Uppsagnir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2016 17:02 Heilbrigðisstofnun Suðurlands. vísir/pjetur Vegna slæmrar fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) þá hefur þurft að grípa til þess ráðs að segja upp nokkrum starfsmönnum. „Við ákváðum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið að grípa til viðamikilla aðgerða við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjölmargra þátta og sviða innan stofnunar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi. Stór hluti endurskipulagningarinnar er unnin með því að leggja niður tímabundna samninga. Af þessum 18 starfsmönnum má telja að 5 einstaklingar hafi misst starf hjá HSU en 2 af þeim þremur áttu árs biðlauna. Aðrir starfmenn sem aðgerðirnar snertu fengu ekki endurnýjun samninga eða voru boðin laus störf innan stofnunarinnar. En vissulega er erfitt þegar slíkar breytingar snerta einstaklinga sem eru starfmenn okkar, en við höfum reynt að milda aðgerðirnar eftir okkar fremsta megni“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU. Skrifstofufólki og stjórnendum sagt upp Herdís segir að uppsagnirnar sem grípa þurfti til muni ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU, þar sem fyrst og fremst er um er að ræða niðurskurð á skrifstofustörfum og stjórnendastörfum en ekki störfum sem snúa beint að sjúklingum. Endurskipulag átti sér stað á mönnun hjúkrunardeilda á Selfossi þar sem tvær 20 rúma deildir voru sameinaðar í eina hjúkrunardeild sem skapar aukið svigrúm til samvinnu.Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU.mynd/úr einkasafni„Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, semsagt klínísku þjónustuna. Þetta hafa því meira verið störf sem varða aðra hluta starfseminnar eins og störf á skrifstofu framkvæmdastjórnar. Engin breyting verður gerð á sjúkrahúsþjónustu hjá HSU en þó sé dregið aðeins úr rúmafjölda yfir sumarið. Fjögur sjúkrarúm eru lokuð á Selfossi í sumar og fjögur sjúkrarúm í Vestmannaeyjum“, bætir Herdís við.Þingmenn upplýstir Herdís leggur áherslu á að hagræðingin og endurskipulagning á starfsemi var unnin í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, og reynt hafi verið að milda niðurskurðinn af fremsta megni. „Við höfum fengið skilning á okkar málum hjá ráðuneytinu, sem hefur unnið mjög vel með okkur. Málefni stofnunarinnar eru í vinnslu þar. Við sem stjórnendur stofnunarinnar höfum þó látið staðar numið núna, og í framhaldinu verði skoðað hvernig breytingarnar sem hafa verið gerðar muni hafa áhrif á heildarstarfsemina. Þess ber líka að geta að við erum með um 430 starfsmenn svo þetta er ekki stór hluti starfsmanna þó þetta sé vissulega erfitt fyrir þá sem verða fyrir því. Við munum endurskoða árangur þessara aðgerða strax nú síðsumars og leggja svo fram tillögur um framhaldið“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá má geta þess að þingmenn Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi hafa verið upplýstir um ástandið á stofnuninni. X16 Suður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Vegna slæmrar fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) þá hefur þurft að grípa til þess ráðs að segja upp nokkrum starfsmönnum. „Við ákváðum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið að grípa til viðamikilla aðgerða við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjölmargra þátta og sviða innan stofnunar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi. Stór hluti endurskipulagningarinnar er unnin með því að leggja niður tímabundna samninga. Af þessum 18 starfsmönnum má telja að 5 einstaklingar hafi misst starf hjá HSU en 2 af þeim þremur áttu árs biðlauna. Aðrir starfmenn sem aðgerðirnar snertu fengu ekki endurnýjun samninga eða voru boðin laus störf innan stofnunarinnar. En vissulega er erfitt þegar slíkar breytingar snerta einstaklinga sem eru starfmenn okkar, en við höfum reynt að milda aðgerðirnar eftir okkar fremsta megni“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU. Skrifstofufólki og stjórnendum sagt upp Herdís segir að uppsagnirnar sem grípa þurfti til muni ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU, þar sem fyrst og fremst er um er að ræða niðurskurð á skrifstofustörfum og stjórnendastörfum en ekki störfum sem snúa beint að sjúklingum. Endurskipulag átti sér stað á mönnun hjúkrunardeilda á Selfossi þar sem tvær 20 rúma deildir voru sameinaðar í eina hjúkrunardeild sem skapar aukið svigrúm til samvinnu.Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU.mynd/úr einkasafni„Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, semsagt klínísku þjónustuna. Þetta hafa því meira verið störf sem varða aðra hluta starfseminnar eins og störf á skrifstofu framkvæmdastjórnar. Engin breyting verður gerð á sjúkrahúsþjónustu hjá HSU en þó sé dregið aðeins úr rúmafjölda yfir sumarið. Fjögur sjúkrarúm eru lokuð á Selfossi í sumar og fjögur sjúkrarúm í Vestmannaeyjum“, bætir Herdís við.Þingmenn upplýstir Herdís leggur áherslu á að hagræðingin og endurskipulagning á starfsemi var unnin í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, og reynt hafi verið að milda niðurskurðinn af fremsta megni. „Við höfum fengið skilning á okkar málum hjá ráðuneytinu, sem hefur unnið mjög vel með okkur. Málefni stofnunarinnar eru í vinnslu þar. Við sem stjórnendur stofnunarinnar höfum þó látið staðar numið núna, og í framhaldinu verði skoðað hvernig breytingarnar sem hafa verið gerðar muni hafa áhrif á heildarstarfsemina. Þess ber líka að geta að við erum með um 430 starfsmenn svo þetta er ekki stór hluti starfsmanna þó þetta sé vissulega erfitt fyrir þá sem verða fyrir því. Við munum endurskoða árangur þessara aðgerða strax nú síðsumars og leggja svo fram tillögur um framhaldið“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá má geta þess að þingmenn Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi hafa verið upplýstir um ástandið á stofnuninni.
X16 Suður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira