Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júlí 2016 12:00 Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari. Í forgrunni er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Vísir Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands, segir nauðsynlegt fyrir lykilfólk í íslenskri knattspyrnu að setjast niður og ræða hvernig móta eigi íþróttina til framtíðar, ekki síst í ljósi þess fjármagns sem nú streymir inn í KSÍ eftir velgengni Íslands á EM í Frakklandi. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið á laugardag en Lagerbäck hætti störfum hjá KSÍ þegar Ísland féll úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi í upphafi mánaðarins. Þá hafði hann starfað sem landsliðsþjálfari í fjögur og hálft ár. Sjá einnig: Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lagerbäck segir enn fremur í samtali við Vísi að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfi einnig að nýta þetta tækifæri til að fara yfir þau mál sem snúa að sambandinu sjálfu. „Ég ber virðingu fyrir því að það sé mismunandi staðið að málum í sænska knattspyrnusambandinu [þar sem Lagerbäck starfaði í 20 ár] og því íslenska. Það eru mismunandi forsendur og önnur menning,“ sagði Lagerbäck og benti á að um 130 starfsmenn eru í sænska knattspyrnusambandinu. Um 20 eru að störfum hjá KSÍ.Ómar Smárason, lengst til vinstri, með Eiði Smára Guðjohnsen og Heimi Hallgrímssyni.Vísir/Vilhelm„Engu að síður tel ég mikilvægt að starfsmenn ræði hlutina nú og að allir þeir sem koma nálægt störfum sambandsins fái tækifæri til að fara í gegnum málum - af hverju er hitt og þetta gert á þann máta sem það er nú gert,“ segir Lagerbäck. „Það er bæði mín reynsla og Heimis [Hallgrímssonar] að starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu. Sem dæmi má nefna að Ómar Smárason hefur sinnt nokkrum störfum,“ sagði Lagerbäck en Ómar, sem er nýhættur störfum hjá KSÍ, var fjölmiðlafulltrúi sambandsins, sem og markaðsstjóri auk þess sem hann sá um leyfiskerfi KSÍ. Lagerbäck segir að með meira mannafli hefði mátt gera meira úr þátttöku Íslands á EM og afla þannig sambandinu enn frekari tekna. „Það komu nokkrir aðilar að máli við mig og Heimi og vildu gera minjagripi í samstarfi við KSÍ og UEFA. Það hefði líka verið hægt að skoða hvort að mögulegt hefði verið að fara í samstarf við stór alþjóðleg fyrirtæki vegna þátttöku Íslands á EM, án þess að það yrðu hagsmunaárekstrar við þá samstarfsaðila sem KSÍ er með á Íslandi. En það hafði bara enginn tíma til að fara í þessi mál,“ segir Lagerbäck.Geir Þorsteinsson.vísir/stefánGeir Þorsteinsson er formaður KSÍ og segir að það sé að sumu leyti nokkur munur á því hvernig hann starfar, samanborið við þá formenn sem Lagerbäck hefur starfað undir í Svíþjóð. „Einn stór munur er að Geir lætur sig svo margt varða og er inni í svo mörgum málum. Það getur vissulega verið gott að hann sé svo vel inni í hlutunum en það getur líka verið slæmt að forsetinn sé að skipta sér of mikið af einstökum málum, í stað þess að vinna að stórum málum eins og stefnumótun og öðru slíku.“ „Ég er ekki að segja að lausnin sé að KSÍ ráði tíu starfsmenn til viðbótar. Ég veit ekki nógu mikið um alla þætti starfssemi KSÍ til að segja það. En ég veit að það væri ef til vill hægt að vinna aðeins fagmannlegar að hlutunum,“ segir Lagerbäck sem ítrekar þó að hann beri virðingu fyrir því að það séu öðruvísi starfshættir í KSÍ og á Íslandi en hann er vanur. „Mér finnst að mesti munurinn á Íslandi og öðrum löndum er að einstaklingurinn sér um allt í stað þess að sjá endilega heildarmyndina. Það getur líka verið styrkleiki en Íslendingar virðast oft hugsa þannig að þeir ganga einfaldlega í þau verk sem þarf að ganga í.“ „Mín sýn er að ef við gefum fleirum hlutverk þá tekur það ábyrgð á hlutunum. Þannig höfum við unnið með leikmenn. Þess vegna er ég með leiðbeiningar [e. guidelines] og mjög fáar reglur. Við segjum leikmönnum til hvers er ætlast af þeim og þeir hafa svo tækifæri til að segja sína skoðun.“ „Ef að fólk heyrir að við berum virðingu fyrir því, fær sín hlutverk og skilur af hverju þá hefur það hvetjandi áhrif á þau. Við fáum líka mun betri niðurstöðu. Það er að minnsta kosti lykilþáttur í þeirri leiðtogahæfni sem ég hef lært á mínum ferli.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands, segir nauðsynlegt fyrir lykilfólk í íslenskri knattspyrnu að setjast niður og ræða hvernig móta eigi íþróttina til framtíðar, ekki síst í ljósi þess fjármagns sem nú streymir inn í KSÍ eftir velgengni Íslands á EM í Frakklandi. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið á laugardag en Lagerbäck hætti störfum hjá KSÍ þegar Ísland féll úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi í upphafi mánaðarins. Þá hafði hann starfað sem landsliðsþjálfari í fjögur og hálft ár. Sjá einnig: Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lagerbäck segir enn fremur í samtali við Vísi að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfi einnig að nýta þetta tækifæri til að fara yfir þau mál sem snúa að sambandinu sjálfu. „Ég ber virðingu fyrir því að það sé mismunandi staðið að málum í sænska knattspyrnusambandinu [þar sem Lagerbäck starfaði í 20 ár] og því íslenska. Það eru mismunandi forsendur og önnur menning,“ sagði Lagerbäck og benti á að um 130 starfsmenn eru í sænska knattspyrnusambandinu. Um 20 eru að störfum hjá KSÍ.Ómar Smárason, lengst til vinstri, með Eiði Smára Guðjohnsen og Heimi Hallgrímssyni.Vísir/Vilhelm„Engu að síður tel ég mikilvægt að starfsmenn ræði hlutina nú og að allir þeir sem koma nálægt störfum sambandsins fái tækifæri til að fara í gegnum málum - af hverju er hitt og þetta gert á þann máta sem það er nú gert,“ segir Lagerbäck. „Það er bæði mín reynsla og Heimis [Hallgrímssonar] að starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu. Sem dæmi má nefna að Ómar Smárason hefur sinnt nokkrum störfum,“ sagði Lagerbäck en Ómar, sem er nýhættur störfum hjá KSÍ, var fjölmiðlafulltrúi sambandsins, sem og markaðsstjóri auk þess sem hann sá um leyfiskerfi KSÍ. Lagerbäck segir að með meira mannafli hefði mátt gera meira úr þátttöku Íslands á EM og afla þannig sambandinu enn frekari tekna. „Það komu nokkrir aðilar að máli við mig og Heimi og vildu gera minjagripi í samstarfi við KSÍ og UEFA. Það hefði líka verið hægt að skoða hvort að mögulegt hefði verið að fara í samstarf við stór alþjóðleg fyrirtæki vegna þátttöku Íslands á EM, án þess að það yrðu hagsmunaárekstrar við þá samstarfsaðila sem KSÍ er með á Íslandi. En það hafði bara enginn tíma til að fara í þessi mál,“ segir Lagerbäck.Geir Þorsteinsson.vísir/stefánGeir Þorsteinsson er formaður KSÍ og segir að það sé að sumu leyti nokkur munur á því hvernig hann starfar, samanborið við þá formenn sem Lagerbäck hefur starfað undir í Svíþjóð. „Einn stór munur er að Geir lætur sig svo margt varða og er inni í svo mörgum málum. Það getur vissulega verið gott að hann sé svo vel inni í hlutunum en það getur líka verið slæmt að forsetinn sé að skipta sér of mikið af einstökum málum, í stað þess að vinna að stórum málum eins og stefnumótun og öðru slíku.“ „Ég er ekki að segja að lausnin sé að KSÍ ráði tíu starfsmenn til viðbótar. Ég veit ekki nógu mikið um alla þætti starfssemi KSÍ til að segja það. En ég veit að það væri ef til vill hægt að vinna aðeins fagmannlegar að hlutunum,“ segir Lagerbäck sem ítrekar þó að hann beri virðingu fyrir því að það séu öðruvísi starfshættir í KSÍ og á Íslandi en hann er vanur. „Mér finnst að mesti munurinn á Íslandi og öðrum löndum er að einstaklingurinn sér um allt í stað þess að sjá endilega heildarmyndina. Það getur líka verið styrkleiki en Íslendingar virðast oft hugsa þannig að þeir ganga einfaldlega í þau verk sem þarf að ganga í.“ „Mín sýn er að ef við gefum fleirum hlutverk þá tekur það ábyrgð á hlutunum. Þannig höfum við unnið með leikmenn. Þess vegna er ég með leiðbeiningar [e. guidelines] og mjög fáar reglur. Við segjum leikmönnum til hvers er ætlast af þeim og þeir hafa svo tækifæri til að segja sína skoðun.“ „Ef að fólk heyrir að við berum virðingu fyrir því, fær sín hlutverk og skilur af hverju þá hefur það hvetjandi áhrif á þau. Við fáum líka mun betri niðurstöðu. Það er að minnsta kosti lykilþáttur í þeirri leiðtogahæfni sem ég hef lært á mínum ferli.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00