Heimir: Byrjunarliðið veikist ekkert Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 07:00 Strákarnir byrjuðu æfinguna í Annecy í gær á því að fara í skallatennis. Lars Lagerbäck fylgist með. vísir/vilhelm Leikmenn íslenska landsliðsins hófu í gær formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudag. Strákarnir fengu frí í fyrradag og nýttu sumir tímann til að fara í golf en aðrir tóku því rólega í Annecy, þeim fallega bæ sem skartaði sínu allra fegursta í gær. Þjálfararnir voru fljótir að kippa leikmönnum niður á jörðina eftir sigurinn gegn Englandi en Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði sérstaklega orð á því á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði þurft að minna leikmenn sérstaklega á að halda fullri einbeitingu og fagmennsku, eftir að sumir mættu of seint í kvöldmat. „Auðvitað tekur maður þetta til sín,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason um atvikið og félagi hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, tók í svipaðan streng. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins,“ sagði Ragnar, sem segir að yfirleitt hafi leikmönnum gengið vel að halda sig á jörðinni. „Við höfum bara verið nokkuð rólegir á leiðinni heim frá leikjum, þó svo að við séum í skýjunum með árangurinn. Mér finnst að okkur hafi tekist ágætlega að halda ró okkar yfir öllu saman.“Svipað og gegn Englandi Birkir Bjarnason var einnig í hópi þeirra leikmanna sem ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna í gær og reiknar hann, eins og allir í íslenska liðinu, með erfiðum leik á sunnudag. „Frakkarnir eru með gríðarlega sterka einstaklinga og við þurfum að vera með allt okkar á hreinu til að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Birkir. Kári segir að það hafi rétt svo verið byrjað að ræða við leikmenn um hvað hafi gengið vel gegn Englandi og hvað hafi farið illa. „Það var gott að hlaða batteríin í gær, spila golf og hafa það rólegt. Nú förum við að snúa okkur að Frökkunum og byrjum að ræða þá í kvöld [í gærkvöldi],“ segir Kári. Ragnar reiknar með svipuðum leik gegn Frakklandi og Englandi. „Bæði vegna þess að þetta eru svipuð fótboltalið og þá mun það ekki breytast að við erum taldir mun ólíklegri til að vinna leikinn og þurfum að sanna okkur aftur,“ sagði varnarmaðurinn sterki.Breytingar veikja ekki liðið Varnarmaðurinn Adil Rami og miðjumaðurinn N’Golo Kante verða báðir í leikbanni í leiknum gegn Íslandi eftir að þeir fengu sína aðra áminningu í mótinu í leik Frakka gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. „Miðað við þá leikmenn sem Frakkland á þá veikist liðið ekki neitt þrátt fyrir að það þurfi að fá aðra leikmenn í byrjunarliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en líklegast er að Samuel Umtiti og Eliaquim Mangala berjist um stöðu Rami í vörninni og þeir Moussa Sissoko og Yohan Cabaye um að koma inn á miðjuna. „Það koma bara öðruvísi gæði inn í liðið. Þetta er líklega besti leikmannahópurinn í mótinu ef við mælum það út frá gæðum einstaklinganna.“ Leikurinn fer fram á sunnudag en liðið heldur til Parísar á morgun. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Leikmenn íslenska landsliðsins hófu í gær formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudag. Strákarnir fengu frí í fyrradag og nýttu sumir tímann til að fara í golf en aðrir tóku því rólega í Annecy, þeim fallega bæ sem skartaði sínu allra fegursta í gær. Þjálfararnir voru fljótir að kippa leikmönnum niður á jörðina eftir sigurinn gegn Englandi en Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði sérstaklega orð á því á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði þurft að minna leikmenn sérstaklega á að halda fullri einbeitingu og fagmennsku, eftir að sumir mættu of seint í kvöldmat. „Auðvitað tekur maður þetta til sín,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason um atvikið og félagi hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, tók í svipaðan streng. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins,“ sagði Ragnar, sem segir að yfirleitt hafi leikmönnum gengið vel að halda sig á jörðinni. „Við höfum bara verið nokkuð rólegir á leiðinni heim frá leikjum, þó svo að við séum í skýjunum með árangurinn. Mér finnst að okkur hafi tekist ágætlega að halda ró okkar yfir öllu saman.“Svipað og gegn Englandi Birkir Bjarnason var einnig í hópi þeirra leikmanna sem ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna í gær og reiknar hann, eins og allir í íslenska liðinu, með erfiðum leik á sunnudag. „Frakkarnir eru með gríðarlega sterka einstaklinga og við þurfum að vera með allt okkar á hreinu til að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Birkir. Kári segir að það hafi rétt svo verið byrjað að ræða við leikmenn um hvað hafi gengið vel gegn Englandi og hvað hafi farið illa. „Það var gott að hlaða batteríin í gær, spila golf og hafa það rólegt. Nú förum við að snúa okkur að Frökkunum og byrjum að ræða þá í kvöld [í gærkvöldi],“ segir Kári. Ragnar reiknar með svipuðum leik gegn Frakklandi og Englandi. „Bæði vegna þess að þetta eru svipuð fótboltalið og þá mun það ekki breytast að við erum taldir mun ólíklegri til að vinna leikinn og þurfum að sanna okkur aftur,“ sagði varnarmaðurinn sterki.Breytingar veikja ekki liðið Varnarmaðurinn Adil Rami og miðjumaðurinn N’Golo Kante verða báðir í leikbanni í leiknum gegn Íslandi eftir að þeir fengu sína aðra áminningu í mótinu í leik Frakka gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. „Miðað við þá leikmenn sem Frakkland á þá veikist liðið ekki neitt þrátt fyrir að það þurfi að fá aðra leikmenn í byrjunarliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en líklegast er að Samuel Umtiti og Eliaquim Mangala berjist um stöðu Rami í vörninni og þeir Moussa Sissoko og Yohan Cabaye um að koma inn á miðjuna. „Það koma bara öðruvísi gæði inn í liðið. Þetta er líklega besti leikmannahópurinn í mótinu ef við mælum það út frá gæðum einstaklinganna.“ Leikurinn fer fram á sunnudag en liðið heldur til Parísar á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira