Uppsagnir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2016 17:02 Heilbrigðisstofnun Suðurlands. vísir/pjetur Vegna slæmrar fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) þá hefur þurft að grípa til þess ráðs að segja upp nokkrum starfsmönnum. „Við ákváðum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið að grípa til viðamikilla aðgerða við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjölmargra þátta og sviða innan stofnunar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi. Stór hluti endurskipulagningarinnar er unnin með því að leggja niður tímabundna samninga. Af þessum 18 starfsmönnum má telja að 5 einstaklingar hafi misst starf hjá HSU en 2 af þeim þremur áttu árs biðlauna. Aðrir starfmenn sem aðgerðirnar snertu fengu ekki endurnýjun samninga eða voru boðin laus störf innan stofnunarinnar. En vissulega er erfitt þegar slíkar breytingar snerta einstaklinga sem eru starfmenn okkar, en við höfum reynt að milda aðgerðirnar eftir okkar fremsta megni“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU. Skrifstofufólki og stjórnendum sagt upp Herdís segir að uppsagnirnar sem grípa þurfti til muni ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU, þar sem fyrst og fremst er um er að ræða niðurskurð á skrifstofustörfum og stjórnendastörfum en ekki störfum sem snúa beint að sjúklingum. Endurskipulag átti sér stað á mönnun hjúkrunardeilda á Selfossi þar sem tvær 20 rúma deildir voru sameinaðar í eina hjúkrunardeild sem skapar aukið svigrúm til samvinnu.Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU.mynd/úr einkasafni„Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, semsagt klínísku þjónustuna. Þetta hafa því meira verið störf sem varða aðra hluta starfseminnar eins og störf á skrifstofu framkvæmdastjórnar. Engin breyting verður gerð á sjúkrahúsþjónustu hjá HSU en þó sé dregið aðeins úr rúmafjölda yfir sumarið. Fjögur sjúkrarúm eru lokuð á Selfossi í sumar og fjögur sjúkrarúm í Vestmannaeyjum“, bætir Herdís við.Þingmenn upplýstir Herdís leggur áherslu á að hagræðingin og endurskipulagning á starfsemi var unnin í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, og reynt hafi verið að milda niðurskurðinn af fremsta megni. „Við höfum fengið skilning á okkar málum hjá ráðuneytinu, sem hefur unnið mjög vel með okkur. Málefni stofnunarinnar eru í vinnslu þar. Við sem stjórnendur stofnunarinnar höfum þó látið staðar numið núna, og í framhaldinu verði skoðað hvernig breytingarnar sem hafa verið gerðar muni hafa áhrif á heildarstarfsemina. Þess ber líka að geta að við erum með um 430 starfsmenn svo þetta er ekki stór hluti starfsmanna þó þetta sé vissulega erfitt fyrir þá sem verða fyrir því. Við munum endurskoða árangur þessara aðgerða strax nú síðsumars og leggja svo fram tillögur um framhaldið“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá má geta þess að þingmenn Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi hafa verið upplýstir um ástandið á stofnuninni. X16 Suður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Vegna slæmrar fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) þá hefur þurft að grípa til þess ráðs að segja upp nokkrum starfsmönnum. „Við ákváðum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið að grípa til viðamikilla aðgerða við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjölmargra þátta og sviða innan stofnunar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi. Stór hluti endurskipulagningarinnar er unnin með því að leggja niður tímabundna samninga. Af þessum 18 starfsmönnum má telja að 5 einstaklingar hafi misst starf hjá HSU en 2 af þeim þremur áttu árs biðlauna. Aðrir starfmenn sem aðgerðirnar snertu fengu ekki endurnýjun samninga eða voru boðin laus störf innan stofnunarinnar. En vissulega er erfitt þegar slíkar breytingar snerta einstaklinga sem eru starfmenn okkar, en við höfum reynt að milda aðgerðirnar eftir okkar fremsta megni“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU. Skrifstofufólki og stjórnendum sagt upp Herdís segir að uppsagnirnar sem grípa þurfti til muni ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU, þar sem fyrst og fremst er um er að ræða niðurskurð á skrifstofustörfum og stjórnendastörfum en ekki störfum sem snúa beint að sjúklingum. Endurskipulag átti sér stað á mönnun hjúkrunardeilda á Selfossi þar sem tvær 20 rúma deildir voru sameinaðar í eina hjúkrunardeild sem skapar aukið svigrúm til samvinnu.Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU.mynd/úr einkasafni„Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, semsagt klínísku þjónustuna. Þetta hafa því meira verið störf sem varða aðra hluta starfseminnar eins og störf á skrifstofu framkvæmdastjórnar. Engin breyting verður gerð á sjúkrahúsþjónustu hjá HSU en þó sé dregið aðeins úr rúmafjölda yfir sumarið. Fjögur sjúkrarúm eru lokuð á Selfossi í sumar og fjögur sjúkrarúm í Vestmannaeyjum“, bætir Herdís við.Þingmenn upplýstir Herdís leggur áherslu á að hagræðingin og endurskipulagning á starfsemi var unnin í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, og reynt hafi verið að milda niðurskurðinn af fremsta megni. „Við höfum fengið skilning á okkar málum hjá ráðuneytinu, sem hefur unnið mjög vel með okkur. Málefni stofnunarinnar eru í vinnslu þar. Við sem stjórnendur stofnunarinnar höfum þó látið staðar numið núna, og í framhaldinu verði skoðað hvernig breytingarnar sem hafa verið gerðar muni hafa áhrif á heildarstarfsemina. Þess ber líka að geta að við erum með um 430 starfsmenn svo þetta er ekki stór hluti starfsmanna þó þetta sé vissulega erfitt fyrir þá sem verða fyrir því. Við munum endurskoða árangur þessara aðgerða strax nú síðsumars og leggja svo fram tillögur um framhaldið“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá má geta þess að þingmenn Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi hafa verið upplýstir um ástandið á stofnuninni.
X16 Suður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira