Gengur illa að fjölga notendum Netflix Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2016 09:44 Uppgjör annars árfjórðungs streymiþjónustunnar Netflix var kynnt í gær. Í uppgjörinu kom fram að Netflix bætti einungis við sig 1,7 milljónum notenda á fjórðungnum, sem er helmingi minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta var undir væntingum markaðsaðila sem áttu von á 2,5 milljónum nýrra notenda. Ýmislegt bendir til þess að notendafjöldi Netflix sé að mettast, einungis 160 þúsund nýir notendur bættust við í Bandaríkjunum á fjórðungnum. Fjárfestar óttast nú um velgengni fyrirtækisins og lækkaði gengi hlutabréfa í Netflix um allt að 16 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða í gær. Forsvarsmenn Netflix segja fréttir af verðhækkunum hjá fyrirtækinu hafi leitt til þess að notendafjöldanum fjölgaði svona lítið á fjórðungnum. Í grein New York Times um málið er bent á að hlutabréf í Netflix voru á fleygiferð á síðasta ári og hækkuðu um 135 prósent árið 2015. Til samanburðar hafa þau lækkað um fjórtán prósent það sem af er ári. Vert er að benda á að milljónir nota enn þjónustu Netflix og fyrirtækið opnaði þjónustu sína í yfir hundrað löndum í ársbyrjun. Ýmsir greiningaraðilar telja að ástandið sé ekki svo slæmt. Þeir benda til þess að hagnaður fyrirtækisins hækkuðu um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, og tekjur hækkuðu um 27 prósent milli ára. Netflix Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Uppgjör annars árfjórðungs streymiþjónustunnar Netflix var kynnt í gær. Í uppgjörinu kom fram að Netflix bætti einungis við sig 1,7 milljónum notenda á fjórðungnum, sem er helmingi minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta var undir væntingum markaðsaðila sem áttu von á 2,5 milljónum nýrra notenda. Ýmislegt bendir til þess að notendafjöldi Netflix sé að mettast, einungis 160 þúsund nýir notendur bættust við í Bandaríkjunum á fjórðungnum. Fjárfestar óttast nú um velgengni fyrirtækisins og lækkaði gengi hlutabréfa í Netflix um allt að 16 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða í gær. Forsvarsmenn Netflix segja fréttir af verðhækkunum hjá fyrirtækinu hafi leitt til þess að notendafjöldanum fjölgaði svona lítið á fjórðungnum. Í grein New York Times um málið er bent á að hlutabréf í Netflix voru á fleygiferð á síðasta ári og hækkuðu um 135 prósent árið 2015. Til samanburðar hafa þau lækkað um fjórtán prósent það sem af er ári. Vert er að benda á að milljónir nota enn þjónustu Netflix og fyrirtækið opnaði þjónustu sína í yfir hundrað löndum í ársbyrjun. Ýmsir greiningaraðilar telja að ástandið sé ekki svo slæmt. Þeir benda til þess að hagnaður fyrirtækisins hækkuðu um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, og tekjur hækkuðu um 27 prósent milli ára.
Netflix Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira