EM dagbók: Velja orðin vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 08:00 Vísir/Getty Ósjaldan hafa heyrst spurningar á blaðamannafundum í Frakklandi um hvernig mönnum hugnast hugsanlegir andstæðingar í útsláttarkeppninni. Ég heyrði þá spurningu fyrst eftir leik Englands og Slóvakíu í riðlakeppninni, er ungverskur blaðamaður spurði Roy Hodgson hvernig honum litist nú á að spila gegn Ungverjalandi í 16-liða úrslitunum ef það yrði raunin. Það varð auðvitað alls ekki raunin. Ekki frekar en þegar Patrice Evra var spurður af enskum blaðamanni hvernig honum myndi nú hugnast að Frakkland og England myndu mætast í 8-liða úrslitunum, áður en leikur Englendinga gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum fór fram. Svar Patrice Evra vakti verðskuldaða athygli enda bað hann blaðamanninn um að gera ekki endilega ráð fyrir því að England myndi vinna Ísland. Að leyfa leiknum að minnsta kosti að fara fram fyrst. Evra rifjaði upp þessi ummæli á blaðamannafundi í gær og bætti við að þó svo að Frakklandi ætlaði sér vitaskuld að vinna sigur á Íslandi í 8-liða úrslitunum bæri hann og franska liðið virðingu fyrir íslenska liðinu. Það hafi svo enn fremur farið í taugarnar á honum þegar þeir sem fjölluðu um leikinn hafi fremur gert lítið úr frammistöðu íslenska liðsins með því að segja hversu lélegir Englendingar voru í leiknum. Oftast er það engin tilviljun hvað menn láta út úr sér á blaðamannafundum, sérstaklega á við jafn stór tilefni og fyrir leik í 8-liða úrslitum á stórmóti. Ekki alltaf, en oftast. Orð sem menn velja sér móta ákveðna nálgun þeirra á leikinn, hvort sem er um hreinræktaðan sálfræðihernað að ræða eða lýsa því viðhorfi sem viðkomandi leikmaður eða þjálfari vill tileinka sér. Tökum sem dæmi ummælin sem Cristiano Ronaldo lét út úr sér eftir jafntefli Íslands og Portúgals. Sá leikur virðist reyndar í órafjarlægð í minningunni, svo mikið hefur gerst síðan þá. En sú vanvirðing sem orð Ronaldo um fögnuð íslenska liðsins [Þeir munu aldrei vinna neitt] fólu í sér eru enn framarlega í huga fólks, ekki síst eftir velgengni íslenska liðsins síðan að sá leikur fór fram. Sjálfsagt er Ronaldo alveg sama um hvað öðrum finnst um hann og það sem hann hefur að segja. Það breytir því ekki að þessi ummæli gerðu lítið til að hækka almenningsálitið á honum og portúgalska liðinu. Með ummælum sínum í gær sýndi Evra íslenska liðinu virðingu og fyrir það ber að hrósa. Enda veit hann sem er að það væri algert glapræði að bera olíu að íslenska eldinum með vanhugsuðum ummælum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Ósjaldan hafa heyrst spurningar á blaðamannafundum í Frakklandi um hvernig mönnum hugnast hugsanlegir andstæðingar í útsláttarkeppninni. Ég heyrði þá spurningu fyrst eftir leik Englands og Slóvakíu í riðlakeppninni, er ungverskur blaðamaður spurði Roy Hodgson hvernig honum litist nú á að spila gegn Ungverjalandi í 16-liða úrslitunum ef það yrði raunin. Það varð auðvitað alls ekki raunin. Ekki frekar en þegar Patrice Evra var spurður af enskum blaðamanni hvernig honum myndi nú hugnast að Frakkland og England myndu mætast í 8-liða úrslitunum, áður en leikur Englendinga gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum fór fram. Svar Patrice Evra vakti verðskuldaða athygli enda bað hann blaðamanninn um að gera ekki endilega ráð fyrir því að England myndi vinna Ísland. Að leyfa leiknum að minnsta kosti að fara fram fyrst. Evra rifjaði upp þessi ummæli á blaðamannafundi í gær og bætti við að þó svo að Frakklandi ætlaði sér vitaskuld að vinna sigur á Íslandi í 8-liða úrslitunum bæri hann og franska liðið virðingu fyrir íslenska liðinu. Það hafi svo enn fremur farið í taugarnar á honum þegar þeir sem fjölluðu um leikinn hafi fremur gert lítið úr frammistöðu íslenska liðsins með því að segja hversu lélegir Englendingar voru í leiknum. Oftast er það engin tilviljun hvað menn láta út úr sér á blaðamannafundum, sérstaklega á við jafn stór tilefni og fyrir leik í 8-liða úrslitum á stórmóti. Ekki alltaf, en oftast. Orð sem menn velja sér móta ákveðna nálgun þeirra á leikinn, hvort sem er um hreinræktaðan sálfræðihernað að ræða eða lýsa því viðhorfi sem viðkomandi leikmaður eða þjálfari vill tileinka sér. Tökum sem dæmi ummælin sem Cristiano Ronaldo lét út úr sér eftir jafntefli Íslands og Portúgals. Sá leikur virðist reyndar í órafjarlægð í minningunni, svo mikið hefur gerst síðan þá. En sú vanvirðing sem orð Ronaldo um fögnuð íslenska liðsins [Þeir munu aldrei vinna neitt] fólu í sér eru enn framarlega í huga fólks, ekki síst eftir velgengni íslenska liðsins síðan að sá leikur fór fram. Sjálfsagt er Ronaldo alveg sama um hvað öðrum finnst um hann og það sem hann hefur að segja. Það breytir því ekki að þessi ummæli gerðu lítið til að hækka almenningsálitið á honum og portúgalska liðinu. Með ummælum sínum í gær sýndi Evra íslenska liðinu virðingu og fyrir það ber að hrósa. Enda veit hann sem er að það væri algert glapræði að bera olíu að íslenska eldinum með vanhugsuðum ummælum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti