,“ segir Delphine í samtali við Vísi. Delphine segir líf sitt meira og minna hafa einkennst af ferðalögum. Móðurmál hennar sé franska en að hún tali fjögur önnur tungumál til viðbótar.Vill endurgjalda greiðann „Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að mér líkaði þessi hugmynd eiginmanns míns, að bjóða Íslendingum að koma. Ég starfaði í Brasilíu þegar heimsmeistaramótið fór þar fram árið 1998 og það kom mér verulega á óvart hversu góð viðbrögð fólks gagnvart mér voru, bæði eftir að Frakkar komust áfram í undanúrslitin, og eftir að þeir unnu. Þannig að það gleður mig að geta endurgoldið þetta núna,“ segir Delphine. Hún segist uppnumin yfir samstöðu íslenska liðsins, stuðningsmanna þess og íslensku þjóðarinnar. „Það er svo gaman að sjá hvað liðið og stuðningsmennirnir spila með mikilli ánægju og hvað gleðin er ósvikin. Það er eitthvað sem ætti alltaf að vera til staðar í íþróttum.“ Delphine segist þó ekki ætla að styðja íslenska liðið á sunnudag. „Ég get ekki sagt að ég sé stuðningsmaður íslenska liðsins, en eiginmaður minn og sonur minn, eru miklir stuðningsmenn okkar landsliðs. Þeir reyndu að fá miða á leiki á mótinu en tókst það því miður ekki,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í spá sína fyrir leikinn á sunnudag segir hún: „Sonur minn er sá sem vanalega spáir fyrir um leikina (og er oftast með spárnar réttar), en hann segir 2-1 fyrir Frakklandi. Ég hins vegar held það verði akkúrat öfugt.“Of mikil rigning á Íslandi Aðspurð segist Delphine aldrei hafa komið til Íslands. „Ég þekki heldur enga Íslendinga! Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands en aldrei komið því í verk því ég er hrædd um að það sé of mikil rigning þar. Kjánaleg hugsun, ekki satt?“ Delphine segir að enn séu laus tvö svefnpláss. „Ég er búin að fá fjölmörg „læk“ á færsluna mína (259 sem er það mesta sem ég hef fengið!) en einungis ein manneskja hefur sýnt þessu áhuga. Sú fékk síðan pláss hjá vinum sínum sem ætla að leigja hús. Ég vona að einhver komi á endanum, það gæti orðið frábær skemmtun,“ segir hún að lokum. Fleiri Frakkar hafa sett inn sambærilegar færslur á hópinn, og víðar á veraldarvefnum. EM 2016 í Frakklandi EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Frakkar virðast ólmir í að fá að kynnast keppinautum sínum og hafa þeir margir hverjir ákveðið að opna heimili sín og bjóða Íslendingum fría gistingu um helgina. Þjóðirnar tvær munu etja kappi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í París á sunnudag. Delphine Lalire er frönsk kona sem býr rétt fyrir utan París. Hún leitaði uppi íslenska hópinn „Ferðagrúppa fyrir EM“ á Facebook á dögunum þar sem hún bauð upp á gistipláss fyrir tvo Íslendinga. „Þetta var í raun hugmynd eiginmanns míns, en ég er víst sú sem kemur hlutunum í verk í fjölskyldunni. Síðan er sonur okkar, sjö ára, alltaf spenntur fyrir að fá að hitta útlendinga,“ segir Delphine í samtali við Vísi. Delphine segir líf sitt meira og minna hafa einkennst af ferðalögum. Móðurmál hennar sé franska en að hún tali fjögur önnur tungumál til viðbótar.Vill endurgjalda greiðann „Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að mér líkaði þessi hugmynd eiginmanns míns, að bjóða Íslendingum að koma. Ég starfaði í Brasilíu þegar heimsmeistaramótið fór þar fram árið 1998 og það kom mér verulega á óvart hversu góð viðbrögð fólks gagnvart mér voru, bæði eftir að Frakkar komust áfram í undanúrslitin, og eftir að þeir unnu. Þannig að það gleður mig að geta endurgoldið þetta núna,“ segir Delphine. Hún segist uppnumin yfir samstöðu íslenska liðsins, stuðningsmanna þess og íslensku þjóðarinnar. „Það er svo gaman að sjá hvað liðið og stuðningsmennirnir spila með mikilli ánægju og hvað gleðin er ósvikin. Það er eitthvað sem ætti alltaf að vera til staðar í íþróttum.“ Delphine segist þó ekki ætla að styðja íslenska liðið á sunnudag. „Ég get ekki sagt að ég sé stuðningsmaður íslenska liðsins, en eiginmaður minn og sonur minn, eru miklir stuðningsmenn okkar landsliðs. Þeir reyndu að fá miða á leiki á mótinu en tókst það því miður ekki,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í spá sína fyrir leikinn á sunnudag segir hún: „Sonur minn er sá sem vanalega spáir fyrir um leikina (og er oftast með spárnar réttar), en hann segir 2-1 fyrir Frakklandi. Ég hins vegar held það verði akkúrat öfugt.“Of mikil rigning á Íslandi Aðspurð segist Delphine aldrei hafa komið til Íslands. „Ég þekki heldur enga Íslendinga! Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands en aldrei komið því í verk því ég er hrædd um að það sé of mikil rigning þar. Kjánaleg hugsun, ekki satt?“ Delphine segir að enn séu laus tvö svefnpláss. „Ég er búin að fá fjölmörg „læk“ á færsluna mína (259 sem er það mesta sem ég hef fengið!) en einungis ein manneskja hefur sýnt þessu áhuga. Sú fékk síðan pláss hjá vinum sínum sem ætla að leigja hús. Ég vona að einhver komi á endanum, það gæti orðið frábær skemmtun,“ segir hún að lokum. Fleiri Frakkar hafa sett inn sambærilegar færslur á hópinn, og víðar á veraldarvefnum.
EM 2016 í Frakklandi EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira